Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Valur - Fram 5-3 Kristinn Páll Teitsson á Vodafonevellinum skrifar 19. maí 2014 16:44 Bjarni Ólafur skorar mark sitt í kvöld. vísir/valli Óhætt er að segja að áhorfendur á Vodafone vellinum hafi fengið nóg fyrir peninginn í 5-3 sigri Vals gegn Fram í Pepsi deildinni í kvöld. Liðin voru jöfn á öllum sviðum fyrir leik kvöldsins. Eftir þrjá leiki höfðu liðin gert eitt jafntefli, tapað einum og unnið einn leik. Í þessum leikjum höfðu liðin skorað þrjú mörk en fengið önnur þrjú á sig.Patrick Pedersen sem gekk til liðs við Val á lokadegi félagsskiptagluggans var kominn í byrjunarliðið og hann átti eftir að láta til sín taka. Hann skoraði fyrsta mark leiksins með snyrtilegu skoti úr vítateignum eftir sendingu Kristins Inga Halldórssonar eftir aðeins tíu mínútna leik.Ósvald Jarl Traustason jafnaði metin skömmu síðar eftir klaufagang í vörn heimamanna. Ósvald var fyrstur að átta sig á slöku skoti Ingibergs Ólafs Jónssonar og renndi boltanum í gegnum klof Fjalars Þorgeirssonar í marki Vals. Bjarni Ólafur Eiríksson kom Valsmönnum aftur yfir stuttu seinna eftir frábæra skyndisókn þegar hann lyfti boltanum snyrtilega yfir Ögmund Kristinsson í marki Fram. Gestirnir úr Safamýrinni jöfnuðu metin skömmu fyrir lok hálfleiksins með afar skrautlegu marki. Fjalar greip fyrirgjöf en er hann lenti virtist hann slá boltanum í Hafstein Briem og þaðan í netið. Áhorfendur voru enn að átta sig á stöðunni þegar Valsmenn komust yfir á ný. Pedersen skoraði annað mark sitt í leiknum aðeins tveimur mínútum seinna. Þá fylgdi Daninn eftir skoti landa síns, Mads Lennarts Nielsen og ýtti boltanum yfir línuna skömmu fyrir leikhlé. Þrátt fyrir að spilamennskan hafi sem slík ekki verið neitt sérstök í fyrri hálfleik gengu liðin til hálfleiks í stöðunni 3-2. Eitthvað virtust þjálfararnir hafa lesið yfir mönnum pistilinn hvað varðar varnarleikinn því í upphafi seinni hálfleiks var jafnræði með liðunum og gekk báðum liðum illa að skapa færi. Eftir tuttugu mínútna leik í seinni hálfleik gengu Valsmenn langt með að klára leikinn. Kristinn Freyr Sigurðsson átti þá fyrirgjöf á fjærstöng sem Einar Bjarni Ómarsson, varnarmaður Framara reyndi að hreinsa en endaði á því að fara af bringunni á Kristni Inga og í netið. Indriði Áki Þorláksson tryggði stigin þrjú eftir góða skyndisókn þegar skammt var til leiksloka. Sigurður Egill Lárusson átti stungusendingu inn fyrir vörn Fram og Indriði kláraði færið listavel. Hafsteinn klóraði í bakkann fyrir gestina á lokamínútu venjulegs leiktíma en lengra komust þeir bláklæddu ekki og flautaði góður dómari leiksins, Kristinn Jakobsson, leikinn af stuttu síðar. Valsmenn geta verið ánægðir með stigin þrjú í kvöld þrátt fyrir að hafa fengið á sig þrjú mörk á heimavelli. Mörkin sem Valsmenn fengu á sig voru vægast sagt skrautleg og mátti auðveldlega koma í veg fyrir þau. Sóknarleikurinn var flottur og er ljóst að Valsmenn eru til alls líklegir ef Patrick Pedersen verður í stuði í sumar. Gestirnir hljóta hinsvegar að vera svekktir