Oddvitaáskorunin - Opnari stjórnsýsla 19. maí 2014 12:44 Þetta er mynd af mér með áhugasömum ungmennum á kaffihúsinu Bræðraborg. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Arna Lára Jónsdóttir leiðir Í-listann í Ísafjarðarbæ í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Ég, Arna Lára Jónsdóttir er oddviti Í-listans, lista íbúanna í Ísafjarðarbæ. Ég er næstum því 38 ára, verkefnastjóri á Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Ég er í sambúð með Inga Birni Guðnasyni bókmenntafræðingi og er móðir þriggja barna, Hafdísar, Helenu og Dags. Ég er með BA próf í stjórnmálafræði og hef lagt stund á viðskiptafræði á meistarastigi. Auk þess að hafa brennandi áhuga á pólitík og vilja vinna vel fyrir samfélagið sitt, get ég verið óttalegt sófadýr með hljóðbók í eyrunum og prjóna í höndunum, þess á milli sem ég er á útopnu við að sækja ýmiskonar menningarviðburði og uppákomur í sveitarfélaginu. Helstu áherslumál okkar á Í-listanum er að gera sveitarfélagið okkar meira aðlaðandi fyrir ungt fólk til búsetu, því það er lykilinn af jákvæðri byggðaþróun. Þess vegna leggjum við mikinn metnað í að skapa góðan grunn fyrir fjölbreytt og þróttmikið atvinnulíf. Við setjum líka fræðslumálin á oddinn, en við viljum búa börnin okkar betur undir framtíðina með því að leggja áherslu á framsækið skólastarf þar sem frumkvöðla- og tæknimennt er gert hátt undir höfði. Umhverfismálin eru okkur mjög hugleikin og við ætlum að tryggja áframhaldandi vinnu við umhverfisvottun Vestfjarða, auk þess sem við viljum draga verulega úr plastpokavæðingu samfélagsins. Við ætlum að gera stjórnsýsluna opnari og auka upplýsingamiðlun. Við sækjum umboð okkar og stefnu til íbúanna og til að virkja betur það samband þurfum við að leggja meiri metnað í íbúalýðræði. Áfram Í-listinn! YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Ég á mér marga fallegustu staði á landinu. Rauðisandur á sumarnóttu er alveg ósmótstæðilegur, að finna fyrir ægilegri fegurð á brún Hornbjargs, upplifa tignarleikann í Skaftafellinu og svo er þykir mér Ásbyrgi líka tilkomumikið. Hundar eða kettir? Kettir verð ég að segja þó mér þykir hundavinir mínir Gosi og Benni dálítið skemmtilegir. Hver er stærsta stundin í lífinu? Ég hef átt margar stórar stundir en ég er alveg viss um að ég eigi enn eftir að upplifa stærstu stundina. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Ég er veik fyrir indverskum mat. Hvernig bíl ekur þú? Huyandai Santa Fe sem gerir enn sitt gang þótt hann sé orðinn lúinn. Besta minningin? Ég heimsótti Sikiley fyrir nokkrum árum og lifi enn á þeim góðu minningum. Hefur þú verið tekin af lögreglunni? já, tvisvar fyrir of hraðan akstur. Hverju sérðu mest eftir? Að hafa ekki ferðast meira. Draumaferðalagið? Draumaferðalagið mitt þarf að innihalda góða ferðafélaga, gott veður og góðan mat og þá skiptir litlu hvað áfangastaðurinn heitir. Arna Lára Jónsdóttir, oddviti Í-listans. Hefur þú migið í saltan sjó? Já í bókstaflegri merkingu. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Ég fékk einu sinni áru mína teiknaða, og þá kom í ljós að ég var þræll viðskiptamanns í fyrra lífi. Ég er enn að melta þessar upplýsingar. Hefur þú viðurkennt mistök? já, það hef ég gert. Hverju ertu stoltust af? Börnunum mínum þremur. Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Vestfirðir Oddvitaáskorunin Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin - Saman byggjum við samfélag Daníel Jakobsson leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ. 