Tíu íslensk verðlaun á BJJ-móti í Kaupmannahöfn Pétur Marinó Jónsson skrifar 5. maí 2014 15:30 Myndarlegur hópur. Mynd/Oddur Páll Um nýliðna helgi fór fram Copenhagen Open mótið í brasilísku jiu-jitsu. 15 íslenskir keppendur tóku þátt frá þremur íslenskum félögum, Mjölni, Fenri og VBC. Hluti hópsins tók einnig þátt á Danish Open sem fram fór um síðustu helgi þar sem íslensku keppendurnir voru afar sigursælir. Copenhagen Open er mót undir alþjóðlega BJJ sambandinu (IBJJF) og er vel sótt árlega. Fyrri hluti mótsins fór fram á laugardegi þar sem keppt var í hefðbundnum jiu-jitsu galla (gi). Þar tóku íslensku keppendurnir 10 verðlaun.Þráinn Kolbeinsson úr Mjölni hlaut brons bæði í sínum þyngdarflokki (-94 kg) og opnum flokki brúnbeltinga. Ómar Yamak sigraði sinn þyngdarflokk (-70 kg) í flokki fjólublábeltinga og Pétur Jónasson sigraði opinn flokk fjólublábeltinga en þeir kepptu báðir undir merkjum Mjölnis. Daði Steinn Brynjarsson úr VBC og Halldór Logi Valson úr Fenri hrepptu báðir verðlaun í sínum flokkum en þeir kepptu í flokki fjólublábeltinga. Daði Steinn hlaut bronsverðlaun (-82 kg flokkur) og Halldór Logi (+100,5 kg flokkur) silfur.Brynjar Örn Ellertsson sigraði +100,5 kg flokk blábeltinga og hlaut bronsverðlaun í opnum flokki blábeltinga. Ingibjörg Birna Ársælsdóttir hlaut bronsverðlaun í -64 kg flokki blábeltinga en Ingibjörg og Brynjar koma bæði frá Mjölni. Þá hlaut Ari Páll Samúelsson úr VBC silfurverðlaun í flokki blábeltinga undir 76 kg. Laugardagurinn var sannarlega frábær en þau létu ekki staðar numið þar og héldu sigurgöngu sinni áfram á sunnudeginum þar sem keppt var án hefðbundins galla (nogi) og í flokki hvítbeltinga í galla. Þráinn Kolbeinsson tók aftur bronsið í sínum þyngdarflokki brúnbeltinga en gat ekki tekið þátt í opna flokkinum vegna meiðsla. Ómar Yamak sigraði undir 70 kg flokk fjólublábeltinga og voru þetta þriðju gullverðlaun hans á mótunum tveimur í Danmörku. Fenrismaðurinn Halldór Logi Valsson gerði sér lítið fyrir og sigraði sinn flokk fjólublábeltinga en aðeins er mánuður síðan hann fékk fjólubláa beltið. Þá hlutu þeir Pétur Jónasson og Daði Steinn Brynjarsson bronsverðlaun í sínum þyngdarflokkum fjólublábeltinga. Í blábeltingaflokkunum héldu íslensku keppendurnir áfram að sópa að sér verðlaunum. Brynjar Örn Ellertsson og Ingibjörg Birna Ársælsdóttir sigruðu sína flokka en Ingibjörg tók einnig bronsið í opnum flokki blábeltinga. Ari Páll Samúelsson hlaut þar að auki brons í sínum flokki. Þeir Tómas Pálsson, Arnar Þór Björnsson, báðir úr Fenri, Pétur Óskar Þorkelsson og Heiðdís Ósk Leifsdóttir, frá VBC, nældu sér öll í bronsið en þau kepptu í flokki hvítbeltinga í galla. Svo sannarlega frábær árangur hjá íslenska glímufólkinu okkar á stóru alþjóðlegu móti.Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. Íþróttir Tengdar fréttir Íslendingar sópuðu að sér verðlaunum á BJJ-móti í Danmörku Sjö íslenskir keppendur tóku þátt á Danish Open mótinu í brasilísku jiu-jitsu um nýliðna helgi. Árangurinn lét ekki á sér standa þar sem okkar fólk hirti átta medalíur. 28. apríl 2014 18:00 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Fleiri fréttir McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Í beinni: Haukar - Valur | Hart tekist á í Hafnarfirði Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Sjá meira
