Tónlist

Kenndu gestum pönkdansinn

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Hljómsveitin Pollapönk tróð upp í Norræna partíinu til að hita upp fyrir Eurovision-keppnina á Club Vega á laugardaginn.

Strákarnir tóku meðal annars Eurovision-lagið No Prejudice og Blur-slagarann Girls & Boys með Blur.

Þá tóku þeir sig til og kenndu gestum staðarins sérstakan pönkdans sem allir geta lært. Eins og sést í meðfylgjandi myndbandi var mikið stuð á staðnum og náðu Pollapönkarar að rífa stemninguna upp úr öllu valdi.

Pollapönk flytur Eurovision-lagið á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision annað kvöld og eru þeir númer fimm í röðinni. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.