með að tapa leiknum þrátt fyrir að hafa skorað þrjú mörk. Valsmenn voru gríðarlega hættulegir í öllum skyndisóknum og gekk varnarmönnum Fram illa að ráða við hraða sóknarlínu Vals í leiknum. Magnús: Meiri gæði í okkar mörkum„Ég er gríðarlega ánægður með sigurinn. Við erum búnir að spila ágætlega í upphafi móts en það vantaði sigra,“ sagði Magnús Gylfason, þjálfari Vals, ánægður í samtali eftir leik. „Ég hefði gefið lélega spilamennsku fyrir sigur í dag en mér fannst allt liðið spila ágætlega í dag. Við spiluðum ágætlega gegn Keflavík og Fjölni en fengum ekki stigin en sem betur fer fengum við stigin þrjú í kvöld.“ Mörkin í dag voru mörg hver í ódýrari kantinum. „Það hefði mátt koma í veg fyrir þeirra mörk, ég þarf að kíkja betur á þetta. Mér fannst aðeins meiri gæði á bak við okkar mörk, örlítið meira spil í þeim. Annað markið er gott dæmi, gott spil sem endar á því að vinstri bakvörðurinn vippar yfir markmanninn.“ „Við ráðum yfir heilmiklum hraða og við reyndum að nýta okkur það í dag með að spila fyrir aftan varnarlínuna. Við þurfum að laga heildar varnarleikinn í liðinu, það er ekki gott að fá á sig þrjú mörk en auðvitað frábært að skora fimm.“ Patrick Pedersen kom sterkur inn í Valsliðið í dag og var besti maður vallarins. „Við vissum hvað hann getur, við sáum það í fyrra og vonandi heldur hann þessu áfram. Hann átti virkilega góðan leik, skoraði tvö mörk og vonandi getur hann haldið þessu áfram.“ Maggi var ánægður að vera kominn aftur á grasið á Vodafone vellinum. „Það er gott að vera kominn aftur, þetta er glæsilegur völlur sem er að koma til og er í þokkalegu standi. Þið sáuð það á leiknum í dag, hann er grænn og flottur,“ sagði Maggi að lokum. Bjarni: Refsuðu okkur við hvert tækifæri„Það var skemmtun í þessu fyrir áhorfendur en þetta er ekkert sérstaklega skemmtilegt fyrir okkur núna,“ sagði Bjarni Guðjónsson, þjálfari Fram, svekktur eftir leikinn. „Að skora þrjú mörk á útivelli á undir flestum kringumstæðum að tryggja okkur þrjú stig og þessvegna er þetta gríðarlega svekkjandi. Valsliðið er mjög sterkt og þeir refsuðu okkur við hvert tækifæri í kvöld,“ Þrátt fyrir að ekki væri mikið um færi í leiknum voru alls átta mörk skoruð í leiknum. „Þetta var vissulega mjög skrýtið, ég er sammála því að það voru ekki mörg færi í þessum leik. Þeir eru með fljóta kantmenn og komnir með frábæran framherja í Pedersen og þeir refsuðu okkur grimmilega í hvert skipti sem þeir fengu tækifæri til þess.“ „Við ætluðum að reyna að loka á þetta í leiknum en við gleymdum okkur. Í stöðunni 2-2 gleymum við okkur aðeins við að reyna að setja þriðja markið og fáum mark á okkur í staðin. Strákarnir sýndu karakter með að jafna tvisvar í fyrri hálfleik og vilja ná þriðja markinu en fjórða markið drap leikinn fyrir okkur,“ Bjarni var sammála að það mætti auðveldlega koma í veg fyrir mörkin sem þeir fengu á sig í dag. „Að mínu mati voru þetta öll klaufaleg mörk, við eigum að geta gert mun betur í þeim öllum. Ef þú ert að fá á þig mörk sérðu oft eitthvað sem þú getur gert betur,“ sagði Bjarni.vísir/vallivísir/valli Pepsi Max-deild karla Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Sjá meira
