Tónlist

Verðandi Íslandsvinur lagahöfundur ársins

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Verðandi Íslandsvinurinn Tom Odell hlaut hin árlegu Ivor Novello-verðlaun í dag sem lagahöfundur ársins.

Tom skaust uppá stjörnuhimininn í fyrra þegar hann gaf út plötuna Long Way Down en kappinn heldur tónleika í Eldborgarsal Hörpu þann 26. júní.

Meðal annarra sigurvegara á hátíðinni voru Nick Cave og Warren Ellis fyrir bestu plötuna, Push The Sky Away sem var flutt af Nick Cave and the Bad Seeds og Mumford and Sons sem unnu verðlaun fyrir afrek sín á erlendri grundu.

Þá hlaut Jeff Beck styttu fyrir framlag sitt til breskrar tónlistar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.