Sport

Norma Dögg yfir sögulegan múr og aftur varamaður í úrslit á EM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Norma Dögg Róbertsdóttir.
Norma Dögg Róbertsdóttir. Vísir/Vilhelm
Norma Dögg Róbertsdóttir, Íslandsmeistari í áhaldafimleikum, er búin að stimpla sig inn sem einn af fremstu stökkvurum í Evrópu í áhaldafimleikum kvenna.

Norma Dögg náði í gær þeim glæsilega árangri að vera annað árið í röð varamaður inn í úrslit á stökki á Evrópumótinu í áhaldafimleikum sem fer þessa dagana fram í Sofíu í Búlgaríu.

Norma Dögg gerði gott betur því hún fór yfir sögulegan múr í gær. Norma Dögg hlaut þá 14.06 í einkunn fyrir fyrra stökkið sitt en því hefur engin íslensk fimleikakona náð áður.

Þjálfari Normu Daggar er landsliðsþjálfari Íslands í áhaldafimleikum kvenna, Guðmundur Þór Brynjólfsson. Haft er eftir honum í fréttatilkynningu frá Fimleikasambandi Íslands að íslensku keppendurnir séu í skýjunum yfir árangri dagsins og taki nú við hamingjuóskum frá helstu fimleikaþjóðum heims.




Tengdar fréttir

Bjarki og Norma Dögg Íslandsmeistarar í fjölþraut

Bjarki Ásgeirsson úr Ármanni og Norma Dögg Róbertsdóttir úr Gerplu urðu í dag Íslandsmeistarar í fjölþraut á Íslandsmótinu í áhaldafimleikum en bæði voru þau að vinna titilinn í fyrsta sinn.

Gerplustelpurnar góðar vinkonur þrátt fyrir mikla samkeppni

Gerpla vann alla fimm Íslandsmeistaratitlana í boði í kvennaflokki á Íslandsmótinu í áhaldafimleikum sem fór fram í Ármannsheimilinu um helgina. Norma Dögg Róbertsdóttir vann fjölþrautina í gær og hún og liðsfélagar hennar Thelma Rut Hermannsdóttir og Agnes Suto skiptu svo með sér gullverðlaunum á einstökum áhöldum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×