ESB tillagan dormar í utanríkismálanefnd Heimir Már Pétursson skrifar 2. maí 2014 19:12 Örlög evrópumálanna ráða miklu um það hvort Alþingi ljúki með ófriði eða samningum en ekkert samkomulag er komið um lok vorþings. Evrópumálin voru ekki á dagskrá utanríkismálanefndar í morgun en aðeins tvær vikur eru eftir af þingstörfum. Það var fremur rólegt yfir þingstörfum í dag og alla jafna örfáir þingmenn í þingsal. Hvort það er lognið á undan storminum eins og oft er fyrir þinglok skal ósagt látið en formenn stjórnmálaflokkanna funduðu með forseta Alþingis síðdegis til að reyna að ná samkomulagi um þinglok. Stærsti ásteitingarsteinninn milli stjórnar og stjórnarandstöðu um afgreiðslu mála fyrir lok yfirstandandi þings er um hvernig evrópumálin verða afgreidd, en þrjár tillögur þar af lútandi eru nú til umfjöllunar í utanríkismálanefnd. Ekkert samkomulag náðist á fundi formanna með forseta í dag, en þingmenn hafa tekið tíma til að ræða frumvarp um breytingar á sýslumannsembættum í dag. Næsta mál á dagskrá var síðan frumvarp fjármálaráðherra um lækkun gjalda ýmis konar í tengslum við gerð kjarasamninga, sem ekki komst til umræðu.Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra og fulltrúi í utanríkismálanefnd segir evrópumálin ekki hafa verið rædd í nefndinni í morgun. „Ekki að öðru leyti en því að ég spurðist fyrir um það í morgun hvort það væri von á því að tekin yrði um það umræða í nefndinni. Það liggur ekki ljóst fyrir og satt að segja sýnist mér að stjórnarliðum sé annara um öll önnur mál heldur en það mál. Það er greinilega ekki talið mjög brýnt að taka það fyrir í nefndinni,“ segir Össur. Öruggt þykir að tillaga utanríkisráðherra um slit aðildarviðræðna fari ekki óbreytt út úr nefndinni og þá helst búist við að samkomulag náist um útfærslu á tillögu Vinstri grænna sem felur í sér áframhaldandi hlé á viðræðum og þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir lok kjörtímabilsins. En ef tillaga ráðherra sofnar í nefnd þyrfti að leggja málið aftur fyrir á haustþingi. „En mér sýnist allt stefna í það eins og staðan er í dag að það sé þegjandi samkomulag millum stjórnarflokkanna að láta það svona síga út og sofna og ég get ekki sagt að ég geri stóran ágreining um það,“ segir Össur. Ef það gerist má reikna með að afgreiðsla annarra mála gangi tiltölulega hratt fyrir sig og þingstörfum ljúki með nokkuð friðsamlegum hætti. Mest lesið Eldgos er hafið Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Innlent Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Innlent Fleiri fréttir Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Eldgos er hafið Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar „Lærið af mistökum okkar!“ Sjá meira
Örlög evrópumálanna ráða miklu um það hvort Alþingi ljúki með ófriði eða samningum en ekkert samkomulag er komið um lok vorþings. Evrópumálin voru ekki á dagskrá utanríkismálanefndar í morgun en aðeins tvær vikur eru eftir af þingstörfum. Það var fremur rólegt yfir þingstörfum í dag og alla jafna örfáir þingmenn í þingsal. Hvort það er lognið á undan storminum eins og oft er fyrir þinglok skal ósagt látið en formenn stjórnmálaflokkanna funduðu með forseta Alþingis síðdegis til að reyna að ná samkomulagi um þinglok. Stærsti ásteitingarsteinninn milli stjórnar og stjórnarandstöðu um afgreiðslu mála fyrir lok yfirstandandi þings er um hvernig evrópumálin verða afgreidd, en þrjár tillögur þar af lútandi eru nú til umfjöllunar í utanríkismálanefnd. Ekkert samkomulag náðist á fundi formanna með forseta í dag, en þingmenn hafa tekið tíma til að ræða frumvarp um breytingar á sýslumannsembættum í dag. Næsta mál á dagskrá var síðan frumvarp fjármálaráðherra um lækkun gjalda ýmis konar í tengslum við gerð kjarasamninga, sem ekki komst til umræðu.Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra og fulltrúi í utanríkismálanefnd segir evrópumálin ekki hafa verið rædd í nefndinni í morgun. „Ekki að öðru leyti en því að ég spurðist fyrir um það í morgun hvort það væri von á því að tekin yrði um það umræða í nefndinni. Það liggur ekki ljóst fyrir og satt að segja sýnist mér að stjórnarliðum sé annara um öll önnur mál heldur en það mál. Það er greinilega ekki talið mjög brýnt að taka það fyrir í nefndinni,“ segir Össur. Öruggt þykir að tillaga utanríkisráðherra um slit aðildarviðræðna fari ekki óbreytt út úr nefndinni og þá helst búist við að samkomulag náist um útfærslu á tillögu Vinstri grænna sem felur í sér áframhaldandi hlé á viðræðum og þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir lok kjörtímabilsins. En ef tillaga ráðherra sofnar í nefnd þyrfti að leggja málið aftur fyrir á haustþingi. „En mér sýnist allt stefna í það eins og staðan er í dag að það sé þegjandi samkomulag millum stjórnarflokkanna að láta það svona síga út og sofna og ég get ekki sagt að ég geri stóran ágreining um það,“ segir Össur. Ef það gerist má reikna með að afgreiðsla annarra mála gangi tiltölulega hratt fyrir sig og þingstörfum ljúki með nokkuð friðsamlegum hætti.
Mest lesið Eldgos er hafið Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Innlent Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Innlent Fleiri fréttir Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Eldgos er hafið Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar „Lærið af mistökum okkar!“ Sjá meira