Skipta hugmyndir máli? Anna Lára Steindal skrifar 27. maí 2014 21:56 Allir vita að hugmyndir skipta máli, því hugmyndir eru undanfari nánast alls þess sem við tökum okkur fyrir hendur í lífinu. Að hafa hugmynd og skýra sýn (ekki bara fyrir næstu viku, eða næsta kjörtímabil heldur til lengri framtíðar sem einhvers konar grundvallarforsendu) er lykill að árangri á öllum sviðum.Áður en hægt er að brjóta viðfangsefnið sem stjórnun bæjarfélags er niður í verkefni á borð við skólamál, umhverfismál, skipulagsmál og svo framvegis verður að liggja fyrir kristalstær hugmynd um hvaða markmiðum þessi einstöku verkefni eiga að þjóna.Þeir sem hafa t.d. lesið bækur eða farið á námskeið sem miðar að því að láta drauma sína rætast þekkja þessa forsendu sem fyrsta boðorð þeirra sem hafa náð árangri. Ef við snúum þessu við þýðir þetta að undirliggjandi hugmyndir okkar ráði heilmiklu um það hvers konar tilveru – eða samfélag – við búum okkur. Þetta er mjög mikilvægt að hafa í huga þegar stjórnmál eru annars vegar því það eru hugmyndir þeirra sem komast til áhrifa í stjórnmálum sem hafa mest um það að segja hvernig formleg umgjörð um sameiginlega tilveru okkar verður næstu fjögur árin. Áður en hægt er að brjóta viðfangsefnið sem stjórnun bæjarfélags er niður í verkefni á borð við skólamál, umhverfismál, skipulagsmál og svo framvegis verður að liggja fyrir kristalstær hugmynd um hvaða markmiðum þessi einstöku verkefni eiga að þjóna. Hvers konar samfélag viljum við búa okkur? Og hvernig verður slíkt samfélag til?Hvernig getum við stillt saman alla strengi stjórnsýslu og samfélags þannig að allir séu að vinna á sömu forsendum að sama markmiði, að sameiginlegri velferð okkar allra?Til þess að vera sem best í stakk búin til að sinna þeim verkefnum sem við sækjumst eftir umboði til höfum við í Bjartri framtíð velt eðli samfélags og samskipta heilmikið fyrir okkur. Til að geta tekið góðar og réttlátar ákvarðanir um samfélagið þurfum við að vita hvað samfélag er. Niðurstaðan er sáraenföld, einsog oft er um mikilvægan sannleika: Í grundvallaratriðum er samfélagið á Akranesi ekkert annað en sameiginlegur vettvangur okkar sem búum á Akranesi, veruleiki sem við berum öll ábyrgð á. Samfélag verður til í samskiptum okkar, orðræðu, viðhorfum, hugmyndum og samkomulagi um hvaða fyrirkomulag við viljum hafa á sameiginlegum málum okkar. Aðferðin sem við notum til að komast að þessu samkomulagi heitir lýðræði og felst m.a. í því að veita fulltrúum sem bjóða sig fram til þjónustu umboð í kosningum sem fram fara á fjögurra ára fresti. En þar með er ekki öll sagan sögð.Samfélag nærist á viðvarandi samræðu og samstarfi. Án þess staðnar ferlið og samfélagið um leið. Þess vegna þurfa þeir sem þjóna í forystunni að vera í sífelldri samræðu við íbúa í sveitarfélaginu og ganga úr skugga um að allir eigi aðgang að samræðunni. Á bæjarbúum hvílir á móti sú skylda að láta sig samræðuna og sameiginlega hagsmuni okkar allra varða, en stjórnast ekki af þröngum einkahagsmunum.Björt framtíð telur því að árangursríkasta leiðin til þess að byggja gott samfélag sé að leggja áherslu á hugmyndir, innsýn og samræðu um sameignlegan veruleika okkar, um samfélagið á Akranesi. Þess vegna erum við frjálslyndur flokkur. Verkefnin þarf að sníða þeim markmiðum sem við höfum sett okkur, en ekki öfugt. Þess vegna erum við ákaflega treg til þess að gefa einstök kosningaloforð. Þegar búið er að flétta alla þræði saman gætum við (meira að segja mjög líklega) staðið frammi fyrir því að þurfa að svíkja loforðin og það viljum við ekki. Það eina sem við lofum er að vera samkvæm hugsjónum okkar um jafnræði, lýðræði, skapandi stjórnsýlsu og kærleika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Vesturland Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Sjá meira