Óhætt er að segja að áhorfendur á Vodafone vellinum hafi fengið nóg fyrir peninginn í 5-3 sigri Vals gegn Fram í Pepsi deildinni í kvöld. Liðin voru jöfn á öllum sviðum fyrir leik kvöldsins. Eftir þrjá leiki höfðu liðin gert eitt jafntefli, tapað einum og unnið einn leik. Í þessum leikjum höfðu liðin skorað þrjú mörk en fengið önnur þrjú á sig.Patrick Pedersen sem gekk til liðs við Val á lokadegi félagsskiptagluggans var kominn í byrjunarliðið og hann átti eftir að láta til sín taka. Hann skoraði fyrsta mark leiksins með snyrtilegu skoti úr vítateignum eftir sendingu Kristins Inga Halldórssonar eftir aðeins tíu mínútna leik.Ósvald Jarl Traustason jafnaði metin skömmu síðar eftir klaufagang í vörn heimamanna. Ósvald var fyrstur að átta sig á slöku skoti Ingibergs Ólafs Jónssonar og renndi boltanum í gegnum klof Fjalars Þorgeirssonar í marki Vals. Bjarni Ólafur Eiríksson kom Valsmönnum aftur yfir stuttu seinna eftir frábæra skyndisókn þegar hann lyfti boltanum snyrtilega yfir Ögmund Kristinsson í marki Fram. Gestirnir úr Safamýrinni jöfnuðu metin skömmu fyrir lok hálfleiksins með afar skrautlegu marki. Fjalar greip fyrirgjöf en er hann lenti virtist hann slá boltanum í Hafstein Briem og þaðan í netið. Áhorfendur voru enn að átta sig á stöðunni þegar Valsmenn komust yfir á ný. Pedersen skoraði annað mark sitt í leiknum aðeins tveimur mínútum seinna. Þá fylgdi Daninn eftir skoti landa síns, Mads Lennarts Nielsen og ýtti boltanum yfir línuna skömmu fyrir leikhlé. Þrátt fyrir að spilamennskan hafi sem slík ekki verið neitt sérstök í fyrri hálfleik gengu liðin til hálfleiks í stöðunni 3-2. Eitthvað virtust þjálfararnir hafa lesið yfir mönnum pistilinn hvað varðar varnarleikinn því í upphafi seinni hálfleiks var jafnræði með liðunum og gekk báðum liðum illa að skapa færi. Eftir tuttugu mínútna leik í seinni hálfleik gengu Valsmenn langt með að klára leikinn. Kristinn Freyr Sigurðsson átti þá fyrirgjöf á fjærstöng sem Einar Bjarni Ómarsson, varnarmaður Framara reyndi að hreinsa en endaði á því að fara af bringunni á Kristni Inga og í netið. Indriði Áki Þorláksson tryggði stigin þrjú eftir góða skyndisókn þegar skammt var til leiksloka. Sigurður Egill Lárusson átti stungusendingu inn fyrir vörn Fram og Indriði kláraði færið listavel. Hafsteinn klóraði í bakkann fyrir gestina á lokamínútu venjulegs leiktíma en lengra komust þeir bláklæddu ekki og flautaði góður dómari leiksins, Kristinn Jakobsson, leikinn af stuttu síðar. Valsmenn geta verið ánægðir með stigin þrjú í kvöld þrátt fyrir að hafa fengið á sig þrjú mörk á heimavelli. Mörkin sem Valsmenn fengu á sig voru vægast sagt skrautleg og mátti auðveldlega koma í veg fyrir þau. Sóknarleikurinn var flottur og er ljóst að Valsmenn eru til alls líklegir ef Patrick Pedersen verður í stuði í sumar. Gestirnir hljóta hinsvegar að vera svekktir með að tapa leiknum þrátt fyrir að hafa skorað þrjú mörk. Valsmenn voru gríðarlega