Tónlist

David Guetta hlakkar til að koma til Íslands - MYNDBAND

Tónlistarmaðurinn David Guetta er væntanlegur aftur til Íslands og er mjög spenntur að skemmta dansþyrstum Íslendingum þann 16. júní næstkomandi.

David Guetta mætir í afmælispartý útvarpsstöðvarinnar FM957 sem heldur uppá 25 ára afmæli sitt á árinu en afmælispartýið verður haldið í Laugardalshöllinni. 

David Guetta ættu allir aðdáendur góðrar tónlistar að þekkja en þessi franski plötusnúður hefur komið fjölmörgum lögum á toppinn á vinsældarlistum heimsins en lög á borð við "When Love Takes Over", "Titanium", "Sexy Chick", "Without You" og fleiri hafa öll náð gríðarlegum vinsældum bæði erlendis sem og hérlendis.

„Það má með sanni segja að David Guetta verði í góðum félagsskap þann 16. júní en til að hita upp fyrir þennan sjóðandi heita listamann var leitað til manna sem kunna svo sannarlega að halda uppi stuðinu. Dj Muscleboy, Emmsjé Gauti, Úlfur Úlfur, Friðrik Dór, Steindi Jr og Bent hafa allir boðað komu sína á tónleikana og því má fastlega búast við stórkostlegu kvöldi,“










Fleiri fréttir

Sjá meira


×