Erlent

Bandaríkjamenn hjálpa til við leit að nígerísku stúlkunum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Leiðtogi Boko Haram, Abubakar Shekau, sendir vídeóskilaboð til umheimsins
Leiðtogi Boko Haram, Abubakar Shekau, sendir vídeóskilaboð til umheimsins ap
Bandaríkjamenn taka nú virkan þátt í leitinni að nígerísku skólastúlkunum sem hryðjuverkasamtökin Boko Haram námu á brott í síðasta mánuði.

Bandarískar herflugvélar fljúga nú um svæðið og leita þeirra og þá eru háþróaðar gervitunglamyndir bandaríkjahers einnig nýttar af stjórnvöldum í Nígeríu til þess að komast að því hvar þær eru niðurkomnar. Stúlkunum var rænt þann fjórtánda apríl síðastliðinn og í gær sendu samtökin frá sér myndband þar sem hluti þeirra sést. Í myndbandinu segir leiðtogi samtakanna að þeim verði ekki sleppt uns allir liðsmenn Boko Haram sem nú sitji í fangelsi eru lausir úr haldi. Þessum kröfum hefur þegar verið hafnað af stjórnvöldum í Nígeríu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×