Sport

Bandýfólk átti Digranesið um helgina - myndir

Vísir/Hörður
Bandýnefnd ÍSÍ og Bandýdeild HK héldu opið bandýmót um helgina og fór það fram í Digranesi í Kópavogi. Átta lið mættu og tóku þátt í mótinu en keppendur voru rúmlega fimmtíu talsins.

Sænska liðið GTN vann alla sína 7 leiki og vann gullið örugglega. Skautafélagið Björninn var í öðru sæti. DCo og HK2 voru í 3-4 sæti en DCo unnu innbyrðisviðureignina og fengu því bronsverðlaunin.

Bandý er vaxandi íþrótt á Íslandi og nú eru tvö stór félög komin með bandýdeildir innan sinna raða, HK og Skautafélagið Björninn.

Að auki eru þónokkur smærri lið sem spila íþróttina. Hjá HK er nú boðið upp á opnar æfingar fyrir barna-, unglinga- og fullorðinsflokka.

Hörður Guðmundsson var á staðnum og sendi okkur þessar myndir sem fá finna hér fyrir neðan.



Vísir/Hörður
Vísir/Hörður
Vísir/Hörður
Vísir/Hörður
Vísir/Hörður
Vísir/Hörður
Vísir/Hörður
Vísir/Hörður



Fleiri fréttir

Sjá meira


×