Sport

Þormóður vann silfur í Lundúnum

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Þormóður ásamt Axeli Inga landsliðsþjálfara
Þormóður ásamt Axeli Inga landsliðsþjálfara Mynd/aðsend
Þormóður Jónsson júdókappi varð að sætta sig við silfur á Evrópubikarmótinu í Lundúnum í dag í +100 kg flokki. Þormóður tapaði úrslitaglímunni gegn Ítalanum Mascetti Alessio.

Þormóður tapaði úrslitaglímunni á refsistigum en þetta var fyrsta keppni Þormóðs á erlendri grundu í heilt ár eða frá því að hann meiddist á Norðurlandsmótinu í maí 2013.

Árangurinn í Lundúnum lofar góðu en Þormóður hefur sett stefnuna á ólympíuleikana í Brasilíu 2016.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×