Erlent

Stjórnarher Úkraínu náði ráðhúsinu í Mariupol á sitt vald

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Grímuklæddir aðgerðarsinnar láta til sín taka í Mariupol í Úkraínu á laugardaginn.
Grímuklæddir aðgerðarsinnar láta til sín taka í Mariupol í Úkraínu á laugardaginn. ap
Hersveitir Úkraínumanna tóku í morgun völdin í ráðhúsinu í borginni Mariupol í austurhluta Úkraínu.

Til harðra átaka kom á milli þeirra og hóps aðskilnaðarinna sem hafði haft húsið á sínu valdi síðustu vikur. Bardaginn mun hafa borist út á götur borgarinnar að því er fram kemur í erlendum miðlum og hefur eftir úkraínskum miðlum á staðnum en engar fregnir hafa enn borist af mannfalli, hvorki úr röðum stjórnarhermanna né úr hópi aðskilnaðarsinna.

Hart var deilt um refsiaðgerðir gegn Rússum á Bandaríkjaþingi vegna ástandsins í Úkraínu. Menn hafa viljað bíða með slíkt fram yfir forsetakosningar í landinu, sem fyrirhugaðar eru 25. maí, en repúblíkanar segja enga ástæðu til að bíða þess enda óvíst með þær. Þeir leggja hart að Barack Obama forseta að beita Rússa refsiaðgerðum strax.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×