Innlent

BBC fjallar um Guðmundar og Geirfinnsmálið

Samúel Karl Ólason skrifar
Á vef BBC má sjá ítarlega gagnvirka grein um Guðmundar og Geirfinnsmálið, sem byggð er á vinnu heimildarþáttargerðamanna hér á landi. Hópur þáttargerðarmanna var hér á landi í mars á þessu ári og sögðu þeir þetta má vera einstakt að þeirra mati.

Greinina má sjá hér en þetta er fyrsta gagnvirka greinin sem BBC birtir á vef sínum. Í greininni er farið yfir upphafi málsins og sögu þess og hvers vegna sex einstaklingar viðurkenndu aðkomu að tveimur morðum án þess að muna nokkuð um glæpina.

Á síðunni má meðal annars sjá viðtal BBC við Erlu Bolladóttur og Gísla Guðjónsson, sem rannsakaði málið, og fleiri aðila. Rætt er við Ögmund Jónasson um rannsóknarnefndina sem hann kom á laggirnar. Einnig er fjallað um dagbækur Tryggva Leifssonar og rætt við dóttur hans, Kristínu.

Þá er farið yfir sögu og afdrif þeirra Sævars Cielski, Erlu Bolladóttur, Kristjáns Viðarssonar, Tryggva Leifssonar, Alberts Skaftasonar og Guðjóns Skarphéðinssonar.

Klukkan tíu í morgun hófst útvapsþáttur um málið en mögulegt er að hlusta á hann á netinu. Þátturinn verður aftur á dagskrá klukkan hálf átta á mánudagskvöldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×