Handbolti

Janus Daði markahæstur þegar Århus vann danska titilinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Janus Daði Smárason.
Janus Daði Smárason. Mynd/Fésbókarsíða Århus Håndbold
Janus Daði Smárason var allt í öllu þegar Århus Håndbold tryggði sér danska meistaratitilinn í handbolta hjá 18 ára liðum en liðið vann tvöfalt á tímabilinu.

Århus Håndbold vann níu marka sigur á Team Tvis Holstebro í úrslitaleiknum um danska titilinn, 37-28, og var Janus Daði markahæstur í sínu liði með níu mörk en ekkert þeirra kom af vítalínunni.

Janus Daði og félagar áttu frábært tímabil því þeir urðu líka bikarmeistarar og töpuðu aðeins einum leik á öllu tímabilinu.

Janus Daði er leikstjórnandi og hefur leikið með yngri landsliðum Íslands en hann er upphaflega frá Selfossi.

Janus Daði er á heimleið en hann samdi á dögunum við Hauka til næstu tveggja ára. Það verður því gaman að sjá hann spreyta sig í Olís-deild karla næsta vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×