Tónlist

Pollapönkarar með þeim fyrstu á svið á laugardag

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Mynd/Eurovision
Hljómsveitin Pollapönk með lagið Enga fordóma, eða No Prejudice, komst í kvöld áfram í úrslitakeppni Eurovision ásamt Svíþjóð, Svartfjallalandi, Ungverjalandi, Rússlandi, Hollandi, Armeníu, Aserbaísjan, San Marinó og Úkraínu.

Eftir að úrslitin lágu fyrir héldu hljómsveitarmeðlimir rakleiðis á blaðamannafund þar sem þeir drógu um hvort þeir keppa í fyrri eða seinni helmingi úrslitakvöldsins. Drógu þeir upp borða með áletruninni "First Half" sem þýðir að Pollapönk stígur á svið með fyrstu keppendum á laugardagskvöldið. 

Endanleg röðun á úrslitakvöldinu kemur í ljós eftir seinna undanúrslitakvöldið á fimmtudag þar sem fimmtán þjóðir keppast um þau tíu pláss sem laus eru í úrslitunum.


Tengdar fréttir

Sjáðu okkar menn eru lagðir af stað

Í meðfylgjandi myndskeiði sem tekið var fyrr í dag má sjá hljómsveitina Pollapönk sem stígur á stokk í Eurovision-söngvakeppninni í kvöld. Þeir ætla að syngja sig upp úr forkeppninni og í aðalkeppnina sem er á laugardagskvöldið.

Ráðherra í Pollapönksgalla

"Ég er einkar hrifin af skilaboðum lagsins og hinni litríku hljómsveit Pollapönk,“ segir Eygló Harðardóttir.

Kveðja frá Alþingi til Köben

„Sérstakar kveðjur hljótum við auðvitað að senda háttvirtum ellefta þingmanni Reykjavíkurkjördæmis Suður og sjötta varaforseta Alþingis Óttari Proppe,“ sagði Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis.

Svavar Örn rifjar upp Eurovision

Svavar Örn Svavarsson, hágreiðslu- og útvarpsmaður rifjar upp í meðfylgjandi myndskeiði hvað honum fannst eftirminnilegast þessi sex skipti sem hann fór út með íslenska Eurovisionhópnum.

Pollrólegir baksviðs

Generalprufa fyrir fyrra undanúrslitakvöld Eurovision var í gærkvöldi.

"Ég var byrjaður að brynja mig“

Arnar Gíslason, eða sá bleiki, segir meðlimi Pollapönks vera ótrúlega ánægða með að komast í úrslit Eurovision






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.