Íslenski boltinn

Versta byrjun Blika í þjálfaratíð Ólafs Kristjánssonar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks.
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks. Vísir/Vilhelm
Breiðablik hefur aðeins náð í eitt stig af níu mögulegum í fyrstu þremur umferðum Pepsi-deildar karla. Blikar hafa ekki byrjað verr í 22 ár.

Ólafur Kristjánsson er á sínu níunda og síðasta tímabili með Breiðabliksliðið en liðið hefur hingað til alltaf náð í að minnsta kosti tvö stig í fyrstu þremur leikjum sínum.

Breiðabliksliðið hefur því aldrei byrjað jafnilla undir stjórn Ólafs  en hann tók við liðinu á snemma sumars 2006. Blikar fengu tvö stig í fyrstu þremur leikjunum sínum 2007 og þrjú stig í fyrstu þremur leikjunum sumarið 2011.  

Þetta er í fyrsta sinn í sjö ár eða síðan vorið 2007 sem Breiðablik nær ekki að vinna sigur í fyrstu þremur umferðunum en þá gerði liðið tvö jafntefli í umferðunum tvö og þrjú eftir að hafa tapað fyrsta leik tímabilsins.  

Blikar fengu síðast bara eitt stig í fyrstu þremur umferðunum sumarið 1996 en þeir féllu þá úr deildinni um haustið.

Breiðabliksliðið hefur ekki byrjað verr í 22 ár eða síðan liðið tapaði þremur fyrstu leikjum sínum vorið 1992.

Stig Blika í fyrstu þremur umferðunum undir stjórn Ólafs:

2006 - Tók við eftir 9. umferð (7 stig í fyrstu þremur)

2007 - 2 stig - Markatala: -1 (3-4)

2008 - 5 stig - Markatala: +1 (3-2)

2009 - 6 stig - Markatala: +1 (5-4)

2010 - 4 stig - Markatala: +1 (4-3)

2011 - 3 stig - Markatala: -3 (5-8)

2012 - 4 stig - Markatala: 0 (1-1)

2013 - 6 stig - Markatala: +3 (9-6)

2014 - 1 stig - Markatala: -3 (2-5)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×