Sam-kúgun í Álfabakka Viðar Þorsteinsson skrifar 5. maí 2014 08:00 Í síðustu viku fengu þær Sesselja Þrastardóttir og Brynja Sif Sigurjónsdóttir að kenna á illvígum samtakamætti stéttakúgunar og karlaveldis. Eftir að hafa tjáð sig á Facebook um fyrirkomulag á vinnustaðnum þeirra sem fól í sér lítillækkandi framkomu við kvenkyns starfsfólk, var þeim fyrirvaralaust sagt upp störfum. Framganga vinnuveitandans, Sambíóanna, við starfsmennina tvo er í senn staðfesting á kynbundu misrétti í karlaveldi, og til vitnis um þá misnotkun á valdi sem atvinnurekendur komast upp með í auðvaldssamfélagi. Þeir tilteknu starfshættir í Sambíóunum í Álfabakka sem starfsmennirnir gagnrýndu eru, til að byrja með, lýsandi dæmi um söluvæðingu og hlutgervingu kvenlíkamans. Samkvæmt því sem fram kom í máli Sesselju og Brynju, ætlaðist yfirmaður bíósins til þess að kvenkyns starfsfólki væri sérstaklega stillt upp til afgreiðslu í sjoppunni, til að hún „liti betur út“, á meðan karlar hefðu önnur verk með höndum. Þannig staðfesti yfirmaðurinn þá útbreiddu hugmynd að hlutverk kvenlíkamans, og þar með kvenna, sé einkum að ganga í augun á karlmönnum. Sams konar markaðsvæðing og ýkt kyngerving kvenlíkamans er vel þekkt í vændi, klámi, kvikmyndum, sjónvarpsefni og auglýsingum, en hér sést vel hvernig sömu kynbundnu fordómar og staðalímyndir hafa neikvæð áhrif á daglegt líf og störf kvenna alls staðar í þjóðfélaginu. Fyrir utan þá almennu niðurlægingu og ógeðfelldu skilaboð sem þetta felur í sér, þá hefur ítrekuð uppstilling kvenna sem viðfang til áhorfs eða kaups einnig styrkjandi áhrif á þá hugmynd að konur séu hlutlaust leikfang eða eign karlmanna. Jafnvel þótt ábyrgðin á kynferðislegu ofbeldi og áreitni sé ætíð skilyrðislaust hjá geranda, þá má auðveldlega sjá hvernig markaðsvædd hlutgerving kvenlíkamans stuðlar að því slík framkoma í garð kvenna þyki sjálfsögð og eðlileg. Fjölmargar athugasemdir kvenna á Facebook-síðunni Kynlegar athugasemdir, þar sem reynsla Sesselju og Brynju var fyrst gerð að umtalsefni, gefa skýrt til kynna hversu útbreitt það er að konur í afgreiðslu- og þjónustustörfum verði fyrir kynferðislegri áreitni. Óumbeðin kyngerving og söluvæðing kvenlíkamans í vinnunni skapar óþægandi sem ættu með réttu að falla undir vinnuvernd. Íhaldssöm kynhlutverk birtast oft ómeðvitað, bæði hjá körlum og konum. Það er mikilvægt að benda á það, þegar slíkum hlutverkum er viðhaldið í daglegu lífi, jafnvel þótt enginn slæmur ásetningur búi að baki. Það er skylda allra, og sér í lagi þeirra sem bera ábyrgð sem yfirmenn, kennarar eða fyrirmyndir, að vera vakandi fyrir slíkum ábendingum og taka þeim vel. Með því að segja starfsmönnunum upp störfum hafa yfirmenn Sambíóanna ekki aðeins brugðist þeirri skyldu, heldur misnotað vald sitt sem atvinnurekendur á sérstaklega lúalegan og yfirdrifinn hátt. Samkvæmt fréttum leituðu Sesselja og Brynja þegar til verkalýðsfélags síns, en var þar tjáð að hlægilegt yfirvarp Sambíóanna um „skipulagsbreytingar“ dygði til réttlætingar á uppsögninni. Þetta sýnir hve varnalaus almenningur er gagnvart yfirmönnum og eigendum þegar kemur að starfsöryggi, og um leið máttleysi stofnanavæddra verkalýðsfélaga til að gera nokkuð í málum. Nýlegt dæmi um sams konar varnar- og öryggisleysi var þegar fiskvinnslustöð Vísis var fyrirvaralaust lokað á Húsavík og fleiri stöðum á landsbyggðinni. Hefði lýðræðisleg ákvörðun verið tekin innan fyrirtækisins þar sem rödd starfsfólks hefði haft eðlilegt vægi, þá hefði aldrei komið til þeirrar lokunar. Eins má leiða líkum að því, að á vinnustað Sesselju og Brynju hefði einfalt starfsmannalýðræði stuðlað að því að ábendingu þeirra hefði verið vel tekið og viðeigandi breytingar gerðar til að færa hluti í nútímalegra horf. Slíkt hefði ekki þurft að vera flókið í framkvæmd í þessu tilfelli. En í núverandi fyrirkomulagi geta yfirmenn og eigendur ekki aðeins sniðgengið sanngjarnar tillögur um aukið öryggi og jafnrétti á vinnustaðnum, heldur geta þeir beitt geðþóttavaldi og ofríki til að þagga niður í starfsfólki að vild. Saga Sesselju og Brynju – sem er vafalaust ekki lokið og gæti átt eftir að kosta Sambíóin meira en tvo góða starfskrafta – minnir á þá sérstöku kúgun sem mætir þeim sem tilheyra tveimur eða fleiri undirokuðum hópum í samfélaginu. Konur í láglaunastörfum eru arðrændar af auðvaldseigendum og í undirokaðri stöðu gagnvart þeim eins og annað launafólk, en um leið eru þær í enn erfiðari stöðu innan samfélags þar sem konum er kerfisbundið mismunað. Þessi samþættun ólíkra kúgunarkerfa hefur á ensku verið kölluð „intersectionality“ og mér vitanlega er ekki til viðtekin íslensk þýðing á því orði. Ég geri að tillögu minni að héðan í frá verði samþætt kúgun karlaveldis og auðvalds nefnd sam-kúgun, Sam-bíóunum til heiðurs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Sjá meira
Í síðustu viku fengu þær Sesselja Þrastardóttir og Brynja Sif Sigurjónsdóttir að kenna á illvígum samtakamætti stéttakúgunar og karlaveldis. Eftir að hafa tjáð sig á Facebook um fyrirkomulag á vinnustaðnum þeirra sem fól í sér lítillækkandi framkomu við kvenkyns starfsfólk, var þeim fyrirvaralaust sagt upp störfum. Framganga vinnuveitandans, Sambíóanna, við starfsmennina tvo er í senn staðfesting á kynbundu misrétti í karlaveldi, og til vitnis um þá misnotkun á valdi sem atvinnurekendur komast upp með í auðvaldssamfélagi. Þeir tilteknu starfshættir í Sambíóunum í Álfabakka sem starfsmennirnir gagnrýndu eru, til að byrja með, lýsandi dæmi um söluvæðingu og hlutgervingu kvenlíkamans. Samkvæmt því sem fram kom í máli Sesselju og Brynju, ætlaðist yfirmaður bíósins til þess að kvenkyns starfsfólki væri sérstaklega stillt upp til afgreiðslu í sjoppunni, til að hún „liti betur út“, á meðan karlar hefðu önnur verk með höndum. Þannig staðfesti yfirmaðurinn þá útbreiddu hugmynd að hlutverk kvenlíkamans, og þar með kvenna, sé einkum að ganga í augun á karlmönnum. Sams konar markaðsvæðing og ýkt kyngerving kvenlíkamans er vel þekkt í vændi, klámi, kvikmyndum, sjónvarpsefni og auglýsingum, en hér sést vel hvernig sömu kynbundnu fordómar og staðalímyndir hafa neikvæð áhrif á daglegt líf og störf kvenna alls staðar í þjóðfélaginu. Fyrir utan þá almennu niðurlægingu og ógeðfelldu skilaboð sem þetta felur í sér, þá hefur ítrekuð uppstilling kvenna sem viðfang til áhorfs eða kaups einnig styrkjandi áhrif á þá hugmynd að konur séu hlutlaust leikfang eða eign karlmanna. Jafnvel þótt ábyrgðin á kynferðislegu ofbeldi og áreitni sé ætíð skilyrðislaust hjá geranda, þá má auðveldlega sjá hvernig markaðsvædd hlutgerving kvenlíkamans stuðlar að því slík framkoma í garð kvenna þyki sjálfsögð og eðlileg. Fjölmargar athugasemdir kvenna á Facebook-síðunni Kynlegar athugasemdir, þar sem reynsla Sesselju og Brynju var fyrst gerð að umtalsefni, gefa skýrt til kynna hversu útbreitt það er að konur í afgreiðslu- og þjónustustörfum verði fyrir kynferðislegri áreitni. Óumbeðin kyngerving og söluvæðing kvenlíkamans í vinnunni skapar óþægandi sem ættu með réttu að falla undir vinnuvernd. Íhaldssöm kynhlutverk birtast oft ómeðvitað, bæði hjá körlum og konum. Það er mikilvægt að benda á það, þegar slíkum hlutverkum er viðhaldið í daglegu lífi, jafnvel þótt enginn slæmur ásetningur búi að baki. Það er skylda allra, og sér í lagi þeirra sem bera ábyrgð sem yfirmenn, kennarar eða fyrirmyndir, að vera vakandi fyrir slíkum ábendingum og taka þeim vel. Með því að segja starfsmönnunum upp störfum hafa yfirmenn Sambíóanna ekki aðeins brugðist þeirri skyldu, heldur misnotað vald sitt sem atvinnurekendur á sérstaklega lúalegan og yfirdrifinn hátt. Samkvæmt fréttum leituðu Sesselja og Brynja þegar til verkalýðsfélags síns, en var þar tjáð að hlægilegt yfirvarp Sambíóanna um „skipulagsbreytingar“ dygði til réttlætingar á uppsögninni. Þetta sýnir hve varnalaus almenningur er gagnvart yfirmönnum og eigendum þegar kemur að starfsöryggi, og um leið máttleysi stofnanavæddra verkalýðsfélaga til að gera nokkuð í málum. Nýlegt dæmi um sams konar varnar- og öryggisleysi var þegar fiskvinnslustöð Vísis var fyrirvaralaust lokað á Húsavík og fleiri stöðum á landsbyggðinni. Hefði lýðræðisleg ákvörðun verið tekin innan fyrirtækisins þar sem rödd starfsfólks hefði haft eðlilegt vægi, þá hefði aldrei komið til þeirrar lokunar. Eins má leiða líkum að því, að á vinnustað Sesselju og Brynju hefði einfalt starfsmannalýðræði stuðlað að því að ábendingu þeirra hefði verið vel tekið og viðeigandi breytingar gerðar til að færa hluti í nútímalegra horf. Slíkt hefði ekki þurft að vera flókið í framkvæmd í þessu tilfelli. En í núverandi fyrirkomulagi geta yfirmenn og eigendur ekki aðeins sniðgengið sanngjarnar tillögur um aukið öryggi og jafnrétti á vinnustaðnum, heldur geta þeir beitt geðþóttavaldi og ofríki til að þagga niður í starfsfólki að vild. Saga Sesselju og Brynju – sem er vafalaust ekki lokið og gæti átt eftir að kosta Sambíóin meira en tvo góða starfskrafta – minnir á þá sérstöku kúgun sem mætir þeim sem tilheyra tveimur eða fleiri undirokuðum hópum í samfélaginu. Konur í láglaunastörfum eru arðrændar af auðvaldseigendum og í undirokaðri stöðu gagnvart þeim eins og annað launafólk, en um leið eru þær í enn erfiðari stöðu innan samfélags þar sem konum er kerfisbundið mismunað. Þessi samþættun ólíkra kúgunarkerfa hefur á ensku verið kölluð „intersectionality“ og mér vitanlega er ekki til viðtekin íslensk þýðing á því orði. Ég geri að tillögu minni að héðan í frá verði samþætt kúgun karlaveldis og auðvalds nefnd sam-kúgun, Sam-bíóunum til heiðurs.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun