Fáfnir með sex milljarða samning á Svalbarða Kristján Már Unnarsson skrifar 19. maí 2014 19:15 Varðskipið Týr er komið til Svalbarða til eftirlits- og björgunarstarfa við eyjarnar. Tíu ára þjónustusamningur Fáfnis Offshore við sýslumann Svalbarða skilar sex milljarða króna gjaldeyristekjum í þjóðarbúið. Sýslumaðurinn á Svalbarða tók á móti Tý þegar hann kom til hafnar á Longyearbyen fyrir helgi en Fáfnir Offshore leigir varðskipið næstu fimm mánuði af Landhelgisgæslunni eða þar til félagið fær afhent skipið Polarsyssel, sem sjósett var í Tyrklandi fyrir tveimur mánuðum. Norskir löggæslumenn verða í áhöfn ásamt Íslendingum til að annast gæslu- og björgunarstörf sem og ýmis þjónustuverkefni við Svalbarða.Sýslumaðurinn á Svalbarða, Odd Olsen Ingerø, tók á móti Tý.Sýslumaðurinn Svalbarða/Margrete N.S. Keyser.Samningurinn gefur Fáfni í aðra hönd um 100 milljónir króna á mánuði, sex mánuði í senn næstu tíu árin, eða samtals sex milljarða króna, og borgar þannig upp dýrasta skip Íslendinga. Auk þess greiða Norðmenn olíuna.Steingrímur Erlingsson, framkvæmdastjóri Fáfnis.Stöð2/Raggi.Fáfnir Offshore hyggur á enn frekari umsvif. Steingrímur Erlingsson framkvæmdastjóri segir félagið búið að festa kaup á öðru skipi, sem verði afhent í júlí á næsta ári, og félagið eigi auk þess kauprétt að þriðja skipinu. Þau eru sérsmíðuð til þjónustu við olíuiðnað á heimskautasvæðum en Steingrímur segir Fáfni veðja á Norðurslóðir. Nánar má fræðast um málið í fréttum Stöðvar 2 þar sem rætt var við Steingrím. Tengdar fréttir Nýtt skip Fáfnis Offshore kostar á sjöunda milljarð Skipið verður tæpir 90 metrar á lengd, 19,6 metrar á breidd og getur náð 15 hnúta hraða. 15. apríl 2014 21:59 Tækifæri Norðurslóða sigla framhjá Íslandi Dýrasta skip Íslendinga, sem verið er að smíða til að þjóna Norðurslóðum, mun að óbreyttu ekki fá heimahöfn á Íslandi. 21. janúar 2014 18:45 Dýrasta skip Íslandssögunnar sjósett í gær Skipið er sérútbúið til að þjónusta olíuiðnaðinn í norðurhöfum, ekki síst til birgðaflutninga til og frá olíuborpöllum, er með þyrlupall og 850 fermetra þilfar. 2. mars 2014 15:51 Dýrasta skip Íslendinga smíðað fyrir olíuborpalla Tilkynnt var í dag um smíði á fyrsta sérhæfða skipi Íslendinga til að þjónusta olíuborpalla. Þetta er jafnframt dýrasta skip sem íslenskt fyrirtæki hefur keypt. Skipið verður smíðað í Noregi, kostar 7,3 milljarða króna. og verður afhent nýju íslensku félagi, Fáfni offshore, í júlí á næsta ári. Aðaleigandi þess er Steingrímur Erlingsson en heimahöfn skipsins verður í Fjarðabyggð. Skipið er sérhæft til að flytja borstangir og annan varning til olíuborpalla en Færeyingar eru meðal þeirra sem komið hfa sér upp flota slíkra þjónustuskipa á undanförnum árum. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra tilkynnti um smíðasamninginn á fundi í Fosnavaag í Noregi í dag. Í tilkynningu utanríkisráðuneytisins kemur fram að þetta sé dýrasta skip sem íslenskt fyrirtæki hafi keypt og er haft eftir ráðherranum að smíði þess marki tímamót í iðnaðarsögu Íslendinga. Skipið er sérstaklega byggt og styrkt fyrir aðstæður í Norður-Íshafi og verður tæplega 90 metra langt. Á því verður m.a. þyrlupallur og sérstakur eldvarnar- og hreinsibúnaður ef óhapp verður. 20. mars 2013 19:29 Týr málaður rauður Varðskipið Týr er nú í slipp á Akureyri og hefur verið málað rautt vegna leiguverkefnis sem mun hefjast frá byrjun maí næstkomandi. 5. mars 2014 11:23 Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira
Varðskipið Týr er komið til Svalbarða til eftirlits- og björgunarstarfa við eyjarnar. Tíu ára þjónustusamningur Fáfnis Offshore við sýslumann Svalbarða skilar sex milljarða króna gjaldeyristekjum í þjóðarbúið. Sýslumaðurinn á Svalbarða tók á móti Tý þegar hann kom til hafnar á Longyearbyen fyrir helgi en Fáfnir Offshore leigir varðskipið næstu fimm mánuði af Landhelgisgæslunni eða þar til félagið fær afhent skipið Polarsyssel, sem sjósett var í Tyrklandi fyrir tveimur mánuðum. Norskir löggæslumenn verða í áhöfn ásamt Íslendingum til að annast gæslu- og björgunarstörf sem og ýmis þjónustuverkefni við Svalbarða.Sýslumaðurinn á Svalbarða, Odd Olsen Ingerø, tók á móti Tý.Sýslumaðurinn Svalbarða/Margrete N.S. Keyser.Samningurinn gefur Fáfni í aðra hönd um 100 milljónir króna á mánuði, sex mánuði í senn næstu tíu árin, eða samtals sex milljarða króna, og borgar þannig upp dýrasta skip Íslendinga. Auk þess greiða Norðmenn olíuna.Steingrímur Erlingsson, framkvæmdastjóri Fáfnis.Stöð2/Raggi.Fáfnir Offshore hyggur á enn frekari umsvif. Steingrímur Erlingsson framkvæmdastjóri segir félagið búið að festa kaup á öðru skipi, sem verði afhent í júlí á næsta ári, og félagið eigi auk þess kauprétt að þriðja skipinu. Þau eru sérsmíðuð til þjónustu við olíuiðnað á heimskautasvæðum en Steingrímur segir Fáfni veðja á Norðurslóðir. Nánar má fræðast um málið í fréttum Stöðvar 2 þar sem rætt var við Steingrím.
Tengdar fréttir Nýtt skip Fáfnis Offshore kostar á sjöunda milljarð Skipið verður tæpir 90 metrar á lengd, 19,6 metrar á breidd og getur náð 15 hnúta hraða. 15. apríl 2014 21:59 Tækifæri Norðurslóða sigla framhjá Íslandi Dýrasta skip Íslendinga, sem verið er að smíða til að þjóna Norðurslóðum, mun að óbreyttu ekki fá heimahöfn á Íslandi. 21. janúar 2014 18:45 Dýrasta skip Íslandssögunnar sjósett í gær Skipið er sérútbúið til að þjónusta olíuiðnaðinn í norðurhöfum, ekki síst til birgðaflutninga til og frá olíuborpöllum, er með þyrlupall og 850 fermetra þilfar. 2. mars 2014 15:51 Dýrasta skip Íslendinga smíðað fyrir olíuborpalla Tilkynnt var í dag um smíði á fyrsta sérhæfða skipi Íslendinga til að þjónusta olíuborpalla. Þetta er jafnframt dýrasta skip sem íslenskt fyrirtæki hefur keypt. Skipið verður smíðað í Noregi, kostar 7,3 milljarða króna. og verður afhent nýju íslensku félagi, Fáfni offshore, í júlí á næsta ári. Aðaleigandi þess er Steingrímur Erlingsson en heimahöfn skipsins verður í Fjarðabyggð. Skipið er sérhæft til að flytja borstangir og annan varning til olíuborpalla en Færeyingar eru meðal þeirra sem komið hfa sér upp flota slíkra þjónustuskipa á undanförnum árum. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra tilkynnti um smíðasamninginn á fundi í Fosnavaag í Noregi í dag. Í tilkynningu utanríkisráðuneytisins kemur fram að þetta sé dýrasta skip sem íslenskt fyrirtæki hafi keypt og er haft eftir ráðherranum að smíði þess marki tímamót í iðnaðarsögu Íslendinga. Skipið er sérstaklega byggt og styrkt fyrir aðstæður í Norður-Íshafi og verður tæplega 90 metra langt. Á því verður m.a. þyrlupallur og sérstakur eldvarnar- og hreinsibúnaður ef óhapp verður. 20. mars 2013 19:29 Týr málaður rauður Varðskipið Týr er nú í slipp á Akureyri og hefur verið málað rautt vegna leiguverkefnis sem mun hefjast frá byrjun maí næstkomandi. 5. mars 2014 11:23 Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira
Nýtt skip Fáfnis Offshore kostar á sjöunda milljarð Skipið verður tæpir 90 metrar á lengd, 19,6 metrar á breidd og getur náð 15 hnúta hraða. 15. apríl 2014 21:59
Tækifæri Norðurslóða sigla framhjá Íslandi Dýrasta skip Íslendinga, sem verið er að smíða til að þjóna Norðurslóðum, mun að óbreyttu ekki fá heimahöfn á Íslandi. 21. janúar 2014 18:45
Dýrasta skip Íslandssögunnar sjósett í gær Skipið er sérútbúið til að þjónusta olíuiðnaðinn í norðurhöfum, ekki síst til birgðaflutninga til og frá olíuborpöllum, er með þyrlupall og 850 fermetra þilfar. 2. mars 2014 15:51
Dýrasta skip Íslendinga smíðað fyrir olíuborpalla Tilkynnt var í dag um smíði á fyrsta sérhæfða skipi Íslendinga til að þjónusta olíuborpalla. Þetta er jafnframt dýrasta skip sem íslenskt fyrirtæki hefur keypt. Skipið verður smíðað í Noregi, kostar 7,3 milljarða króna. og verður afhent nýju íslensku félagi, Fáfni offshore, í júlí á næsta ári. Aðaleigandi þess er Steingrímur Erlingsson en heimahöfn skipsins verður í Fjarðabyggð. Skipið er sérhæft til að flytja borstangir og annan varning til olíuborpalla en Færeyingar eru meðal þeirra sem komið hfa sér upp flota slíkra þjónustuskipa á undanförnum árum. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra tilkynnti um smíðasamninginn á fundi í Fosnavaag í Noregi í dag. Í tilkynningu utanríkisráðuneytisins kemur fram að þetta sé dýrasta skip sem íslenskt fyrirtæki hafi keypt og er haft eftir ráðherranum að smíði þess marki tímamót í iðnaðarsögu Íslendinga. Skipið er sérstaklega byggt og styrkt fyrir aðstæður í Norður-Íshafi og verður tæplega 90 metra langt. Á því verður m.a. þyrlupallur og sérstakur eldvarnar- og hreinsibúnaður ef óhapp verður. 20. mars 2013 19:29
Týr málaður rauður Varðskipið Týr er nú í slipp á Akureyri og hefur verið málað rautt vegna leiguverkefnis sem mun hefjast frá byrjun maí næstkomandi. 5. mars 2014 11:23