Samgöngu- og heilbrigðismál ekki stóru málin að mati Elliða Sveinn Arnarsson skrifar 12. maí 2014 13:15 Elliði telur samgöngumál ekki verða stóra málið í komandi kosningum Elliði vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja og oddviti Sjálfstæðismanna í sveitarstjórnarkosninum, gefur lítið fyrir þau orð Jórunnar Einarsdóttur, oddvita Eyjalistans, að samgöngumál og heilbrigðismál verði stóru málin í komandi kosningabaráttu í Vestmannaeyjum. Þau mál séu alfarið á borði stjórnvalda ríkisins. „Mér finnst lítið gert úr kjósendum í Vestmannaeyjum ef því er haldið fram að samgöngumál og heilbrigðismál verði stóru málin. Það hefur alltaf verið einhugur meðal bæjarstjórnar Vestmannaeyja í þeim málum og við í Sjálfstæðisflokknum höfum haldið uppi málstaðnum og staðið í harðri hagsmunagæslu og viljum standa í henni áfram,“ segir Elliði Sjálfstæðisflokkurinn mælist með um 70% fylgi í skoðanakönnun sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Elliði er ánægður með þetta en tekur hæfilega mark á henni. „Skoðanakannanir eru ákveðin vísbending um stöðuna en fyrst og fremst ákveðinn samkvæmisleikur í aðdraganda kosninga. Ef þær hafa hins vegar þau áhrif að auka áhuga fólks á bæjastjórnarkosningum þá eru þær gífurlega mikilvægar.“ Elliði telur Vestmannaeyjar standa vel nú í aðdraganda kosninga. „Okkar áhersla í Sjálfstæðisflokknum hefur verið að sýna ábyrga fjármálastjórnun og viljum halda því áfram. Við höfum lækkað skuldir bæjarfélagsins um á sjötta milljarð á síðustu árum. Eyjamenn vilja vonandi áfram slíka festu í reksti bæjarins og kunna að meta þá hagsmunagæslu. Við tölum máli íbúa út á við.“ Elliði telur mikla ábyrgð felast í því að kjósa til sveitarstjórnar. „Það er mikil ábyrgð að kjósa í sveitarstjórnarkosningum því dæmin sanna að hægt sé að setja vel stöndug sveitarfélög á hausinn á innan við einu kjörtímabili.“Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Suðurland Tengdar fréttir Markmiðið að fella meirihluta Sjálfstæðisflokksins „Sjálfstæðismenn hafa ekki nýtt tækifærið að eiga ráðherra samgöngu- og heilbrigðismála“ segir Jórunn Einarsdóttir oddviti Eyjalistans 9. maí 2014 16:27 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Sjá meira
Elliði vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja og oddviti Sjálfstæðismanna í sveitarstjórnarkosninum, gefur lítið fyrir þau orð Jórunnar Einarsdóttur, oddvita Eyjalistans, að samgöngumál og heilbrigðismál verði stóru málin í komandi kosningabaráttu í Vestmannaeyjum. Þau mál séu alfarið á borði stjórnvalda ríkisins. „Mér finnst lítið gert úr kjósendum í Vestmannaeyjum ef því er haldið fram að samgöngumál og heilbrigðismál verði stóru málin. Það hefur alltaf verið einhugur meðal bæjarstjórnar Vestmannaeyja í þeim málum og við í Sjálfstæðisflokknum höfum haldið uppi málstaðnum og staðið í harðri hagsmunagæslu og viljum standa í henni áfram,“ segir Elliði Sjálfstæðisflokkurinn mælist með um 70% fylgi í skoðanakönnun sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Elliði er ánægður með þetta en tekur hæfilega mark á henni. „Skoðanakannanir eru ákveðin vísbending um stöðuna en fyrst og fremst ákveðinn samkvæmisleikur í aðdraganda kosninga. Ef þær hafa hins vegar þau áhrif að auka áhuga fólks á bæjastjórnarkosningum þá eru þær gífurlega mikilvægar.“ Elliði telur Vestmannaeyjar standa vel nú í aðdraganda kosninga. „Okkar áhersla í Sjálfstæðisflokknum hefur verið að sýna ábyrga fjármálastjórnun og viljum halda því áfram. Við höfum lækkað skuldir bæjarfélagsins um á sjötta milljarð á síðustu árum. Eyjamenn vilja vonandi áfram slíka festu í reksti bæjarins og kunna að meta þá hagsmunagæslu. Við tölum máli íbúa út á við.“ Elliði telur mikla ábyrgð felast í því að kjósa til sveitarstjórnar. „Það er mikil ábyrgð að kjósa í sveitarstjórnarkosningum því dæmin sanna að hægt sé að setja vel stöndug sveitarfélög á hausinn á innan við einu kjörtímabili.“Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Suðurland Tengdar fréttir Markmiðið að fella meirihluta Sjálfstæðisflokksins „Sjálfstæðismenn hafa ekki nýtt tækifærið að eiga ráðherra samgöngu- og heilbrigðismála“ segir Jórunn Einarsdóttir oddviti Eyjalistans 9. maí 2014 16:27 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Sjá meira
Markmiðið að fella meirihluta Sjálfstæðisflokksins „Sjálfstæðismenn hafa ekki nýtt tækifærið að eiga ráðherra samgöngu- og heilbrigðismála“ segir Jórunn Einarsdóttir oddviti Eyjalistans 9. maí 2014 16:27