Lífið

Leitar að ungum töfrahetjum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Viktoría og Einar.
Viktoría og Einar.
Töframaðurinn Einar Mikael ferðast um landið á næstu vikum til að leita að ungum töfrahetjum í þáttinn Töfrahetjurnar - sýning aldarinnar sem sýndur verður á Stöð 2 í haust.

„Það er ekki skilyrði að kunna töfrabrögð við erum að leita af strákum og stelpum á aldrinum sex til fimmtán ára," segir Einar en í prufunum nýtur hann stuðnings töfrakonunnar Viktoríu. 

„Við munum velja einn strák og eina stelpu frá hverjum stað sem við heimsækjum sem fá að taka þátt í Töfrahetjunum. Ungu hetjurnar sem við veljum verða síðan þjálfaðar af okkur og fá töfrahetjubúning og töfradót,“ bætir Einar við. Hann segir að töfraheturnar sem verða fyrir valinu fái að taka þátt í sýningu aldarinnar með honum og Viktoríu.

„Þættirnir eru troðfullir af ótrúlegum töfrabrögðum og mögnuðum sjónhverfingum. Í þáttunum fáum við einnig að sjá töfradýr sem geta gert allskonar fyndnar og skemmtilegar brellur. Við fáum líka að fylgjast með ævintýri tveggja ungra töfrahetja og leiðinni þeirra að taka þátt í sýningu aldarinnar með töfrahetjunum Einari Mikael og Viktoríu.“

Hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á tofrahetjurnar@gmail.com en í póstinum þarf að koma fram nafn, aldur og sími.

Hér er dagskrá áheyrnarprufanna:

30. maí  föstudagur - Grindavík – Hópsskóli kl. 14-15

3 júní þriðjudagur - Selfoss – FSU kl. 16-17

4 júní miðvikudagur -  Akranes – Bíóhöllin kl. 16-17  

5. júní - Vestmannaeyjar –  Höllin kl. 16-17

6 júní föstudagur - Akureyri – Sjallinn kl. 16 - 17

7. júní laugardagur -  Reykjavík – Kringlunni kl. 14 – 16  

Nánar um prufurnar hér.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×