Íslenski boltinn

Ástandið ekki nógu gott í Dalnum | Myndir

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Dúkurinn verður á fram á mánudagin.
Dúkurinn verður á fram á mánudagin. Vísir/Pjetur
„Þetta gengur samkvæmt áætlun en standið á vellinum er ekki nógu gott,“ segir KristinnJóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar, í samtali við Vísi um grasið á þjóðarleikvanginum sem drapst í vetur.

„Við sáðum fyrir þremur vikum og erum með dúkana á. Með þeim fáum við sem mesta virkni út úr sáðningunni.“ segir Kristinn.

Pjetur Sigurðsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, kíkti á Laugardalsvöll fyrr í vikunni og tók myndirnar sem sjá má hér að ofan og neðan.

Hvað erum við að horfa á? „Sáðningarlínurnar koma vel upp. Nýgræðlingarnir koma upp eins og eitt blað en fjölga sér svo með tímanum. Eftir tvær vikur verður þetta þéttara. Svo verður sáð á ská við þessar línur en það er spurning hvort við náum því fyrir leik. Á mánudaginn tökum við stöðuna á þessu,“ segir Kristinn en það er þó langt í að völlurinn verði algjörlega klár aftur.

„Þó grasið sjálft sé að koma upp er 5-15 cm nýgræðlingur ekki tilbúinn í átök strax. Grasið þarf 3-4 vikur í viðbót til að styrkjast - bæði rótin og yfirborðið. Við reiknuðum með alveg átta vikum í þetta þegar við byrjuðum að spá en nú styttist í leik.“

Leikurinn sem um ræðir er vináttulandsleikur Íslands og Eistlands sem fram fer á Laugardalsvellinum 4. júní. Völlurinn verður einfaldlega að vera klár því búið er að gefa upp leikstað.

„Við erum að reyna að ná þessu. Þegar dúkurinn fer af á mánudaginn ætlum við að meta ástandið aftur. Það er alveg möguleiki að hægt verði að spila landsleikinn en völlurinn verður ekkert í toppstandi. Veðrið er samt að hjálpa okkur. Það er heitt, rignir inn á milli og ekkert næturfrost. Leikurinn verður hérna. Það eru þrjár vikur í hann þannig við verðum bara að vona það besta,“ segir Kristinn Jóhannsson.

Þetta þýðir einnig að Framarar halda áfram að spila heimaleiki sína á gervigrasinu í Laugardal, í það minnsta út maí eins og reiknað var með.

Vísir/Pjetur
Vísir/Pjetur
Vísir/Pjetur

Tengdar fréttir

Laugardalsvöllur lítur illa út

Ólíkegt er að Fram spili á Laugardalsvelli í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar þann 4. maí næstkomandi.

Þarf að lífga grasið í Laugardalnum við

Þjóðarleikvangurinn mjög illa farinn eftir erfiðan vetur en unnið er í honum.Óvíst hvort Framarar fái að spila heimaleik á Laugardalsvelli í maímánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×