Segir ákæru gegn hjúkrunarfræðingi áfall Hrund Þórsdóttir skrifar 23. maí 2014 20:00 Í föstudagspistli sínum gerir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, ákæru gegn spítalanum og hjúkrunarfræðingi þar, að umfjöllunarefni sínu. Síðustu daga hafa Stöð 2 og Vísir fjallað um ákæru gegn Landspítalanum og hjúkrunarfræðingi þar fyrir manndráp af gáleysi en þetta er í fyrsta sinn sem spítalinn og starfsmaður hans eru ákærðir fyrir atvik af þessu tagi. Í pistli sem Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, birti í dag segir að spítalinn tilkynni sex til tíu alvarleg atvik árlega og sé tilkynningaskyldan ríkari en til að mynda í Noregi. Unnið hafi verið markvisst að bættri öryggismenningu og það að segja frá mistökum eigi að leiða til umbóta en ekki til leitar að sökudólgum. Þar segir einnig: „Í opinni öryggismenningu eiga heilbrigðisstarfsmenn að vera óhræddir við að skrá og upplýsa það sem aflaga fer og allt sem dregur úr vilja þeirra eða getu til þess er afturför. Í því ljósi er ofangreind ákæra bæði vonbrigði og vegferðinni að öruggum spítala talsvert áfall.“ „Þetta eru ákveðnar krossgötur, það skal alveg viðurkennt,“ segir Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra. „Þetta er nýtt tilvik og við þurfum að höndla það sem slíkt.“ Ráðherra vill ekki tjá sig um hvort atvikið sé afleiðing aðstæðna á spítalanum eða hvort ákæran varpi ábyrgð sem liggi í það minnsta að einhverju leyti hjá ríkinu yfir á starfsmanninn, en segir málið beina sjónum að því hvernig sjúklingar verði best varðir. „Það hefur verið rekin sú stefna af hálfu Landspítalans að draga fram öll þau atvik sem flokkast undir mistök og við eigum auðvitað að leggja Landspítalanum lið í því, almenningur og heilbrigðisyfirvöld,“ segir Kristján. En segir sig ekki sjálft að þetta mun hræða fólk frá því að viðurkenna mistök? „Ég vona að svo verði ekki því það er grundvallaratiði í heilbrigðisþjónustunni að mistök sem kunna að verða séu nýtt til að draga af þeim lærdóm.“ Forstjóri Landspítalans segir að ákæran sé áfall í vegferðinni að öruggum spítala. Tekur þú undir þær áhyggjur? „Það kann vel að vera að þetta hnykki aðeins við fólki en ég vona að það verði frekar hvatning til að gera enn betur, því inni á Landspítalanum eins og í allri heilbrigðisþjónustu Íslendinga eru unnin afrek á hverjum einasta degi.“ Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Landspítalinn Tengdar fréttir Mun breyta starfsumhverfi allra heilbrigðisstarfsmanna Hjúkrunarráð Landspítalans hefur ítrekað bent á að of mikið álag sé á spítalann 22. maí 2014 13:28 Heilbrigðisstarfsmenn uggandi vegna ákæru um manndráp Fagfólk og aðstandandi sjúklings óttast breytt viðhorf og meiri þöggun um mistök vegna ákærunnar 22. maí 2014 07:00 Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira
Síðustu daga hafa Stöð 2 og Vísir fjallað um ákæru gegn Landspítalanum og hjúkrunarfræðingi þar fyrir manndráp af gáleysi en þetta er í fyrsta sinn sem spítalinn og starfsmaður hans eru ákærðir fyrir atvik af þessu tagi. Í pistli sem Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, birti í dag segir að spítalinn tilkynni sex til tíu alvarleg atvik árlega og sé tilkynningaskyldan ríkari en til að mynda í Noregi. Unnið hafi verið markvisst að bættri öryggismenningu og það að segja frá mistökum eigi að leiða til umbóta en ekki til leitar að sökudólgum. Þar segir einnig: „Í opinni öryggismenningu eiga heilbrigðisstarfsmenn að vera óhræddir við að skrá og upplýsa það sem aflaga fer og allt sem dregur úr vilja þeirra eða getu til þess er afturför. Í því ljósi er ofangreind ákæra bæði vonbrigði og vegferðinni að öruggum spítala talsvert áfall.“ „Þetta eru ákveðnar krossgötur, það skal alveg viðurkennt,“ segir Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra. „Þetta er nýtt tilvik og við þurfum að höndla það sem slíkt.“ Ráðherra vill ekki tjá sig um hvort atvikið sé afleiðing aðstæðna á spítalanum eða hvort ákæran varpi ábyrgð sem liggi í það minnsta að einhverju leyti hjá ríkinu yfir á starfsmanninn, en segir málið beina sjónum að því hvernig sjúklingar verði best varðir. „Það hefur verið rekin sú stefna af hálfu Landspítalans að draga fram öll þau atvik sem flokkast undir mistök og við eigum auðvitað að leggja Landspítalanum lið í því, almenningur og heilbrigðisyfirvöld,“ segir Kristján. En segir sig ekki sjálft að þetta mun hræða fólk frá því að viðurkenna mistök? „Ég vona að svo verði ekki því það er grundvallaratiði í heilbrigðisþjónustunni að mistök sem kunna að verða séu nýtt til að draga af þeim lærdóm.“ Forstjóri Landspítalans segir að ákæran sé áfall í vegferðinni að öruggum spítala. Tekur þú undir þær áhyggjur? „Það kann vel að vera að þetta hnykki aðeins við fólki en ég vona að það verði frekar hvatning til að gera enn betur, því inni á Landspítalanum eins og í allri heilbrigðisþjónustu Íslendinga eru unnin afrek á hverjum einasta degi.“
Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Landspítalinn Tengdar fréttir Mun breyta starfsumhverfi allra heilbrigðisstarfsmanna Hjúkrunarráð Landspítalans hefur ítrekað bent á að of mikið álag sé á spítalann 22. maí 2014 13:28 Heilbrigðisstarfsmenn uggandi vegna ákæru um manndráp Fagfólk og aðstandandi sjúklings óttast breytt viðhorf og meiri þöggun um mistök vegna ákærunnar 22. maí 2014 07:00 Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira
Mun breyta starfsumhverfi allra heilbrigðisstarfsmanna Hjúkrunarráð Landspítalans hefur ítrekað bent á að of mikið álag sé á spítalann 22. maí 2014 13:28
Heilbrigðisstarfsmenn uggandi vegna ákæru um manndráp Fagfólk og aðstandandi sjúklings óttast breytt viðhorf og meiri þöggun um mistök vegna ákærunnar 22. maí 2014 07:00