Viðskipti innlent

67 milljarða króna samningur undirritaður í dag

Ingvar Haraldsson skrifar
Frá undirritun samningsins í Háskólanum í Reykjavík.
Frá undirritun samningsins í Háskólanum í Reykjavík. VISIR/VALGARÐUR
Fulltrúar Thorsil ehf. og bandaríska fyrirtækisins Hunter Douglas Metals undirrituðu nú í hádeginu samning um sölu og dreifingu á kísil frá fyrirhuguðu kísilveri Thorsil í Helguvík.

Samningurinn nær til 45 prósenta af framleiðslu verksmiðjunnar.

Undirritunin fór fram í Háskólanum í Reykjavík nú í hádeginu og var Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, viðstaður undirritunina.

Áformað er að hefja byggingu verksmiðjunnar um áramót.

Virði samningsins er um 67 milljarðar króna og gildir í átta ár frá því framleiðsla verksmiðjunnar hefst. Áætluð framleiðsla kísilversins eru 54 þúsund tonn af kísilmálmi.

Einnig var skrifað undir samning í hádeginu hjá Silicor Mater­ials og  Faxa­flóa­hafna vegna bygg­ing­ar nýrr­ar sól­arkís­il­verk­smiðju á Grund­ar­tanga. Bygg­ing fyrri áfanga verk­smiðjunn­ar á að hefjast í októ­ber næst­kom­andi og ljúka í júní 2016. Áætlað er að fullur rekstur verði hafinn ári síðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×