Lífið

Ástfangnar stjörnur á Met-ballinu

Álfrún Pálsdóttir skrifar
Stjörnurnar í sínu fínasta pússi.
Stjörnurnar í sínu fínasta pússi. Vísir/Getty
Það er sannkölluð veisla fyrir augað að horfa á rauða dregilinn á hinu árlega Met-balli, eða Costume Institute Gala sem var haldið í Metropolitan Museum of Art í gærkvöldi. 

Það er óhætt að segja að ástin hafi ráðið ríkjum á dreglinum en pörin í Hollywood fjölmenntu á ballið í sínu fínasta pússi. 

Það er ritstýran Anna Wintour sem er gestgjafi kvöldsins og skammt stórra högga á milli á gestalistanum. Hönnuðir, leikarar, leikstjórar og tónlistarmenn. Miðaverðið er heldur ekki fyrir hvern sem er, um þrjár milljónir miðinn. 

Að þessu sinni var ballið til heiðurs fatahönnuðinum Charles James.



Diane Kruger í kjól frá Hugo Boss ásamt kærasta sínum Joshua Jackson.
Victoria Beckham klæddist hvítum kjól úr eigin smiðju.
Neil Patrick Harris og David Burtka í jakkafötum í stíl frá Thom Browne.
Spiderman parið Emma Stone, í kjól frá Thakoon, og Andrew Garfield.
Gisele í kjól frá Balenciaga og Tom Brady.
Beyonce í Givenchy kjól með manni sínum Jay-Z.
Nýja parið Sean Penn og Charlize Theron í Dior Haute Couture.
Nýtrúlofuð Johnny Depp og Amber Hearts í kjól frá Giambattista Valli.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.