Um nýliðna helgi fór fram Copenhagen Open mótið í brasilísku jiu-jitsu. 15 íslenskir keppendur tóku þátt frá þremur íslenskum félögum, Mjölni, Fenri og VBC. Hluti hópsins tók einnig þátt á Danish Open sem fram fór um síðustu helgi þar sem íslensku keppendurnir voru afar sigursælir. Copenhagen Open er mót undir alþjóðlega BJJ sambandinu (IBJJF) og er vel sótt árlega. Fyrri hluti mótsins fór fram á laugardegi þar sem keppt var í hefðbundnum jiu-jitsu galla (gi). Þar tóku íslensku keppendurnir 10 verðlaun.Þráinn Kolbeinsson úr Mjölni hlaut brons bæði í sínum þyngdarflokki (-94 kg) og opnum flokki brúnbeltinga. Ómar Yamak sigraði sinn þyngdarflokk (-70 kg) í flokki fjólublábeltinga og Pétur Jónasson sigraði opinn flokk fjólublábeltinga en þeir kepptu báðir undir merkjum Mjölnis. Daði Steinn Brynjarsson úr VBC og Halldór Logi Valson úr Fenri hrepptu báðir verðlaun í sínum flokkum en þeir kepptu í flokki fjólublábeltinga. Daði Steinn hlaut bronsverðlaun (-82 kg flokkur) og Halldór Logi (+100,5 kg flokkur) silfur.Brynjar Örn Ellertsson sigraði +100,5 kg flokk blábeltinga og hlaut bronsverðlaun í opnum flokki blábeltinga. Ingibjörg Birna Ársælsdóttir hlaut bronsverðlaun í -64 kg flokki blábeltinga en Ingibjörg og Brynjar koma bæði frá Mjölni. Þá hlaut Ari Páll Samúelsson úr VBC silfurverðlaun í flokki blábeltinga undir 76 kg. Laugardagurinn var sannarlega frábær en þau létu ekki staðar numið þar og héldu sigurgöngu sinni áfram á sunnudeginum þar sem keppt var án hefðbundins galla (nogi) og í flokki hvítbeltinga í galla. Þráinn Kolbeinsson tók aftur bronsið í sínum þyngdarflokki brúnbeltinga en gat ekki tekið þátt í opna flokkinum vegna meiðsla. Ómar Yamak sigraði undir 70 kg flokk fjólublábeltinga og voru þetta þriðju gullverðlaun hans á mótunum tveimur í Danmörku. Fenrismaðurinn Halldór Logi Valsson gerði sér lítið fyrir og sigraði sinn flokk fjólublábeltinga en aðeins er mánuður síðan hann fékk fjólubláa beltið. Þá hlutu þeir Pétur Jónasson og Daði Steinn Brynjarsson bronsverðlaun í sínum þyngdarflokkum fjólublábeltinga. Í blábeltingaflokkunum héldu íslensku keppendurnir áfram að sópa að sér verðlaunum. Brynjar Örn Ellertsson og Ingibjörg Birna Ársælsdóttir sigruðu sína flokka en Ingibjörg tók einnig bronsið í opnum flokki blábeltinga. Ari Páll Samúelsson hlaut þar að auki brons í sínum flokki. Þeir Tómas Pálsson, Arnar Þór Björnsson, báðir úr Fenri, Pétur Óskar Þorkelsson og Heiðdís Ósk Leifsdóttir, frá VBC, nældu sér öll í bronsið en þau kepptu í flokki hvítbeltinga í galla. Svo sannarlega frábær árangur hjá íslenska glímufólkinu okkar á stóru alþjóðlegu móti.Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
Íþróttir Tengdar fréttir Íslendingar sópuðu að sér verðlaunum á BJJ-móti í Danmörku Sjö íslenskir keppendur tóku þátt á Danish Open mótinu í brasilísku jiu-jitsu um nýliðna helgi. Árangurinn lét ekki á sér standa þar sem okkar fólk hirti átta medalíur. 28. apríl 2014 18:00 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Fleiri fréttir McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Í beinni: Haukar - Valur | Hart tekist á í Hafnarfirði Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Sjá meira
Íslendingar sópuðu að sér verðlaunum á BJJ-móti í Danmörku Sjö íslenskir keppendur tóku þátt á Danish Open mótinu í brasilísku jiu-jitsu um nýliðna helgi. Árangurinn lét ekki á sér standa þar sem okkar fólk hirti átta medalíur. 28. apríl 2014 18:00