Lífið

Borgarstjóraefni „neyðist“ til að elta Pollapönk

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Myndin sem Dagur B. Eggertsson birti á Fésbókarsíðu sinni ómeðvitaður um að um leynda myndatöku af Pollapönkurunum væri að ræða
Myndin sem Dagur B. Eggertsson birti á Fésbókarsíðu sinni ómeðvitaður um að um leynda myndatöku af Pollapönkurunum væri að ræða Mynd/Dagur B. Eggertsson
„Loforð er loforð,“ segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík. Hann er á leið til Kaupmannahafnar til að fylgjast með strákunum í Pollapönk á úrslitakvöldi Eurovision á laugardagskvöldið.

Dagur segir að sér hafi „orðið það á“ að lofa því að fljúga utan ef Pollapönk kæmist í úrslit. Það gerði hann í kjölfar þess að hann „skúbbaði“ óvart hverjir væru bakraddarsöngvarar Pollapönks er hann sá liðsmenn sveitarinnar í myndatöku á Tjörninni í Reykjavík. Eftir frammistöðu kvöldsins og úrslit sé það ekki lengur spurning. Hann sé á útleit.

„Ég geri hlé á kosningabaráttunni á meðan,“ segir Dagur sem notar samfélagsmiðla mikið til að ná til kjósenda. Flugmiðinn sé klár og nú eigi hann bara eftir að verða sér úti um miða á úrslitakvöldið en á það er löngu uppselt.


Tengdar fréttir

Þúsund manns drógu andann í einu

"Ég geri ráð fyrir því að sofa mikið í júlí,“ segir Óttarr Proppé sem hefur síðustu daga bæði unnið Útsvar og komist í úrslit Eurovision.

"Ég var byrjaður að brynja mig“

Arnar Gíslason, eða sá bleiki, segir meðlimi Pollapönks vera ótrúlega ánægða með að komast í úrslit Eurovision






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.