Allir vita að hugmyndir skipta máli, því hugmyndir eru undanfari nánast alls þess sem við tökum okkur fyrir hendur í lífinu. Að hafa hugmynd og skýra sýn (ekki bara fyrir næstu viku, eða næsta kjörtímabil heldur til lengri framtíðar sem einhvers konar grundvallarforsendu) er lykill að árangri á öllum sviðum.Áður en hægt er að brjóta viðfangsefnið sem stjórnun bæjarfélags er niður í verkefni á borð við skólamál, umhverfismál, skipulagsmál og svo framvegis verður að liggja fyrir kristalstær hugmynd um hvaða markmiðum þessi einstöku verkefni eiga að þjóna.Þeir sem hafa t.d. lesið bækur eða farið á námskeið sem miðar að því að láta drauma sína rætast þekkja þessa forsendu sem fyrsta boðorð þeirra sem hafa náð árangri. Ef við snúum þessu við þýðir þetta að undirliggjandi hugmyndir okkar ráði heilmiklu um það hvers konar tilveru – eða samfélag – við búum okkur. Þetta er mjög mikilvægt að hafa í huga þegar stjórnmál eru annars vegar því það eru hugmyndir þeirra sem komast til áhrifa í stjórnmálum sem hafa mest um það að segja hvernig formleg umgjörð um sameiginlega tilveru okkar verður næstu fjögur árin. Áður en hægt er að brjóta viðfangsefnið sem stjórnun bæjarfélags er niður í verkefni á borð við skólamál, umhverfismál, skipulagsmál og svo framvegis verður að liggja fyrir kristalstær hugmynd um hvaða markmiðum þessi einstöku verkefni eiga að þjóna. Hvers konar samfélag viljum við búa okkur? Og hvernig verður slíkt samfélag til?Hvernig getum við stillt saman alla strengi stjórnsýslu og samfélags þannig að allir séu að vinna á sömu forsendum að sama markmiði, að sameiginlegri velferð okkar allra?Til þess að vera sem best í stakk búin til að sinna þeim verkefnum sem við sækjumst eftir umboði til höfum við í Bjartri framtíð velt eðli samfélags og samskipta heilmikið fyrir okkur. Til að geta tekið góðar og réttlátar ákvarðanir um samfélagið þurfum við að vita hvað samfélag er. Niðurstaðan er sáraenföld, einsog oft er um mikilvægan sannleika: Í grundvallaratriðum er samfélagið á Akranesi ekkert annað en sameiginlegur vettvangur okkar sem búum á Akranesi, veruleiki sem við berum öll ábyrgð á. Samfélag verður til í samskiptum okkar, orðræðu, viðhorfum, hugmyndum og samkomulagi um hvaða fyrirkomulag við viljum hafa á sameiginlegum málum okkar. Aðferðin sem við notum til að komast að þessu samkomulagi heitir lýðræði og felst m.a. í því að veita fulltrúum sem bjóða sig fram til þjónustu umboð í kosningum sem fram fara á fjögurra ára fresti. En þar með er ekki öll sagan sögð.Samfélag nærist á viðvarandi samræðu og samstarfi. Án þess staðnar ferlið og samfélagið um leið. Þess vegna þurfa þeir sem þjóna í forystunni að vera í sífelldri samræðu við íbúa í sveitarfélaginu og ganga úr skugga um að allir eigi aðgang að samræðunni. Á bæjarbúum hvílir á móti sú skylda að láta sig samræðuna og sameiginlega hagsmuni okkar allra varða, en stjórnast ekki af þröngum einkahagsmunum.Björt framtíð telur því að árangursríkasta leiðin til þess að byggja gott samfélag sé að leggja áherslu á hugmyndir, innsýn og samræðu um sameignlegan veruleika okkar, um samfélagið á Akranesi. Þess vegna erum við frjálslyndur flokkur. Verkefnin þarf að sníða þeim markmiðum sem við höfum sett okkur, en ekki öfugt. Þess vegna erum við ákaflega treg til þess að gefa einstök kosningaloforð. Þegar búið er að flétta alla þræði saman gætum við (meira að segja mjög líklega) staðið frammi fyrir því að þurfa að svíkja loforðin og það viljum við ekki. Það eina sem við lofum er að vera samkvæm hugsjónum okkar um jafnræði, lýðræði, skapandi stjórnsýlsu og kærleika.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar