Fótbolti

Zanetti verður varaforseti Inter

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Það var tilfinningarík kveðjustund á San Siro í gær
Það var tilfinningarík kveðjustund á San Siro í gær vísir/getty
Argentínumaðurinn Javier Zanetti lék síðasta heimaleik sinn fyrir Inter frá Milanó í gær í ítölsku A-deildinni í fótbolta. Nítján ára ferli Zanetti sem leikmaður félagsins lýkur í lokaumferðinni um  næstu helgi en hann mun vera áfram hjá félaginu.

Massimo Moratti fyrrum eigandi Inter tilkynnti eftir leikinn að fyrirliðinn Zanetti muni verða varaforseti félagins.

Hinn 40 ára gamli varnarmaður hefur átt ákaflega farsælan feril hjá Inter og er lifandi goðsögn meðal stuðningsmanna félagsins. Það var tilfinningarík stund á San Siro þegar hann var kvaddur í gær í síðasta heimaleiknum.

Zanetti byrjaði á bekknum í 4-1 sigri á Lazio en var fagnað ákaft þegar hann kom inn á sem varamaður á 52. mínútu.

Zanetti vann 16 titla með Inter og var ávallt lykilmaður í liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×