Ferrari Steve McQueen til sölu Finnur Thorlacius skrifar 12. maí 2014 09:59 Ferrari bíll Steve McQueen. Þegar Steve McQueen stóð í ströngu við upptökur á Bullitt myndinni í San Francisco árið 1967 fann hann sér þó tíma til að kaupa sér þennan Ferrari 275 GTB/4 bíl, enda fátt annað sæmandi töffara eins og honum. Bílinn keypti hann nýjan og er hann af árgerð 1967. Búið er að gera bílinn upp af mikilli vandvirkni og er hann sem nýr. Þessi bíll verður seldur á árlegu uppboði bíladaganna á Pebble Beach Concours d´Elegance í Kaliforníu í ágúst í sumar. Búist er við því að fyrir hann fáist mjög hátt verð og vegur þar eigendasaga bílsins mikið. Steve McQueen var svalasti karlleikari sjöunda áratugar síðustu aldar og Bullitt myndin ein sú frægast sem hann lék í. Í mynbinni ók Steve McQueen um á Ford Mustang bíl og í henni er einn frægasti bílakappakstur bíósögunnar. Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður
Þegar Steve McQueen stóð í ströngu við upptökur á Bullitt myndinni í San Francisco árið 1967 fann hann sér þó tíma til að kaupa sér þennan Ferrari 275 GTB/4 bíl, enda fátt annað sæmandi töffara eins og honum. Bílinn keypti hann nýjan og er hann af árgerð 1967. Búið er að gera bílinn upp af mikilli vandvirkni og er hann sem nýr. Þessi bíll verður seldur á árlegu uppboði bíladaganna á Pebble Beach Concours d´Elegance í Kaliforníu í ágúst í sumar. Búist er við því að fyrir hann fáist mjög hátt verð og vegur þar eigendasaga bílsins mikið. Steve McQueen var svalasti karlleikari sjöunda áratugar síðustu aldar og Bullitt myndin ein sú frægast sem hann lék í. Í mynbinni ók Steve McQueen um á Ford Mustang bíl og í henni er einn frægasti bílakappakstur bíósögunnar.
Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður