Verðsamráð er gróft lögbrot gegn almenningi Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. maí 2014 18:30 Brotin sem starfsmenn Byko og Húsasmiðjunnar eru ákærðir fyrir eru alvarlegustu samkeppnislagabrot sem þekkjast og eru oftast nær almenningi til tjóns. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir að þetta sé með umfangsmestu samráðsmálum sem komið hafi upp hér á landi. Þrettán fyrrverandi starfsmenn byggingavöruverslananna Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins voru í byrjun maí ákærðir af sérstökum saksóknara fyrir samkeppnislagabrot vegna verðsamráðs á árunum 2010 og 2011.Fyrsta sinn sem brotin eru kærð strax Þetta er í fyrsta sinn sem Samkeppniseftirlitið kærir brot til lögreglu á fyrstu stigum eigin rannsóknar. Þess vegna gat sérstakur saksóknari farið strax í að afla sönnunargagna með símhlerunum en gögn málsins eru upptökur af samtölum auk rafrænna gagna eins og tölvupósts. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru jafnframt haldlögð gögn um símnotkun aftur í tímann sem nýttust við rannsókn málsins. Í ákærunni, sem má nálgast neðst í þessari frétt. eru tilgreind alls 21 tilvik þar sem starfsmenn Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins áttu með sér verðsamráð þar sem þeir skiptust á upplýsingum um verð á tilteknum vörutegundum. Vart eru til alvarlegri brot á samkeppnislöggjöfinni en verðsamráð á grundvelli 10. gr. samkeppnislaga. Ákvæðinu er ætlað að tryggja að keppinautar hegði sér sjálfstætt á markaði. Brot gegn 10. gr. eru refsiverð óháð því hvort verðsamráð skilar fjárhagslegum ávinningi fyrir þá sem fremja þau.Ólögmætt verðsamráð er grófasta tegund samkeppnislagbrota sem þekkist, ekki satt? „Jú, og yfir höfuð með grófustu efnahagsbrotum. Í þessu felast mjög alvarleg brot gagnvart almenningi, þ.e. neytendum og atvinnulífinu sjálfu og þetta smitar út í efnahagslífið,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Beint í lánin Eins og Páll Gunnar nefnið er tjónið hjá almenningi. Rannsóknir hafa sýnt að brot af þessu tagi geta leitt til 10-50 prósent hærra verðs. Á Íslandi fara þessar verðhækkanir beint í lán almennings vegna verðtryggingarinnar.Er þetta Byko/Húsasmiðju samráðsmál með því grófasta sem þú hefur séð, ef við tökum grænmetismálið og olíusamráðsmálið út fyrir sviga? „Það er erfitt að bera mál saman því þau hafa öll sín sérkenni. Þetta mál er klárlega með þeim viðamestu sem við höfum fengist við.“ Ákæran á hendur mönnunum verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness. Fangelsisrefsing getur legið við hluta brotanna sem ákært er fyrir, verði mennirnir sakfelldir. Samkeppniseftirlitið kærði málið án þess að hafa lokið eigin rannsókn, eins og áður segir, en henni lýkur með endanlegri ákvörðun stofnunarinnar þar sem búið er að taka tillit til andmælaréttar fyrirtækjanna. Lögmenn Byko og Húsasmiðjunnar vinna sem stendur að andmælum fyrir hönd fyrirtækjanna. Tengdar fréttir Þrettán manns í ákæru fyrir samkeppnislagabrot BYKO, Húsasmiðjunnar og Úlfsins rettán eiga aðild að samkeppnislagabrotum BYKO, Húsasmiðjunnar og Úlfsins samkvæmt ákæru sem gefin hefur verið út. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. Hann segir embættið ekki búa yfir upplýsingum um hversu margir af þeim sem málinu tengjast eru enn starfandi hjá fyrirtækjunum. 8. maí 2014 07:00 Einn starfsmaður Byko sendur í leyfi vegna ákæru um verðsamráð "Fyrirtækið hefur ávallt haft samkeppnislög eins og aðra lagaumgjörð rekstursins í heiðri og það er einlæg von stjórnenda BYKO að dómstólar muni komast að þeirri niðurstöðu að ákæra saksóknara eigi ekki við rök að styðjast.“ 7. maí 2014 19:30 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Brotin sem starfsmenn Byko og Húsasmiðjunnar eru ákærðir fyrir eru alvarlegustu samkeppnislagabrot sem þekkjast og eru oftast nær almenningi til tjóns. