KR-völlurinn í kapphlaupi við tímann | Myndir Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. maí 2014 16:30 Útlitið ekki gott í vesturbænum. Vísir/Vilhelm „Við erum að setja dúk yfir allan völlinn núna. Þetta lítur ekki vel út en veðrið hjálpar okkur mikið,“ segir Sveinbjörn Þorsteinsson, vallarstjóri á KR-vellinum, í samtali við Vísi um ástandið í Frostaskjólinu. Eins og sjá má á myndunum er KR-völlurinn illa á sig kominn eftir erfiðan vetur. Íslandsmeistararnir eru nú þegar búnir að færa einn heimaleik á gervigrasið í Laugardal og þá víxluðu þeir heimaleikjum við Keflavík og spila í bítlabænum á sunnudaginn.Smá grænt en mikið gult.Vísir/Daníel„Það eru tvær vikur í bikarleikinn á móti FH. Við verðum að spila hérna á KR-vellinum. Við getum ekki hent okkur í Laugardalinn. Þar myndast engin stemning og strákunum finnst leiðinlegt að spila þar,“ segir Sveinbjörn en er möguleiki á að völlurinn verði klár eftir tvær vikur? „Við erum náttúrlega bara í kapphlaupi við tímann. Við hefðum viljað fá svona tvo mánuði til viðbótar en við reynum bara að gera allt sem við getum. Það er búið að yfirsá hann tvisvar til viðbótar við fjórar áburðargjafir og svo vökvum við han upp á dag. Það eru farnar að sjást grænar línur í kalblettunum en við verðum bara að krossleggja fingur og vona að veðurguðirnir verða með okkur í liði,“ segir Sveinbjörn Þorsteinsson.Spilað verður á Hlíðarenda á mánudagskvöldið.Vísir/VilhelmBetri sögu er að segja af Vodafonevelli Valsmanna að Hlíðarenda þar sem leikur Reykjavíkurrisanna Vals og Fram fer fram í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á mánudagskvöldið klukkan 20.00. „Við erum að mæla fyrir vellinum núna og þetta lítur bara þokkalega út. Hann fær tvær vikur til að jafna sig eftir leikinn á mánudaginn þannig við erum bara nokkuð góðir. Völlurinn er ekki alveg klár en við látum okkur hafa það,“ segir AlexanderJúlíusson, vallarstjóri á Vodafonevellinum. Eins og sjá má á myndunum var völlurinn nokkuð loðinn þegar ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis renndi við á Hlíðarenda í vikunni en búið er að slá hann núna. „Hann var sleginn í gær og verður sleginn aftur á mánudaginn. Það er svolítið að sárum í kringum miðjuna. Það er ekki mikill vöxtur og sama má segja um markteigana. En hann er fjarskafallegur. Við notuðum undirhitann í 2-3 vikur en erum núna búnir að slökkva,“ segir Alexander Júlíusson.Völlurinn var loðinn í vikunni en búið er að slá.Vísir/DaníelVísir/Daníel Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ástandið ekki nógu gott í Dalnum | Myndir Laugardalsvöllur er allur að koma til en hann verður ekki í sínu besta standi þegar landsleikur Íslands og Eistlands fer fram 4. júní. 16. maí 2014 15:00 Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út Sjá meira
„Við erum að setja dúk yfir allan völlinn núna. Þetta lítur ekki vel út en veðrið hjálpar okkur mikið,“ segir Sveinbjörn Þorsteinsson, vallarstjóri á KR-vellinum, í samtali við Vísi um ástandið í Frostaskjólinu. Eins og sjá má á myndunum er KR-völlurinn illa á sig kominn eftir erfiðan vetur. Íslandsmeistararnir eru nú þegar búnir að færa einn heimaleik á gervigrasið í Laugardal og þá víxluðu þeir heimaleikjum við Keflavík og spila í bítlabænum á sunnudaginn.Smá grænt en mikið gult.Vísir/Daníel„Það eru tvær vikur í bikarleikinn á móti FH. Við verðum að spila hérna á KR-vellinum. Við getum ekki hent okkur í Laugardalinn. Þar myndast engin stemning og strákunum finnst leiðinlegt að spila þar,“ segir Sveinbjörn en er möguleiki á að völlurinn verði klár eftir tvær vikur? „Við erum náttúrlega bara í kapphlaupi við tímann. Við hefðum viljað fá svona tvo mánuði til viðbótar en við reynum bara að gera allt sem við getum. Það er búið að yfirsá hann tvisvar til viðbótar við fjórar áburðargjafir og svo vökvum við han upp á dag. Það eru farnar að sjást grænar línur í kalblettunum en við verðum bara að krossleggja fingur og vona að veðurguðirnir verða með okkur í liði,“ segir Sveinbjörn Þorsteinsson.Spilað verður á Hlíðarenda á mánudagskvöldið.Vísir/VilhelmBetri sögu er að segja af Vodafonevelli Valsmanna að Hlíðarenda þar sem leikur Reykjavíkurrisanna Vals og Fram fer fram í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á mánudagskvöldið klukkan 20.00. „Við erum að mæla fyrir vellinum núna og þetta lítur bara þokkalega út. Hann fær tvær vikur til að jafna sig eftir leikinn á mánudaginn þannig við erum bara nokkuð góðir. Völlurinn er ekki alveg klár en við látum okkur hafa það,“ segir AlexanderJúlíusson, vallarstjóri á Vodafonevellinum. Eins og sjá má á myndunum var völlurinn nokkuð loðinn þegar ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis renndi við á Hlíðarenda í vikunni en búið er að slá hann núna. „Hann var sleginn í gær og verður sleginn aftur á mánudaginn. Það er svolítið að sárum í kringum miðjuna. Það er ekki mikill vöxtur og sama má segja um markteigana. En hann er fjarskafallegur. Við notuðum undirhitann í 2-3 vikur en erum núna búnir að slökkva,“ segir Alexander Júlíusson.Völlurinn var loðinn í vikunni en búið er að slá.Vísir/DaníelVísir/Daníel
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ástandið ekki nógu gott í Dalnum | Myndir Laugardalsvöllur er allur að koma til en hann verður ekki í sínu besta standi þegar landsleikur Íslands og Eistlands fer fram 4. júní. 16. maí 2014 15:00 Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út Sjá meira
Ástandið ekki nógu gott í Dalnum | Myndir Laugardalsvöllur er allur að koma til en hann verður ekki í sínu besta standi þegar landsleikur Íslands og Eistlands fer fram 4. júní. 16. maí 2014 15:00