Skilum peningunum aftur til skólanna Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 23. maí 2014 15:38 VG og félagshyggjufólk vilja að Kópavogsbær skili aftur þeim fjármunum sem teknir hafa verið frá leik- og grunnskólum bæjarins frá Hruni. Börnin okkar eiga það skilið! Framboðið mun leggja höfuðáherslu á að forgangsraðað verði í þágu barna og fjölskyldna þeirra. Að fjárfesta í börnum er fjárfesting til framtíðar og til heilla fyrir samfélagið allt. Frá Hruni hefur verið skorin niður þjónusta við börn í leik- og grunnskólum Kópavogs á hverju ári. Á skólaárinu 2013- 2014 var því skorið niður í 6. Árið í röð til skólanna. Alls hafa verið teknar um 800 milljónir út úr skólakerfinu í Kópavogi. Börnin okkar bera ekki ábyrgð á Hruninu og bæjarfélag sem státar sig á góðri afkomu á að láta börnin njóta þess. Í grunnskólum hafa fjárveitingar verið skornar niður til forfallakennslu, til kaupa á námsefni, til foreldrasamstarfs (bekkjarkvöld og fleira), félagsstarfa, frímínútnagæslu, vettvangsferða, tækjakaupa og sérkennslu. Þar að auki hefur verið fjölgað í námshópum. Að skera niður til sérkennslu bitnar helst á þeim börnum sem síst skyldi. Slíkt er ekki neinu samfélagi til sóma. Mikilvægt er að snúa vörn í sókn, veita börnunum okkar aftur þá þjónustu sem þau eiga skilið og bæta aðbúnað í skólum. Til þess að Kópavogur sé samkeppnishæfur við nágrannasveitarfélögin hvað varðar þjónustu leik- og grunnskóla þarf að hlúa vel að þessum málaflokki. Það á að vera eftirsóknarvert fyrir barnafólk að búa í Kópavogi og Kópavogsbær á að vera eftirsóknarverður vinnustaður í mennta- og velferðarmálum. VGF líta svo á að sveitarfélagið sé sá aðili sem er best til þess fallinn að veita þessa þjónustu, þannig að jafnræði allra barna sé tryggt. Öll börn eiga að njóta sömu tækifæra til að þroskast og njóta hæfileika sinna. Það mun verða samfélaginu öllu til heilla þegar fram í sækir. Atkvæði greitt Vinstri VG og félagshyggjufólki Í Kópavogi tryggir forgangsröðun í þágu barna og fjölskyldna þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Margrét Júlía Rafnsdóttir Mest lesið Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Sjá meira
VG og félagshyggjufólk vilja að Kópavogsbær skili aftur þeim fjármunum sem teknir hafa verið frá leik- og grunnskólum bæjarins frá Hruni. Börnin okkar eiga það skilið! Framboðið mun leggja höfuðáherslu á að forgangsraðað verði í þágu barna og fjölskyldna þeirra. Að fjárfesta í börnum er fjárfesting til framtíðar og til heilla fyrir samfélagið allt. Frá Hruni hefur verið skorin niður þjónusta við börn í leik- og grunnskólum Kópavogs á hverju ári. Á skólaárinu 2013- 2014 var því skorið niður í 6. Árið í röð til skólanna. Alls hafa verið teknar um 800 milljónir út úr skólakerfinu í Kópavogi. Börnin okkar bera ekki ábyrgð á Hruninu og bæjarfélag sem státar sig á góðri afkomu á að láta börnin njóta þess. Í grunnskólum hafa fjárveitingar verið skornar niður til forfallakennslu, til kaupa á námsefni, til foreldrasamstarfs (bekkjarkvöld og fleira), félagsstarfa, frímínútnagæslu, vettvangsferða, tækjakaupa og sérkennslu. Þar að auki hefur verið fjölgað í námshópum. Að skera niður til sérkennslu bitnar helst á þeim börnum sem síst skyldi. Slíkt er ekki neinu samfélagi til sóma. Mikilvægt er að snúa vörn í sókn, veita börnunum okkar aftur þá þjónustu sem þau eiga skilið og bæta aðbúnað í skólum. Til þess að Kópavogur sé samkeppnishæfur við nágrannasveitarfélögin hvað varðar þjónustu leik- og grunnskóla þarf að hlúa vel að þessum málaflokki. Það á að vera eftirsóknarvert fyrir barnafólk að búa í Kópavogi og Kópavogsbær á að vera eftirsóknarverður vinnustaður í mennta- og velferðarmálum. VGF líta svo á að sveitarfélagið sé sá aðili sem er best til þess fallinn að veita þessa þjónustu, þannig að jafnræði allra barna sé tryggt. Öll börn eiga að njóta sömu tækifæra til að þroskast og njóta hæfileika sinna. Það mun verða samfélaginu öllu til heilla þegar fram í sækir. Atkvæði greitt Vinstri VG og félagshyggjufólki Í Kópavogi tryggir forgangsröðun í þágu barna og fjölskyldna þeirra.
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar