Innlent

Deildi upplýsingum um þolendur kynferðisofbeldis

vísir/daníel
Lögreglumaður sem vikið hefur verið frá störfum vegna gruns um að hafa misnotað aðstöðu sína til að afla gagna úr lögreglukerfi ríkislögreglustjóri, sótti upplýsingar um kvenkyns þolendur kynferðisofbeldis og deildi þeim í lokuðum hópi vina sinna á Facebook. Morgunblaðið greinir frá þessu.

Í umræddum hópi voru vinir lögreglumannsins, lögfræðingur og starfsmaður fjarskiptafyrirtæksins Nova, sem grunaðir eru um hlutdeild í broti lögreglumannsins. Hafi mennirnir síðan rætt um fórnarlömbin, oftar en ekki á óviðeigandi hátt. Mennirnir þrír voru handteknir skömmu fyrir páska.

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum annast rannsókn málsins.

Starfsmanni Nova, einn þeirra sem á í hlutdeild í málinu, var vikið frá störfum í síðustu viku vegna gruns um að hafa misnotað aðstöðu sína hjá fyrirtækinu. Er hann grunaður um að hafa farið í fjarskiptagögn Nova og er rannsókn hafin hjá lögreglu.

Í tilkynningu frá ríkissaksóknara segir að embættið hafi mál lögreglumannsins til rannsóknar á grundvelli lögreglulaga en sú rannsókn lýtur einkum að ætluðum brotum á ákvæðum almennra hegningarlaga um brot í opinberu starfi. Rannsókn lögreglu á hinum mönnunum tveimur lýtur að brotum á fjarskiptalögum. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum aðstoðar við rannsókn málsins.


Tengdar fréttir

Lögreglumaður, lögmaður og símamaður handteknir

Þrír eru til rannsóknar grunaðir um að hafa haft undir höndum viðkvæm trúnaðargögn. Gögnin komu meðal annars úr málaskrá lögreglu og frá gagnasafni Nova. Starfsmanni Nova hefur verið sagt upp vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×