Meginverkefnið að blása lífi í atvinnulífið í Stykkishólmi Sveinn Arnarsson skrifar 12. maí 2014 14:00 Sturla Böðvarsson er bæjarstjóraefni H-listans vísir/stefán Sturla Böðvarsson skipar fjórða sæti á lista H-listans í komandi sveitarstjórnarkosningum í Stykkishólmi. Fjórða sætið er baráttusæti listans. Fái H-listinn fjóra menn kjörna og hreinan meirhluta verður Sturla Böðvarsson nýr bæjarstjóri í Stykkishólmi. Sjálfstæðisflokkurinn býður ekki fram undir sínum listabókstaf heldur er um sameiginlegt framboð að ræða. Sturla var bæjarstjóri í stykkishólmi í 17 ár fyrir Sjálfstæðisflokkinn, eða frá árinu 1974 til ársins 1991 þegar hann settist á þing. Hann er vongóður um að H-listinn nái hreinum meirihluta í bæjarstjórn. „Ég er tilbúinn til að verða bæjarstjóri og geng í það verk óragur,“ segir Sturla. Ekki er vitað til þess að feðgin hafi verið sveitarstjórar á samtímis á Íslandi. Ásthildur Sturludóttir, dóttir Sturlu er sveitarstjóri Vesturbyggðar. Sturla er ánægður að vera kominn aftur í sveitarstjórnarpólitíkina og hlakkar til starfans. „Þetta er annars konar verkefni að vera í sveitarstjórn en engu að síður afar gefandi. Nálægðin við fólkið í bænum er mikil og samstarfið við bæjarbúa það sem skiptir mestu máli. Baráttan leggst vel í okkur H-listafólk. Kosningabaráttan er komin á fulla ferð og við höfum sett upp stefnuskrá og opnað síðu á Facebook eins og tíðarandinn gerir ráð fyrir,“ segir Sturla Böðvarsson. „D-listi Sjálfstæðismanna var með meirihluta allt frá árinu 1974 til 2010 þegar meirihlutinn tapaðist með sex atkvæða mun. Niðurstaða Sjálfstæðisfélagsins var sú að leita eftir breiðara samstarfi og kalla til fólk úr öðrum flokkum til samstarfs við okkur.“ Sturla hefur áhyggjur af stöðu atvinnulífisins í sveitarfélaginu. „Lítið hefur gerst á síðustu fjórum árum, íbúum og atvinnutækifærum fækkar í Stykkishólmi og nú leggjum við ríka áherslu á aukið samstarf við atvinnulífið, bæði launþegahreyfinguna og samtök atvinnulífsins að fjölga hér tækifærum og styðja við bakið á þeim fyrirtækjum sem fyrir eru á svæðinu. Það verður stóra málið í kosningunum í vor, að blása lífi í atvinnlífið og glæða því lífi á ný,“ segir Sturla Böðvarsson, bæjarstjóraefni H-listans. Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Vesturland Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Sjá meira
Sturla Böðvarsson skipar fjórða sæti á lista H-listans í komandi sveitarstjórnarkosningum í Stykkishólmi. Fjórða sætið er baráttusæti listans. Fái H-listinn fjóra menn kjörna og hreinan meirhluta verður Sturla Böðvarsson nýr bæjarstjóri í Stykkishólmi. Sjálfstæðisflokkurinn býður ekki fram undir sínum listabókstaf heldur er um sameiginlegt framboð að ræða. Sturla var bæjarstjóri í stykkishólmi í 17 ár fyrir Sjálfstæðisflokkinn, eða frá árinu 1974 til ársins 1991 þegar hann settist á þing. Hann er vongóður um að H-listinn nái hreinum meirihluta í bæjarstjórn. „Ég er tilbúinn til að verða bæjarstjóri og geng í það verk óragur,“ segir Sturla. Ekki er vitað til þess að feðgin hafi verið sveitarstjórar á samtímis á Íslandi. Ásthildur Sturludóttir, dóttir Sturlu er sveitarstjóri Vesturbyggðar. Sturla er ánægður að vera kominn aftur í sveitarstjórnarpólitíkina og hlakkar til starfans. „Þetta er annars konar verkefni að vera í sveitarstjórn en engu að síður afar gefandi. Nálægðin við fólkið í bænum er mikil og samstarfið við bæjarbúa það sem skiptir mestu máli. Baráttan leggst vel í okkur H-listafólk. Kosningabaráttan er komin á fulla ferð og við höfum sett upp stefnuskrá og opnað síðu á Facebook eins og tíðarandinn gerir ráð fyrir,“ segir Sturla Böðvarsson. „D-listi Sjálfstæðismanna var með meirihluta allt frá árinu 1974 til 2010 þegar meirihlutinn tapaðist með sex atkvæða mun. Niðurstaða Sjálfstæðisfélagsins var sú að leita eftir breiðara samstarfi og kalla til fólk úr öðrum flokkum til samstarfs við okkur.“ Sturla hefur áhyggjur af stöðu atvinnulífisins í sveitarfélaginu. „Lítið hefur gerst á síðustu fjórum árum, íbúum og atvinnutækifærum fækkar í Stykkishólmi og nú leggjum við ríka áherslu á aukið samstarf við atvinnulífið, bæði launþegahreyfinguna og samtök atvinnulífsins að fjölga hér tækifærum og styðja við bakið á þeim fyrirtækjum sem fyrir eru á svæðinu. Það verður stóra málið í kosningunum í vor, að blása lífi í atvinnlífið og glæða því lífi á ný,“ segir Sturla Böðvarsson, bæjarstjóraefni H-listans. Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Vesturland Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Sjá meira