Risarækjupasta og sumarsalat Eva Laufey skrifar 23. maí 2014 13:30 Eva Laufey og Greta Mjöll. Söngkonan og sælkerinn Gretu Mjöll er sótt heim í þættinum Höfðingjar heim að sækja. Greta töfraði fram ljúffengt risarækjupasta og súkkulaði creme brulée í desert sem bráðnar í munni. Höfðingjar heim að sækja er á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöldum. Risarækjupasta 400 g linguini (eða spaghetti) 1 msk ólífuolía Smjör, magn eftir smekk 2 – 3 skarlottulaukar, smátt saxaðir 4-5 hvítlauksrif, smátt söxuð Klípa af þurrkuðum chili 500 g ósoðnar risarækjur 150 ml hvítvín 1 -2 msk. sítrónusafi 1 lúka fersk steinselja, söxuð 1 fiskikrafts teningur salt og pipar, magn eftir smekk Hitið vel saltað vatn í stórum potti. Setjið pastað út í vatnið þegar það sýður, lækkið hitann og sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Hitið ólífuolíu og smjör á stórri pönnu, byrjið á því að steikja laukinn í örfáar mínútur eða þar til laukurinn er gullinbrúnn. Bætið rækjunum út á pönnuna og steikið þar til þær eru farnar að vera bleikar. Hellið hvítvíninu og safanum úr sítrónunni og fiskikraftinum út á pönnuna, leyfið því aðeins að sjóða niður og fjarlægið pönnuna af hitanum. Setjið eldað pastað á pönnuna og dreifið steinseljunni yfir. Kryddið til með salti og pipar, blandið vel saman og berið fram með góðu salati og hvítlauksbrauði. Hvítlaukssmjör 200 g smjör, við stofuhita 3-4 hvítlauksrif, smátt söxuð Handfylli fersk steinselja, smátt söxuð Salt og pipar, magn eftir smekk Aðferð: Blandið öllu saman í skál eða maukið í matvinnsluvél, smjörið á að vera létt og ljóst. Smyrjið brauðsneiðar með smjörinu og dreifið rifnum osti yfir. Bakið brauðið í ofni við 180°C í 5 – 7 mínútur eða þar til osturinn er orðinn gullinbrúnn. Ferskt sumarsalat Þetta salat er einstaklega ljúffengt. 300 g Mozzarella ostur 1 askja kirsuberjatómatar, smátt skornir Handfylli fersk basilíka, smátt söxuð Salt og pipar, magn eftir smekk Góð ólífuolía, um það bil ½ matskeið Aðferð:Blandið öllu saman í skál og dreifið smá olíu yfir. Kryddið til með smá salti og pipar. Súkkulaði creme brulée Ómótstæðilegur desert sem bráðnar í munni. fyrir 6500 ml rjómi4 eggjarauður70 g sykur100 g suðusúkkulaðiSalt á hnífsoddi2 tsk vanillaHrásykur, magn eftir smekkAðferð:Hitið ofninn í 163°C. Hellið rjómanum í pott og bætið 35 g af sykrinum og salti á hnífsoddi saman við. Hitið upp að suðu. Lækkið þá hitann og látið malla í 5 mínútur. Þeytið eggjarauðurnar og sykurinn vel saman eða þar til að blandan er orðin ljós og létt í sér. Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði og bætið út í rjómablönduna. Hellið rjómablönduni smám saman út í eggjablönduna og látið hrærivélina ganga á meðalhraða á meðan. Hellið blöndunni til jafns í 6 creme brulée mót. Hálffyllið eldfast mót af vatni og raðið mótunum í það. Vatnið á að ná upp að miðju mótanna. Bakið í 30 mínútur eða þar til búðingurinn er orðinn jafn í miðjunni. Takið mótin úr vatnsbaðinu og kælið. Best er að kæla yfir nótt. Stráið hrásykrinum yfir mótið og brennið með litlum gasbrennara eða stuttlega á grillstillingu i ofninum. Skreytið eftirréttinn í lokin með ferskum berjum og njótið vel. Eftirréttir Eva Laufey Pastaréttir Salat Sjávarréttir Uppskriftir Tengdar fréttir Gómsætur kalkúnaréttur: Hrefna Sætran töfrar fram gómsætan heimilismat Eva Laufey sótti sælkerann og veitingahúsaeigandann Hrefnu Sætran heim í þættinum Höfðingjar heim að sækja. Hrefna hrissti fram úr erminni ómótstæðilegan kalkúnarétt ásamt einföldum og girnilegu Oreo triffle í eftirrétt. 9. maí 2014 09:33 Sjávarréttapasta og berjabomba í Höfðingjum heim að sækja Uppskriftir úr fyrsta þætti Höfðingja heim að sækja í stjórn Evu Laufeyjar Kjaran Hermannsdóttur. 30. apríl 2014 17:00 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið
Söngkonan og sælkerinn Gretu Mjöll er sótt heim í þættinum Höfðingjar heim að sækja. Greta töfraði fram ljúffengt risarækjupasta og súkkulaði creme brulée í desert sem bráðnar í munni. Höfðingjar heim að sækja er á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöldum. Risarækjupasta 400 g linguini (eða spaghetti) 1 msk ólífuolía Smjör, magn eftir smekk 2 – 3 skarlottulaukar, smátt saxaðir 4-5 hvítlauksrif, smátt söxuð Klípa af þurrkuðum chili 500 g ósoðnar risarækjur 150 ml hvítvín 1 -2 msk. sítrónusafi 1 lúka fersk steinselja, söxuð 1 fiskikrafts teningur salt og pipar, magn eftir smekk Hitið vel saltað vatn í stórum potti. Setjið pastað út í vatnið þegar það sýður, lækkið hitann og sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Hitið ólífuolíu og smjör á stórri pönnu, byrjið á því að steikja laukinn í örfáar mínútur eða þar til laukurinn er gullinbrúnn. Bætið rækjunum út á pönnuna og steikið þar til þær eru farnar að vera bleikar. Hellið hvítvíninu og safanum úr sítrónunni og fiskikraftinum út á pönnuna, leyfið því aðeins að sjóða niður og fjarlægið pönnuna af hitanum. Setjið eldað pastað á pönnuna og dreifið steinseljunni yfir. Kryddið til með salti og pipar, blandið vel saman og berið fram með góðu salati og hvítlauksbrauði. Hvítlaukssmjör 200 g smjör, við stofuhita 3-4 hvítlauksrif, smátt söxuð Handfylli fersk steinselja, smátt söxuð Salt og pipar, magn eftir smekk Aðferð: Blandið öllu saman í skál eða maukið í matvinnsluvél, smjörið á að vera létt og ljóst. Smyrjið brauðsneiðar með smjörinu og dreifið rifnum osti yfir. Bakið brauðið í ofni við 180°C í 5 – 7 mínútur eða þar til osturinn er orðinn gullinbrúnn. Ferskt sumarsalat Þetta salat er einstaklega ljúffengt. 300 g Mozzarella ostur 1 askja kirsuberjatómatar, smátt skornir Handfylli fersk basilíka, smátt söxuð Salt og pipar, magn eftir smekk Góð ólífuolía, um það bil ½ matskeið Aðferð:Blandið öllu saman í skál og dreifið smá olíu yfir. Kryddið til með smá salti og pipar. Súkkulaði creme brulée Ómótstæðilegur desert sem bráðnar í munni. fyrir 6500 ml rjómi4 eggjarauður70 g sykur100 g suðusúkkulaðiSalt á hnífsoddi2 tsk vanillaHrásykur, magn eftir smekkAðferð:Hitið ofninn í 163°C. Hellið rjómanum í pott og bætið 35 g af sykrinum og salti á hnífsoddi saman við. Hitið upp að suðu. Lækkið þá hitann og látið malla í 5 mínútur. Þeytið eggjarauðurnar og sykurinn vel saman eða þar til að blandan er orðin ljós og létt í sér. Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði og bætið út í rjómablönduna. Hellið rjómablönduni smám saman út í eggjablönduna og látið hrærivélina ganga á meðalhraða á meðan. Hellið blöndunni til jafns í 6 creme brulée mót. Hálffyllið eldfast mót af vatni og raðið mótunum í það. Vatnið á að ná upp að miðju mótanna. Bakið í 30 mínútur eða þar til búðingurinn er orðinn jafn í miðjunni. Takið mótin úr vatnsbaðinu og kælið. Best er að kæla yfir nótt. Stráið hrásykrinum yfir mótið og brennið með litlum gasbrennara eða stuttlega á grillstillingu i ofninum. Skreytið eftirréttinn í lokin með ferskum berjum og njótið vel.
Eftirréttir Eva Laufey Pastaréttir Salat Sjávarréttir Uppskriftir Tengdar fréttir Gómsætur kalkúnaréttur: Hrefna Sætran töfrar fram gómsætan heimilismat Eva Laufey sótti sælkerann og veitingahúsaeigandann Hrefnu Sætran heim í þættinum Höfðingjar heim að sækja. Hrefna hrissti fram úr erminni ómótstæðilegan kalkúnarétt ásamt einföldum og girnilegu Oreo triffle í eftirrétt. 9. maí 2014 09:33 Sjávarréttapasta og berjabomba í Höfðingjum heim að sækja Uppskriftir úr fyrsta þætti Höfðingja heim að sækja í stjórn Evu Laufeyjar Kjaran Hermannsdóttur. 30. apríl 2014 17:00 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið
Gómsætur kalkúnaréttur: Hrefna Sætran töfrar fram gómsætan heimilismat Eva Laufey sótti sælkerann og veitingahúsaeigandann Hrefnu Sætran heim í þættinum Höfðingjar heim að sækja. Hrefna hrissti fram úr erminni ómótstæðilegan kalkúnarétt ásamt einföldum og girnilegu Oreo triffle í eftirrétt. 9. maí 2014 09:33
Sjávarréttapasta og berjabomba í Höfðingjum heim að sækja Uppskriftir úr fyrsta þætti Höfðingja heim að sækja í stjórn Evu Laufeyjar Kjaran Hermannsdóttur. 30. apríl 2014 17:00