20. maí 2014 10:44 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Arna Lára Jónsdóttir leiðir Í-listann í Ísafjarðarbæ í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Ég, Arna Lára Jónsdóttir er oddviti Í-listans, lista íbúanna í Ísafjarðarbæ. Ég er næstum því 38 ára, verkefnastjóri á Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Ég er í sambúð með Inga Birni Guðnasyni bókmenntafræðingi og er móðir þriggja barna, Hafdísar, Helenu og Dags. Ég er með BA próf í stjórnmálafræði og hef lagt stund á viðskiptafræði á meistarastigi. Auk þess að hafa brennandi áhuga á pólitík og vilja vinna vel fyrir samfélagið sitt, get ég verið óttalegt sófadýr með hljóðbók í eyrunum og prjóna í höndunum, þess á milli sem ég er á útopnu við að sækja ýmiskonar menningarviðburði og uppákomur í sveitarfélaginu. Helstu áherslumál okkar á Í-listanum er að gera sveitarfélagið okkar meira aðlaðandi fyrir ungt fólk til búsetu, því það er lykilinn af jákvæðri byggðaþróun. Þess vegna leggjum við mikinn metnað í að skapa góðan grunn fyrir fjölbreytt og þróttmikið atvinnulíf. Við setjum líka fræðslumálin á oddinn, en við viljum búa börnin okkar betur undir framtíðina með því að leggja áherslu á framsækið skólastarf þar sem frumkvöðla- og tæknimennt er gert hátt undir höfði. Umhverfismálin eru okkur mjög hugleikin og við ætlum að tryggja áframhaldandi vinnu við umhverfisvottun Vestfjarða, auk þess sem við viljum draga verulega úr plastpokavæðingu samfélagsins. Við ætlum að gera stjórnsýsluna opnari og auka upplýsingamiðlun. Við sækjum umboð okkar og stefnu til íbúanna og til að virkja betur það samband þurfum við að leggja meiri metnað í íbúalýðræði. Áfram Í-listinn! YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Ég á mér marga fallegustu staði á landinu. Rauðisandur á sumarnóttu er alveg ósmótstæðilegur, að finna fyrir ægilegri fegurð á brún Hornbjargs, upplifa tignarleikann í Skaftafellinu og svo er þykir mér Ásbyrgi líka tilkomumikið. Hundar eða kettir? Kettir verð ég að segja þó mér þykir hundavinir mínir Gosi og Benni dálítið skemmtilegir. Hver er stærsta stundin í lífinu? Ég hef átt margar stórar stundir en ég er alveg viss um að ég eigi enn eftir að upplifa stærstu stundina. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Ég er veik fyrir indverskum mat. Hvernig bíl ekur þú? Huyandai Santa Fe sem gerir enn sitt gang þótt hann sé orðinn lúinn. Besta minningin? Ég heimsótti Sikiley fyrir nokkrum árum og lifi enn á þeim góðu minningum. Hefur þú verið tekin af lögreglunni? já, tvisvar fyrir of hraðan akstur. Hverju sérðu mest eftir? Að hafa ekki ferðast meira. Draumaferðalagið? Draumaferðalagið mitt þarf að innihalda góða ferðafélaga, gott veður og góðan mat og þá skiptir litlu hvað áfangastaðurinn heitir. Arna Lára Jónsdóttir, oddviti Í-listans. Hefur þú migið í saltan sjó? Já í bókstaflegri merkingu. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Ég fékk einu sinni áru mína teiknaða, og þá kom í ljós að ég var þræll viðskiptamanns í fyrra lífi. Ég er enn að melta þessar upplýsingar. Hefur þú viðurkennt mistök? já, það hef ég gert. Hverju ertu stoltust af? Börnunum mínum þremur. Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Vestfirðir Oddvitaáskorunin Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin - Saman byggjum við samfélag Daníel Jakobsson leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ. 20. maí 2014 10:44 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Oddvitaáskorunin - Saman byggjum við samfélag Daníel Jakobsson leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ. 20. maí 2014 10:44