hættulegir í öllum skyndisóknum og gekk varnarmönnum Fram illa að ráða við hraða sóknarlínu Vals í leiknum. Magnús: Meiri gæði í okkar mörkum„Ég er gríðarlega ánægður með sigurinn. Við erum búnir að spila ágætlega í upphafi móts en það vantaði sigra,“ sagði Magnús Gylfason, þjálfari Vals, ánægður í samtali eftir leik. „Ég hefði gefið lélega spilamennsku fyrir sigur í dag en mér fannst allt liðið spila ágætlega í dag. Við spiluðum ágætlega gegn Keflavík og Fjölni en fengum ekki stigin en sem betur fer fengum við stigin þrjú í kvöld.“ Mörkin í dag voru mörg hver í ódýrari kantinum. „Það hefði mátt koma í veg fyrir þeirra mörk, ég þarf að kíkja betur á þetta. Mér fannst aðeins meiri gæði á bak við okkar mörk, örlítið meira spil í þeim. Annað markið er gott dæmi, gott spil sem endar á því að vinstri bakvörðurinn vippar yfir markmanninn.“ „Við ráðum yfir heilmiklum hraða og við reyndum að nýta okkur það í dag með að spila fyrir aftan varnarlínuna. Við þurfum að laga heildar varnarleikinn í liðinu, það er ekki gott að fá á sig þrjú mörk en auðvitað frábært að skora fimm.“ Patrick Pedersen kom sterkur inn í Valsliðið í dag og var besti maður vallarins. „Við vissum hvað hann getur, við sáum það í fyrra og vonandi heldur hann þessu áfram. Hann átti virkilega góðan leik, skoraði tvö mörk og vonandi getur hann haldið þessu áfram.“ Maggi var ánægður að vera kominn aftur á grasið á Vodafone vellinum. „Það er gott að vera kominn aftur, þetta er glæsilegur völlur sem er að koma til og er í þokkalegu standi. Þið sáuð það á leiknum í dag, hann er grænn og flottur,“ sagði Maggi að lokum. Bjarni: Refsuðu okkur við hvert tækifæri„Það var skemmtun í þessu fyrir áhorfendur en þetta er ekkert sérstaklega skemmtilegt fyrir okkur núna,“ sagði Bjarni Guðjónsson, þjálfari Fram, svekktur eftir leikinn. „Að skora þrjú mörk á útivelli á undir flestum kringumstæðum að tryggja okkur þrjú stig og þessvegna er þetta gríðarlega svekkjandi. Valsliðið er mjög sterkt og þeir refsuðu okkur við hvert tækifæri í kvöld,“ Þrátt fyrir að ekki væri mikið um færi í leiknum voru alls átta mörk skoruð í leiknum. „Þetta var vissulega mjög skrýtið, ég er sammála því að það voru ekki mörg færi í þessum leik. Þeir eru með fljóta kantmenn og komnir með frábæran framherja í Pedersen og þeir refsuðu okkur grimmilega í hvert skipti sem þeir fengu tækifæri til þess.“ „Við ætluðum að reyna að loka á þetta í leiknum en við gleymdum okkur. Í stöðunni 2-2 gleymum við okkur aðeins við að reyna að setja þriðja markið og fáum mark á okkur í staðin. Strákarnir sýndu karakter með að jafna tvisvar í fyrri hálfleik og vilja ná þriðja markinu en fjórða markið drap leikinn fyrir okkur,“ Bjarni var sammála að það mætti auðveldlega koma í veg fyrir mörkin sem þeir fengu á sig í dag. „Að mínu mati voru þetta öll klaufaleg mörk, við eigum að geta gert mun betur í þeim öllum. Ef þú ert að fá á þig mörk sérðu oft eitthvað sem þú getur gert betur,“ sagði Bjarni.vísir/vallivísir/valli
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Sjá meira