Innlent

Líkti Alþingi við sjónvarpsþáttinn Dallas

Stefán Árni Pálsson skrifar
Óttarr Proppé fór á kostum á Alþingi í gær.
Óttarr Proppé fór á kostum á Alþingi í gær.
Óttarr Proppé, þingmaður Bjartrar framtíðar, flutti skemmtilega ræðu í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í gærkvöld  og þakkaði hann í leiðinni fyrir stuðninginn í Eurovision.

Þingmaðurinn sagði að fordómar væru eitthvað sem við glímum öll við.

„Fordómar leiða af sér mismunun og vond samskipti. Það er slæmt. Ef við getum nálgast mál fordómalaust með opnum hug er líklegra að sem flestir verði glaðir og það er gott.“

Í lok ræðu sinnar flutti Óttarr frumsamið ljóð með tilvísun í sjónvarpsþáttinn Dallas. Hann vildi meina með ljóðinu að það væri margt líkt með sápuóperunni og lífinu á Alþingi.

Hér að neðan má horfa á ræðuna:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×