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir að þetta sé með umfangsmestu samráðsmálum sem komið hafi upp hér á landi. Þrettán fyrrverandi starfsmenn byggingavöruverslananna Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins voru í byrjun maí ákærðir af sérstökum saksóknara fyrir samkeppnislagabrot vegna verðsamráðs á árunum 2010 og 2011.Fyrsta sinn sem brotin eru kærð strax Þetta er í fyrsta sinn sem Samkeppniseftirlitið kærir brot til lögreglu á fyrstu stigum eigin rannsóknar. Þess vegna gat sérstakur saksóknari farið strax í að afla sönnunargagna með símhlerunum en gögn málsins eru upptökur af samtölum auk rafrænna gagna eins og tölvupósts. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru jafnframt haldlögð gögn um símnotkun aftur í tímann sem nýttust við rannsókn málsins. Í ákærunni, sem má nálgast neðst í þessari frétt. eru tilgreind alls 21 tilvik þar sem starfsmenn Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins áttu með sér verðsamráð þar sem þeir skiptust á upplýsingum um verð á tilteknum vörutegundum. Vart eru til alvarlegri brot á samkeppnislöggjöfinni en verðsamráð á grundvelli 10. gr. samkeppnislaga. Ákvæðinu er ætlað að tryggja að keppinautar hegði sér sjálfstætt á markaði. Brot gegn 10. gr. eru refsiverð óháð því hvort verðsamráð skilar fjárhagslegum ávinningi fyrir þá sem fremja þau.Ólögmætt verðsamráð er grófasta tegund samkeppnislagbrota sem þekkist, ekki satt? „Jú, og yfir höfuð með grófustu efnahagsbrotum. Í þessu felast mjög alvarleg brot gagnvart almenningi, þ.e. neytendum og atvinnulífinu sjálfu og þetta smitar út í efnahagslífið,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Beint í lánin Eins og Páll Gunnar nefnið er tjónið hjá almenningi. Rannsóknir hafa sýnt að brot af þessu tagi geta leitt til 10-50 prósent hærra verðs. Á Íslandi fara þessar verðhækkanir beint í lán almennings vegna verðtryggingarinnar.Er þetta Byko/Húsasmiðju samráðsmál með því grófasta sem þú hefur séð, ef við tökum grænmetismálið og olíusamráðsmálið út fyrir sviga? „Það er erfitt að bera mál saman því þau hafa öll sín sérkenni. Þetta mál er klárlega með þeim viðamestu sem við höfum fengist við.“ Ákæran á hendur mönnunum verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness. Fangelsisrefsing getur legið við hluta brotanna sem ákært er fyrir, verði mennirnir sakfelldir. Samkeppniseftirlitið kærði málið án þess að hafa lokið eigin rannsókn, eins og áður segir, en henni lýkur með endanlegri ákvörðun stofnunarinnar þar sem búið er að taka tillit til andmælaréttar fyrirtækjanna. Lögmenn Byko og Húsasmiðjunnar vinna sem stendur að andmælum fyrir hönd fyrirtækjanna.
Tengdar fréttir Þrettán manns í ákæru fyrir samkeppnislagabrot BYKO, Húsasmiðjunnar og Úlfsins rettán eiga aðild að samkeppnislagabrotum BYKO, Húsasmiðjunnar og Úlfsins samkvæmt ákæru sem gefin hefur verið út. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. Hann segir embættið ekki búa yfir upplýsingum um hversu margir af þeim sem málinu tengjast eru enn starfandi hjá fyrirtækjunum. 8. maí 2014 07:00 Einn starfsmaður Byko sendur í leyfi vegna ákæru um verðsamráð "Fyrirtækið hefur ávallt haft samkeppnislög eins og aðra lagaumgjörð rekstursins í heiðri og það er einlæg von stjórnenda BYKO að dómstólar muni komast að þeirri niðurstöðu að ákæra saksóknara eigi ekki við rök að styðjast.“ 7. maí 2014 19:30 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Þrettán manns í ákæru fyrir samkeppnislagabrot BYKO, Húsasmiðjunnar og Úlfsins rettán eiga aðild að samkeppnislagabrotum BYKO, Húsasmiðjunnar og Úlfsins samkvæmt ákæru sem gefin hefur verið út. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. Hann segir embættið ekki búa yfir upplýsingum um hversu margir af þeim sem málinu tengjast eru enn starfandi hjá fyrirtækjunum. 8. maí 2014 07:00
Einn starfsmaður Byko sendur í leyfi vegna ákæru um verðsamráð "Fyrirtækið hefur ávallt haft samkeppnislög eins og aðra lagaumgjörð rekstursins í heiðri og það er einlæg von stjórnenda BYKO að dómstólar muni komast að þeirri niðurstöðu að ákæra saksóknara eigi ekki við rök að styðjast.“ 7. maí 2014 19:30