Erlent

Segist ætla að selja stúlkurnar

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Leiðtogi nígerísku öfgasamtakanna Boko Haram hefur sent frá sér myndskeið þar sem hann segist ætla að selja rúmlega 200 skólastúlkur sem saknað hefur verið í um þrjár vikur.

Samtökin segjast bera ábyrgð á hvarfinu og hefur fréttastofa AFP myndbandið undir höndum. 276 stúlkum var rænt aðfaranótt 14. apríl í norðurhluta landsins en 53 þeirra tókst að sleppa skömmu eftir ránið.

„Guð sagði mér að selja þær,“ segir Abubakar Shekau, leiðtogi samtakanna, í myndbandinu. „Þær eru hans eign og ég mun hlýða fyrirmælum hans.“

Ekki er tekið fram í myndbandinu hversu margar stúlkur er átt við eða hvar þær eru niðurkomnar. Þá hefur sá orðrómur verið á kreiki að einhverjar stúlknanna hafi þegar verið seldar í hjónabönd til Kamerún og Tsjad.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×