Baltasar Kormákur mun hugsanlega leikstýra myndinni Reykjavík en þetta kemur fram í bandarískum miðlum í dag.
Myndin er um leiðtogafund Ronald Reagan, forseta Bandaríkjanna og Michael Gorbachev, leiðtoga Sovétríkjanna, sem fram fór í Höfða árið 1986.
Baltasar ku vera í viðræðum við framleiðendur myndarinnar en bandaríski leikarinn Michael Douglas er sterklega orðarður við hlutverk Reagan.
Christoph Waltz hefur síðan verið orðaður við hlutverk Gorbachev í myndinni en Waltz sló í gegn í myndunum Inglourious Basterds og Django Unchained.
Fram kemur í frétt Variety að Baltasar hafi ný lokið við tökur á myndinni Everest en í henni fara Jake Gyllenhal, Josh Brolin og Keira Knightley með aðalhlutverkin.
Ingvar E. Sigurðsson leikur einnig í myndinni.
