Innlent

Reyndi að tæla dreng upp í bíl við Háteigsskóla

Stefán Árni Pálsson skrifar
Atvikið átti sér stað síðastliðinn föstudag.
Atvikið átti sér stað síðastliðinn föstudag. mynd/vilhelm/reykjavíkurborg
Karlmaður reyndi að tæla dreng í Háteigsskóla upp í bíl síðastliðinn föstudag en þetta kemur fram í tölvupósti sem Ásgeir Beinteinsson, skólastjóri Háteigsskóla, sendi út á alla foreldra barna í skólanum.

„Um er að ræða dreng á yngsta stigi. Maður stöðvaði bíl við gangstétt í Stakkahlíð rétt upp úr kl. 17:00 og bauð drengnum að koma með sér og myndi hann þá gefa honum sælgæti. Viðbrögð drengsins voru að krækja fyrir bílinn og hlaupa heim til sín og segja foreldrum frá,“ segir í póstinum frá Ásgeiri.

Lögreglan var þegar kölluð til og gaf drengurinn lögreglu greinargóða lýsingu á manninum, bílnum og öllum aðstæðum.

Málið ku vera í rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×