Dekk með innbyggðri fjöðrun Finnur Thorlacius skrifar 12. maí 2014 11:45 Það er þónokkur draumsýn að aka um á bíl með enga fjöðrun í undirvagni, en það gæti orðið að veruleika. Fyrirtæki eitt í Ísrael hefur þróað dekk, sem reyndar var þróað fyrir reiðhjól og hjólastóla, sem fjaðrar svo vel að engin ástæða er fyrir annarri innbyggðri fjöðrun. Fjöðrun dekkjanna, sem fengið hafa heitið Softwheel, má stilla eftir þyngd þess sem ferðast um á þeim. Ísraelska fyrirtækið hefur kynnt þessa uppgötvun sína fyrir Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz og engum sögum fer af því hvort Benz hyggst reyna hana á bílum sínum. Sala á Softwheel dekkjunum hefst seinna á þessu ári, bæði til notkunar á reiðhjólum og hjólastólum, sem hingað til hafa fæstir verið búnir nokkurri fjöðrun. Verð dekkjanna verður 2.000 dollarar parið, eða um 225.000 krónur. Sjá má virkni hjólanna í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent
Það er þónokkur draumsýn að aka um á bíl með enga fjöðrun í undirvagni, en það gæti orðið að veruleika. Fyrirtæki eitt í Ísrael hefur þróað dekk, sem reyndar var þróað fyrir reiðhjól og hjólastóla, sem fjaðrar svo vel að engin ástæða er fyrir annarri innbyggðri fjöðrun. Fjöðrun dekkjanna, sem fengið hafa heitið Softwheel, má stilla eftir þyngd þess sem ferðast um á þeim. Ísraelska fyrirtækið hefur kynnt þessa uppgötvun sína fyrir Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz og engum sögum fer af því hvort Benz hyggst reyna hana á bílum sínum. Sala á Softwheel dekkjunum hefst seinna á þessu ári, bæði til notkunar á reiðhjólum og hjólastólum, sem hingað til hafa fæstir verið búnir nokkurri fjöðrun. Verð dekkjanna verður 2.000 dollarar parið, eða um 225.000 krónur. Sjá má virkni hjólanna í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent