Dæmdur í sex ára fangelsi þremur árum eftir að brotið var framið Hjörtur Hjartarson skrifar 25. maí 2014 19:45 „Mér finnst eins og það sé verið að dæma mig aftur til fyrra lífernis," segir tvítugur piltur sem var á föstudaginn dæmdur í sex ára fangelsi fyrir smygl á e-töflum. Nú, þremur árum eftir að brotið var framið er hann breyttur maður, búinn að vera edrú í annað ár, er í fastri vinnu og trúlofaður. Einar Örn Adolfsson og Finnur Snær Guðjónsson voru á föstudaginn dæmdir í sex ára fangelsi fyrir að hafa, í ágúst, 2011, staðið að innflutning á ríflega 30 þúsund e-töflum. Einar var tæplega átján ára þegar brotin voru framin.17 ára og á kafi í neyslu „Ég er á mínum versta stað í lífinu á þessum tíma. Ég er 17 ára gamall og á kafi í neyslu, skulda öllum þeim glæpamönnum sem ég þekkti á þeim tíma pening. Ég var á ferðalagi í útlöndum þegar ég fékk þetta boð um að losna frá öllum skuldum (með því að gerast burðardýr). Ég sá enga aðra leið,“ segir Einar Örn. Eins og áður segir eru rétt tæplega þrjú ár síðan Einar var handtekinn. Þær tafir sem hafa orðið á meðferð málsins eru ekki útskýrðar með öðrum hætti en þessum í dómnum: "Dómsuppsaga hefur dregist vegna anna dómarans."„Svona mál á náttúrulega að tækla strax. Maður á ekki að þurfa að bíða í þrjú ár eftir að dómur falli. Ég sat í gæsluvarðhaldi í þrjá mánuði og mér finnst ég vera búinn að vera á skilorði í þrjú ár.“Trúlofaður og edrú í dag Einar hefur á þessum þremur árum snúið við blaðinu og sagt skilið við fyrra líferni. Hann fór í meðferð fyrir átján mánuðum og hefur verið edrú síðan. Hann er trúlofaður og í fastri vinnu. „Ég er ánægður með mig og ég veit að foreldrar mínir og nánustu aðstandendur eru það líka. Í dag er ég gjörbreyttur. Ég er edrú, ég hef fullorðnast, ég kann að taka ákvarðanir og ég er ekki með sama hugarfar og áður. Ég er búinn að betra mig,“ segir Einar. Einar viðurkennir að afbrot hans hafi verið alvarlegt og vissulega refsivert. Hann reiknaði alltaf með því að þurfa sitja inni í einhvern tíma en vonaðist til að það yrði metið til refsilækkunar hversu vel hann hafi tekið til í lífi sínu. Það var hinsvegar ekki svo. „Þetta er náttúrulega rosalegt sjokk. Mig langaði til að gráta en ég gat það ekki. Þetta er auðvitað tilfinningasprengja að vita að maður er að fara inn í sex ár. Þetta er einn þriðji af ævi minni nú þegar.“ Einar vonar að vistin á Litla Hrauni næstu árin komi ekki til með að leiða hann af þeirri beinu braut sem hann er á núna. Hann hyggst áfrýja dómnum. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Mér finnst eins og það sé verið að dæma mig aftur til fyrra lífernis," segir tvítugur piltur sem var á föstudaginn dæmdur í sex ára fangelsi fyrir smygl á e-töflum. Nú, þremur árum eftir að brotið var framið er hann breyttur maður, búinn að vera edrú í annað ár, er í fastri vinnu og trúlofaður. Einar Örn Adolfsson og Finnur Snær Guðjónsson voru á föstudaginn dæmdir í sex ára fangelsi fyrir að hafa, í ágúst, 2011, staðið að innflutning á ríflega 30 þúsund e-töflum. Einar var tæplega átján ára þegar brotin voru framin.17 ára og á kafi í neyslu „Ég er á mínum versta stað í lífinu á þessum tíma. Ég er 17 ára gamall og á kafi í neyslu, skulda öllum þeim glæpamönnum sem ég þekkti á þeim tíma pening. Ég var á ferðalagi í útlöndum þegar ég fékk þetta boð um að losna frá öllum skuldum (með því að gerast burðardýr). Ég sá enga aðra leið,“ segir Einar Örn. Eins og áður segir eru rétt tæplega þrjú ár síðan Einar var handtekinn. Þær tafir sem hafa orðið á meðferð málsins eru ekki útskýrðar með öðrum hætti en þessum í dómnum: "Dómsuppsaga hefur dregist vegna anna dómarans."„Svona mál á náttúrulega að tækla strax. Maður á ekki að þurfa að bíða í þrjú ár eftir að dómur falli. Ég sat í gæsluvarðhaldi í þrjá mánuði og mér finnst ég vera búinn að vera á skilorði í þrjú ár.“Trúlofaður og edrú í dag Einar hefur á þessum þremur árum snúið við blaðinu og sagt skilið við fyrra líferni. Hann fór í meðferð fyrir átján mánuðum og hefur verið edrú síðan. Hann er trúlofaður og í fastri vinnu. „Ég er ánægður með mig og ég veit að foreldrar mínir og nánustu aðstandendur eru það líka. Í dag er ég gjörbreyttur. Ég er edrú, ég hef fullorðnast, ég kann að taka ákvarðanir og ég er ekki með sama hugarfar og áður. Ég er búinn að betra mig,“ segir Einar. Einar viðurkennir að afbrot hans hafi verið alvarlegt og vissulega refsivert. Hann reiknaði alltaf með því að þurfa sitja inni í einhvern tíma en vonaðist til að það yrði metið til refsilækkunar hversu vel hann hafi tekið til í lífi sínu. Það var hinsvegar ekki svo. „Þetta er náttúrulega rosalegt sjokk. Mig langaði til að gráta en ég gat það ekki. Þetta er auðvitað tilfinningasprengja að vita að maður er að fara inn í sex ár. Þetta er einn þriðji af ævi minni nú þegar.“ Einar vonar að vistin á Litla Hrauni næstu árin komi ekki til með að leiða hann af þeirri beinu braut sem hann er á núna. Hann hyggst áfrýja dómnum.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira