Einstæð móðir átti báða vinningsmiðana Kjartan Atli Kjartansson skrifar 6. maí 2014 12:26 Konan vann 84,5 milljónir Einstæð þriggja barna móðir, sem er 75% öryrki, fékk tvöfaldan fyrsta vinning í Lottóinu um helgina. Hún átti nefnilega báða vinningsmiðana.Vísir sagði frá því á laugardaginn að tveir hefðu unnið fyrsta vinninginn í Lottóinu það kvöldið en potturinn var þá 84,5 milljónir króna. Hið rétta er að ein kona vann á báða miðana sem hún keypti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá íslenskri getspá. Konan keypti fyrri miðann í Olís við Norðlingabraut en týndi honum. Miðinn var svokallaður tveggja vikna miði sem hún hafði keypt í vikunni áður og var því enn í gildi. Ákvað hún að kaupa sér nýjan miða í Ísgrillinu við Bústaðaveg. Á laugardagskvöldið rann upp fyrir henni að hún hefði unnið á þann miða og hélt hún á skrifstofu íslenskrar getspár. Hún sagði fulltrúa fyrirtækisins að hún ætti tvo miða en hefði týnt öðrum þeirra. Hún sagði honum að týndi miðinn væri tveggja vikna miði og hvar hann hafði verið keyptur. Hún keypti alltaf sömu tölurnar í lottóinu og því var ljóst að hún ætti tvo vinningsmiða: „Við þessar fregnir runnu tvær grímur á starfsfólk Getspár og eftir rannsóknarvinnu kom í ljós að sama konan átti báða miðana, en annar týndur! Nú voru góð ráð dýr. Hún var á heimleið til að snúa öllu við þegar hún spurði afa sinn heitinn hvar miðinn væri. Og það stóð ekki á svari. Hún lagði bílnum og kíkti undir sætið þar sem miðinn beið,“ segir í upplýsingum frá Íslenskri getspá. „Draumurinn verður að veruleika, ótrúlegir hlutir gerast, og í stað rúmlega 42 milljóna fær hún tæpar skattfrjálsar 84,5 milljónir, þökk sé miðanum sem kom í leitirnar.“ Konan vann því tvöfalt í Lottóinu á laugardaginn. Í tilkynningunni er sagt frá því hvað konan og dætur hennar hyggist gera með peninginn. „Þær búa mjög þröngt svo þeirra fyrsta verk verður að kaupa húsnæði, bíl og jafnvel einhver húsgögn.“ Tengdar fréttir Tveir skipta 85 milljónum Tveir einstaklingar fengu fimm réttar tölur í úrdrætti kvöldsins í Lottó og skipta því með sér sjöföldum potti, 3. maí 2014 21:29 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira
Einstæð þriggja barna móðir, sem er 75% öryrki, fékk tvöfaldan fyrsta vinning í Lottóinu um helgina. Hún átti nefnilega báða vinningsmiðana.Vísir sagði frá því á laugardaginn að tveir hefðu unnið fyrsta vinninginn í Lottóinu það kvöldið en potturinn var þá 84,5 milljónir króna. Hið rétta er að ein kona vann á báða miðana sem hún keypti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá íslenskri getspá. Konan keypti fyrri miðann í Olís við Norðlingabraut en týndi honum. Miðinn var svokallaður tveggja vikna miði sem hún hafði keypt í vikunni áður og var því enn í gildi. Ákvað hún að kaupa sér nýjan miða í Ísgrillinu við Bústaðaveg. Á laugardagskvöldið rann upp fyrir henni að hún hefði unnið á þann miða og hélt hún á skrifstofu íslenskrar getspár. Hún sagði fulltrúa fyrirtækisins að hún ætti tvo miða en hefði týnt öðrum þeirra. Hún sagði honum að týndi miðinn væri tveggja vikna miði og hvar hann hafði verið keyptur. Hún keypti alltaf sömu tölurnar í lottóinu og því var ljóst að hún ætti tvo vinningsmiða: „Við þessar fregnir runnu tvær grímur á starfsfólk Getspár og eftir rannsóknarvinnu kom í ljós að sama konan átti báða miðana, en annar týndur! Nú voru góð ráð dýr. Hún var á heimleið til að snúa öllu við þegar hún spurði afa sinn heitinn hvar miðinn væri. Og það stóð ekki á svari. Hún lagði bílnum og kíkti undir sætið þar sem miðinn beið,“ segir í upplýsingum frá Íslenskri getspá. „Draumurinn verður að veruleika, ótrúlegir hlutir gerast, og í stað rúmlega 42 milljóna fær hún tæpar skattfrjálsar 84,5 milljónir, þökk sé miðanum sem kom í leitirnar.“ Konan vann því tvöfalt í Lottóinu á laugardaginn. Í tilkynningunni er sagt frá því hvað konan og dætur hennar hyggist gera með peninginn. „Þær búa mjög þröngt svo þeirra fyrsta verk verður að kaupa húsnæði, bíl og jafnvel einhver húsgögn.“
Tengdar fréttir Tveir skipta 85 milljónum Tveir einstaklingar fengu fimm réttar tölur í úrdrætti kvöldsins í Lottó og skipta því með sér sjöföldum potti, 3. maí 2014 21:29 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira
Tveir skipta 85 milljónum Tveir einstaklingar fengu fimm réttar tölur í úrdrætti kvöldsins í Lottó og skipta því með sér sjöföldum potti, 3. maí 2014 21:29