Erlent

Þrjátíu og einn lét lífið í Odessa

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Mótmæli í Odessa í dag.
Mótmæli í Odessa í dag. vísir/afp
Að minnsta kosti 31 lífið þegar kveikt var í stjórnarbyggingu í hafnarborginni Odessa í suðvesturhluta Úkraínu í dag. BBC greinir frá. Nokkrir létu lífið þegar þeir stukku út um glugga en talið er að flestir hafi látist úr reykeitrun. Gríðarleg mótmæli hafa geisað í Úkraínu upp á síðkastið og  féllu fjölmargir í átökum mótmælanna í dag.

Aðskilnaðarsinnar höfðu náð stjórnarbyggingunni á sitt vald, en eldsupptök eru ókunn, að sögn lögregluyfirvalda.

Átökin hafa farið harðnandi og sagði Alexander Turchinov í dag að aðgerðir gengu hægar en vonast hefði verið til.

Boðað hefur verið til neyðarfundar í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×