Lífið

Ráðherra í Pollapönksgalla

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Mynd/úr einkasafni
„Ég fékk gallann lánaðan hjá heitasta aðdáanda Eurovision í Velferðarráðuneytinu, Laufeyju Helgu Guðmundsdóttur og félagsmanni í FÁSES, félagi áhugafólks um söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Hún og félagar eru núna með gallana í Kaupmannahöfn og fylgjast með allri gleðinni,“ segir Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra.

Hún birti mynd af sér í eldrauðum Pollapönksgalla á Twitter í vikunni og greinilegt að mikil Eurovision-stemning er búin að myndast í ráðuneytinu.

Eygló hlakkar til kvöldsins og styður okkar menn, Pollapönk með lagið Enga fordóma, eða No Prejudice.

„Ég er einkar hrifin af skilaboðum lagsins og hinni litríku hljómsveit Pollapönk.  Þeir standa sig vel í að koma skilaboðum lagsins á framfæri eins og þegar þeir mættu í kjólum á opnunarhátíðina til að vekja athygli á kynjamisrétti.“

Pollapönk stígur á svið á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision í kvöld en herlegheitin hefjast klukkan 19.00.


Tengdar fréttir

Svavar Örn rifjar upp Eurovision

Svavar Örn Svavarsson, hágreiðslu- og útvarpsmaður rifjar upp í meðfylgjandi myndskeiði hvað honum fannst eftirminnilegast þessi sex skipti sem hann fór út með íslenska Eurovisionhópnum.

Pollrólegir baksviðs

Generalprufa fyrir fyrra undanúrslitakvöld Eurovision var í gærkvöldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.