Katee Sackhoff í nýjum leik CCP Samúel Karl Ólason skrifar 2. maí 2014 15:16 Katee Sackhoff í hlutverki flugmannsins Rán. Vísir/CCP Leikkonan Katee Sackhoff, sem margir hverjir ættu að kannast við úr þáttunum Battlestar Galactica þar sem hún lék flugmanninn Starbuck, mun leika í aðalhlutverkið í leiknum EVE: Valkyrie. Þar mun hún ljá flugmanninum Rán rödd sína, en leikurinn byggir á sýndarveruleika, sem lætur leikmönnum líða eins og þeir sitji í raun við stjórnvölin á geimskipum. Þetta var kynnt á EVE: Fanfest í gærkvöldi. „Þegar ég spilaði EVE: Valkyrie fyrst vissi ég að ég yrði að yrði að taka þátt,“ segir Sackhoff í tilkynningu frá CCP. „Þrátt fyrir þau hlutverk sem ég hef leikið, er þetta það næsta sem ég hef komist því að vera raunverulegur flugmaður geimskips.“ „Katee er fullkominn leikari til leika Rán,“ segir Owen O´Brien hjá CCP. „Hún hefur bæði mikla reynslu af því að gefa sterkum kvenkarakterum líf og ég var mjög ánægður með að sjá að hún var spennt og hafði áhuga á að taka þátt í þessu, eftir að hún spilaði Valkyrie fyrst.“ Kveðju sem Katee sendi gestum á Fanfest hátíðinni má sjá hér að neðan, en leikkonan er mjög frökk í kveðjunni og segist meðal annars ætla að vera á fanfestinu á næsta ári.Mynd/CCP/Vince TrupsinEinnig var nýtt verkefni CCP kynnt. Project Legion heitir leikurinn og hann byggir að mörgu leyti á Playstation 3 leik CCP, Dust 514. Nýi leikurinn mun koma út fyrir PC tölvur og verður fjölspilunarskotleikur. Frekari upplýsingar má sjá á heimasíðu CCP. Leikjavísir Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Leikkonan Katee Sackhoff, sem margir hverjir ættu að kannast við úr þáttunum Battlestar Galactica þar sem hún lék flugmanninn Starbuck, mun leika í aðalhlutverkið í leiknum EVE: Valkyrie. Þar mun hún ljá flugmanninum Rán rödd sína, en leikurinn byggir á sýndarveruleika, sem lætur leikmönnum líða eins og þeir sitji í raun við stjórnvölin á geimskipum. Þetta var kynnt á EVE: Fanfest í gærkvöldi. „Þegar ég spilaði EVE: Valkyrie fyrst vissi ég að ég yrði að yrði að taka þátt,“ segir Sackhoff í tilkynningu frá CCP. „Þrátt fyrir þau hlutverk sem ég hef leikið, er þetta það næsta sem ég hef komist því að vera raunverulegur flugmaður geimskips.“ „Katee er fullkominn leikari til leika Rán,“ segir Owen O´Brien hjá CCP. „Hún hefur bæði mikla reynslu af því að gefa sterkum kvenkarakterum líf og ég var mjög ánægður með að sjá að hún var spennt og hafði áhuga á að taka þátt í þessu, eftir að hún spilaði Valkyrie fyrst.“ Kveðju sem Katee sendi gestum á Fanfest hátíðinni má sjá hér að neðan, en leikkonan er mjög frökk í kveðjunni og segist meðal annars ætla að vera á fanfestinu á næsta ári.Mynd/CCP/Vince TrupsinEinnig var nýtt verkefni CCP kynnt. Project Legion heitir leikurinn og hann byggir að mörgu leyti á Playstation 3 leik CCP, Dust 514. Nýi leikurinn mun koma út fyrir PC tölvur og verður fjölspilunarskotleikur. Frekari upplýsingar má sjá á heimasíðu CCP.
Leikjavísir Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira