Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Víkingur - Fylkir 1-2 Guðmundur Marinó Ingvarsson í Laugardal skrifar 19. maí 2014 16:40 Úr leik liðanna í kvöld. vísir/valli Fylkir lagði Víking 2-1 á gervigrasinu í Laugardal í fjórðu umferð Pepsí deildar karla í fótbolta í kvöld. Fylkir var 1-0 yfir í hálfleik. Fyrri hálfleikur var mjög jafn. Víkingur byrjaði betur en eftir að Fylkir komst inn í leikinn náði liðið forystunni úr sínu fyrsta færi. Liðin fengu ekki mörg færi í fyrri hálfleik og fátt um fína drætti. Aron Elís Þrándarson kom inn á hjá Víkingi í hálfleik og hressti mjög upp á leik liðsins. Hann var arkitektinn þegar Pape Mamadou Faye jafnaði metin á 59. mínútu. Það tók Fylki aðeins tvær mínútur að komast yfir á ný eftir skelfileg mistök Ómars Friðrikssonar í vörn Víkings. Þessi mistök skildu á milli í lokin því þrátt fyrir fjölda færa tókst Víkingi ekki að jafna metin. Fylkir fékk líka færi til að bæta við mörkum en meira var ekki skorað. Fylkir hefur nú unnið tvo leiki í röð eftir að hafa verið án stiga eftir tvo fyrstu leikina og allt annað að sjá til liðsins. Fylkir lék ekki sinn besta leik en liðið barðist fyrir stigunum þremur. Víkingur átti skilið að fá eitthvað út úr leiknum en klaufaleg mistök urðu liðinu að falli í kvöld. Kristján: Stundum eru stigin ekkert sérstaklega fallegvísir/valli„Þetta var sannkallaður vinnusigur, þetta var Óla Þórðar sigur enda hefur hann verið með okkur áður,“ sagði Kristján Valdimarsson miðvörður Fylkis eftir leik með kælipoka á hægra hnénu. „Þetta var slagur og við náðum að klára þetta og ég er virkilega stoltur af strákunum. Ekki var þetta fallegt en stundum eru stigin ekkert sérstaklega falleg en þau telja jafn mikið. „Tveir sigrar í röð á útivelli, nú er að njóta þess og fara í næsta verkefni á fimmtudaginn,“ sagði Kristján en Fylkir er búinn að leika alla fjóra leiki sína til þessa á útivelli og næstu tveir eru líka úti áður en liðið fær heimaleik. „Svo fáum við tuttugu heimaleiki í röð og vonandi komumst við á eitthvað skrið. Þetta raðast bara svona upp. „Ég er að koma af stað eftir langa fjarveru og ég þurfti að hvíla,“ sagði Kristján þegar viðtalið barst að kælipokanum á hnénu. „Hnéið bólgnar upp á svona undirlagi og ég þarf að hvíla. Hot jóga hefur hjálpað mér mikið og það kom mér inn á völlinn,“ sagði Kristján léttur í bragði. Ólafur: Stigin eru farin upp í Árbævísir/valli„Ég er ósáttur við úrslitin en það breytir engu úr þessu, þessi leikur er búinn og stigin eru farin upp í Árbæ,“ sagði Ólafur Þórðarson þjálfari Víkings. „Við vorum betra liðið í þessum leik, svo einfalt er það. „Við nýttum ekki færin og gefum þessi mörk sjálfir. Það er skelfilegt,“ sagði Ólafur sem sagðist hafa verið búinn að ákveða að taka Ómar af velli áður en hann gaf sigurmarkið. „Það var ákveðið en þegar við jöfnuðum metin þá hinkruðum við aðeins of lengi. „Ef við höldum áfram að spila eins og við höfum verið að gera þá er ég ekkert smeykur. „Það er ekki nóg að einn maður sé að gera eitthvað, það þurfa fleiri leikmenn að taka til hendinni,“ sagði Ólafur um góða innkomu Arons Elísar í hálfleik. „Ég hefði viljað vera með meira en fjögur stig eftir fjóra leiki en svona er þetta. Við höldum áfram.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira
Fylkir lagði Víking 2-1 á gervigrasinu í Laugardal í fjórðu umferð Pepsí deildar karla í fótbolta í kvöld. Fylkir var 1-0 yfir í hálfleik. Fyrri hálfleikur var mjög jafn. Víkingur byrjaði betur en eftir að Fylkir komst inn í leikinn náði liðið forystunni úr sínu fyrsta færi. Liðin fengu ekki mörg færi í fyrri hálfleik og fátt um fína drætti. Aron Elís Þrándarson kom inn á hjá Víkingi í hálfleik og hressti mjög upp á leik liðsins. Hann var arkitektinn þegar Pape Mamadou Faye jafnaði metin á 59. mínútu. Það tók Fylki aðeins tvær mínútur að komast yfir á ný eftir skelfileg mistök Ómars Friðrikssonar í vörn Víkings. Þessi mistök skildu á milli í lokin því þrátt fyrir fjölda færa tókst Víkingi ekki að jafna metin. Fylkir fékk líka færi til að bæta við mörkum en meira var ekki skorað. Fylkir hefur nú unnið tvo leiki í röð eftir að hafa verið án stiga eftir tvo fyrstu leikina og allt annað að sjá til liðsins. Fylkir lék ekki sinn besta leik en liðið barðist fyrir stigunum þremur. Víkingur átti skilið að fá eitthvað út úr leiknum en klaufaleg mistök urðu liðinu að falli í kvöld. Kristján: Stundum eru stigin ekkert sérstaklega fallegvísir/valli„Þetta var sannkallaður vinnusigur, þetta var Óla Þórðar sigur enda hefur hann verið með okkur áður,“ sagði Kristján Valdimarsson miðvörður Fylkis eftir leik með kælipoka á hægra hnénu. „Þetta var slagur og við náðum að klára þetta og ég er virkilega stoltur af strákunum. Ekki var þetta fallegt en stundum eru stigin ekkert sérstaklega falleg en þau telja jafn mikið. „Tveir sigrar í röð á útivelli, nú er að njóta þess og fara í næsta verkefni á fimmtudaginn,“ sagði Kristján en Fylkir er búinn að leika alla fjóra leiki sína til þessa á útivelli og næstu tveir eru líka úti áður en liðið fær heimaleik. „Svo fáum við tuttugu heimaleiki í röð og vonandi komumst við á eitthvað skrið. Þetta raðast bara svona upp. „Ég er að koma af stað eftir langa fjarveru og ég þurfti að hvíla,“ sagði Kristján þegar viðtalið barst að kælipokanum á hnénu. „Hnéið bólgnar upp á svona undirlagi og ég þarf að hvíla. Hot jóga hefur hjálpað mér mikið og það kom mér inn á völlinn,“ sagði Kristján léttur í bragði. Ólafur: Stigin eru farin upp í Árbævísir/valli„Ég er ósáttur við úrslitin en það breytir engu úr þessu, þessi leikur er búinn og stigin eru farin upp í Árbæ,“ sagði Ólafur Þórðarson þjálfari Víkings. „Við vorum betra liðið í þessum leik, svo einfalt er það. „Við nýttum ekki færin og gefum þessi mörk sjálfir. Það er skelfilegt,“ sagði Ólafur sem sagðist hafa verið búinn að ákveða að taka Ómar af velli áður en hann gaf sigurmarkið. „Það var ákveðið en þegar við jöfnuðum metin þá hinkruðum við aðeins of lengi. „Ef við höldum áfram að spila eins og við höfum verið að gera þá er ég ekkert smeykur. „Það er ekki nóg að einn maður sé að gera eitthvað, það þurfa fleiri leikmenn að taka til hendinni,“ sagði Ólafur um góða innkomu Arons Elísar í hálfleik. „Ég hefði viljað vera með meira en fjögur stig eftir fjóra leiki en svona er þetta. Við höldum áfram.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira