
Gott starf leikskóla verðskuldar góð launakjör
Fagleg menntun er nauðsynleg forsenda fyrir faglegu starfi á leikskólastigi. En leikskólakennara vantar tilfinnanlega til starfa á landsvísu. Í skýrslu Sambands íslenskra sveitarfélaga um skólamál frá árinu 2013 kemur fram að árið 2012 var hlutfall stöðugilda leikskólakennara í leikskólum sem reknir eru af Kópavogsbæ aðeins 36%.
Stöðugildi annarra með uppeldismenntun 16% og ófaglærðra 48%. En 36% er enn töluvert lægra hlutfall stöðugilda leikskólakennara en lög kveða á um.
Við í NÆSTBESTAFLOKKNUM leggjum til að a) starfsfólki leikskóla verði greidd laun fyrir að vinna í matartímanum eða svokölluðu neysluhléi og að b) unnin verði áætlun sem gerir leikskólastjórum kleift að styðja það starfsfólk til náms í leikskólakennarafræðum sem á því hefur áhuga.
a) Við í NÆSTBESTAFLOKKNUM leggjum til að 300 milljónum verði varið til leikskóla í Kópavogi. Þær verði meðal annars notaðar til þess að greiða starfsmönnum leikskóla laun fyrir að vinna í matartímanum. Með þeim hætti má bæta kjör starfsfólks leikskóla. Eins og staðan er nú er Kópavogsbær ekki samkeppnisfær við Reykjavík þegar kemur að launum leikskólakennara. Félagsmenn Félags leikskólakennara í Reykjavík fá greidda 7,5 yfirvinnutíma á mánuði og ófaglært starfsfólk leikskóla fær greidda 10 yfirvinnutíma á mánuði fyrir að vinna í neysluhléi. Annað sem er mjög aðkallandi í stöðunni er að laun leikskólakennara eru heldur ekki samkeppnishæf við laun annarra sérfræðinga. Við í NÆSTBESTAFLOKKNUM bendum á að sveitarfélögin eru hér ábyrg gagnvart sínu launafólki.
b) Við í NÆSTBESTAFLOKKNUM leggjum til að unnin verði skynsamleg áætlun sem heimilar skólastjórnendum leikskóla að veita launa ívilnun og sveigjanlegan vinnutíma fyrir það starfsfólk leikskóla sem hefur áhuga á að mennta sig í leikskólakennarafræðum. Launalegur ávinningur þess að huga á fimm ára sérfræðinám gæti einfaldlega verið of rýr. Margar fjölskyldur eða einstaklingar hafa ekki efni á þeirri launaskerðingu sem mögulega hlýst af vinnutapi eða skertu starfshlutfalli vegna náms. Sveitarfélög þurfa að róa að því öllum árum að auka faglega menntun í leikskólum. Í nýlegri könnun sem gerð var á vegum Menntavísindasviðs Háskóla Íslands meðal leikskólastjóra á landsvísu kemur einmitt fram að meðal þeirra úrræða sem leikskólastjórar telja sig helst hafa til að hvetja starfsfólk til leikskólakennaranáms sé að veita sveigjanlegan vinnutíma og heimild til launa ívilnunar af einhverju tagi. Við í NÆSTBESTAFLOKKNUM viljum gera stjórnendum leikskóla Kópavogsbæjar bæði heimilt og kleift að hvetja starfsfólk sitt til náms og greiða götu faglegrar menntunar á leikskólastigi sem frekast er unnt.
Skoðun

Er fótbolti að verða vélmennafótbolti?
Andri Hrafn Sigurðsson skrifar

Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging?
Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar

Fjárfestum í hjúkrun
Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar

Tölum um endurhæfingu!
Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar

Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins
Baldur Thorlacius skrifar

Alvöru mamma
Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar

Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar
Simon Cramer Larsen skrifar

Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu?
Berglind Sunna Bragadóttir skrifar

Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður
Davíð Bergmann skrifar

Heimsmet í sjálfhverfu
Friðrik Þór Friðriksson skrifar

Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu
Steinar Harðarson skrifar

Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði
Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði
Steinar Björgvinsson skrifar

Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra
Örn Pálmason skrifar

Tölum aðeins um einhverfu
Trausti Dagsson skrifar

Það sem sést, og það sem ekki sést
Eiríkur Ingi Magnússon skrifar

Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár
Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar

Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana
Jóhanna María Ægisdóttir skrifar

Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda?
Þóra Einarsdóttir skrifar

KSÍ og kvennaboltinn
Árni Guðmundsson skrifar

Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana
Sandra B. Franks skrifar

Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar
Kristrún Frostadóttir skrifar

Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík
Einar Freyr Elínarson skrifar

Skattahækkun
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Handtöskur og fasistar
Ásgeir K. Ólafsson skrifar

Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð
Bjarni Jónsson skrifar

„Vókið“ er dulbúin frestunarárátta
Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar

Vókismi gagnrýndur frá vinstri
Andri Sigurðsson skrifar