Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - FH 1-1 | Atli Viðar hetjan Árni Jóhannsson á Nettó-vellinum skrifar 22. maí 2014 10:36 Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur. Vísir/Daníel Tvö rauð spjöld fóru á loft er Keflavík gerði 1-1 jafntefli við FH í lokaleik kvöldsins í Pepsi-deild karla. Hinn ungi Elías Már Ómarsson kom heimamönnum yfir strax á þriðju mínútu leiksins og lengi vel stefndi í sigur heimamanna, sérstaklega eftir að Pétur Viðarsson fór af velli með sitt annað gula spjald. En varamaðurinn Atli Viðar Björnsson var eins og svo oft áður hetja FH og jafnaði metin fyrir Hafnfirðinga sjö mínútum fyrir leikslok. Stuttu síðar misstu svo Keflvíkingar sótillan Einar Orra Einarsson út af, einnig vegna tveggja áminninga. Leikurinn byrjaði fjörlega með marki Elíasar Más. Sindri Snær Magnússon framkvæmdi aukaspyrnu frá vinstri kanti og gaf hann góða fyrirgjöf inn í teiginn. Boltinn sigldi yfir flesta leikmenn liðanna en Elías var réttur maður á réttum staði inn í markteignum og náði hann að ýta boltanum yfir línuna af um meters færi. Næstu mínúturnar voru fjörlegar, bæði lið fengu færi og skapaðist oft usli fyrir framan mörk liðanna. Hættunni var þó oftast bægt frá án þess að bætt væri við mörkum. Um miðjan hálfleikinn róaðist leikurinn og FH var meira með boltann en vörn heimamanna var vel skipulögð og komust gestirnir lítt áleiðis. Leikar æstust svo aftur seinustu mínúturnar og fékk Atli Guðnason til að mynda tvö mjög góð færi en Jonas Sandqvist, markvörður heimamanna var vel á verði og varði frá honum í bæði skiptin. Róbert Örn Óskarsson, markvörður gestanna var einnig vel með á nótunum í fyrri hálfleik og allavega í tvígang greip hann vel inn í þegar virtist að Keflvíkingar væru að sleppa í gegn um vörn FH-inga. Flautað var til hálfleiks og heimamenn fóru inn í klefa með 1-0 forystu í farteskinu og voru vel að henni komnir. Gestirnir úr Hafnarfirðinum mættu mikið grimmari en heimamenn út í seinni hálfleikinn. Þeir náðu samt ekki að skapa sér nema eitt færi auk þess að fá hornspyrnur og aukaspyrnur á álitlegum stöðum. Leikurinn breyttist hins vegar á 55. mínútu þegar Pétur Viðarsson fékk seinna gula spjaldið sitt. Bojan Ljubicic var þá á fleygiferð upp kantinn og spyrnti hann boltanum vinstra megin við Pétur og ætlaði hann að hlaupa framhjá honum hægra megin en Pétur keyrði öxlinni inn í Bojan og stöðvaði þar með upphlaupið hjá honum og fékk verðskuldað seinna gula spjald. Þá róuðust FH-ingar örlítið, skiljanlega og féllu aðeins aftar á völlinn. Keflvíkingar reyndu að halda boltanum innan liðsins en það tókst ekki sem skildi og náðu þeir ekki að skapa sér nein færi sem hægt er að nefna. Heimir Guðjónsson gerði tvöfalda skiptingu um miðbik hálfleiksins og voru það tveir sóknarþenkjandi menn sem komu inn á, Atli Viðar Björnsson og Ólafur Páll Snorrason. Skiptingin gerði sitt gagn en þegar um sjö mínútur voru eftir af leiknum gaf Ingimundur Níels Óskarsson boltann fyrir inn á markteig heimamanna þar sem Atli Viðar stakk sér fram fyrir varnarmann og þrumaði boltanum upp í þaknetið og staðan jöfn 1-1. Annað umdeilt atvik átti sér stað þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum en þá braut Hólmar Örn Rúnarsson á Einari Orra Einarssyni, leikmanni Keflavíkur og vildu margir fá rauða spjaldið á Hólmar. Hann fékk þó bara gult spjald en Einar Orri brást illa við tæklingunni og sýndi ógnandi tilburði við leikmann FH og uppskar að launum annað gult spjald sem þýddi að hann fékk rautt og þurfti að yfirgefa völlinn. Heilt yfir var það sanngjörn niðurstaða að liðin skiptu með sér stigunum í leik sem var nokkuð fjörugur. FH nær að halda efsta sætinu með 11 stig og Keflvíkingar ná að halda því þriðja með 10 stig þegar fimm umferðir hafa verið leiknar.Atli Viðar: Það er gaman að spila hérna og þá gengur oftast betur hjá manni „Fyrstu viðbrögð eru pínulítið svekkelsi með að vera ekki betri en þetta í dag. Ég held að við getum prísað okkur sæla með að komast héðan með eitt stig“, sagði Atli Viðar Björnsson sem bjargaði stigi fyrir FH-inga á móti Keflavík fyrr í kvöld. Þetta er annar leikurinn í röð sem Atli Viðar kemur inn á og skorar mark fyrir FH og sagðist hann vera nokkuð sáttur með sitt framlag til liðsins. „Ég er að einhverju leyti sáttur með mína frammistöðu en samt sem áður förum við heim bara með eitt stig. Maður getur ekki verið allt of hress með sjálfan sig né liðið. Þetta féll ekki alveg fyrir okkur né með okkur og þetta er eitthvað sem við þurfum að fara yfir og sjá hvað við getum lagað fyrir næsta leik.“ Hann segist ekki vera ósáttur við það að vera ekki í byrjunarliðinu í kvöld enda nýkominn úr meiðslum. „Ég vil auðvitað spila fótbolta en það er bara þannig að ég missti úr í byrjun móts og maður verður bara að gefa sér tíma til að komast inn í þetta. Ég er rólegur ennþá en mig langar að fara að spila meira“, en Atli Viðar er rétt svo kominn með klukkustund af spilatíma í byrjun Íslandsmótsins. Atli Viðar skoraði fimm mörk á móti Keflavík í fyrra og bætti við einu í safnið á móti Keflvíkingum í kvöld og var spurður hvað það væri við Keflavík sem léti hann skora svo mikið á móti þeim. „Þetta bara féll fyrir mig í dag en það er gaman að spila hérna og þá gengur oftast betur hjá manni“.Kristján Guðmundsson: Við erum stoltir af leik okkar Þjálfari Keflavíkur var ekki sáttur með niðurstöðuna í kvöld en hann taldi lið sitt hafa spilað vel. „Það skiptir ekki máli hvenær maður fær á sig mörk það er alltaf svekkjandi. Við spilum þennan leik vel og vorum komnir í forystu og það er svekkjandi að missa hana niður. 1-0 yfir og manni fleiri getur verið hættuleg staða þegar menn þekkja hana ekki nógu vel og vera rólegri og skipulagðari. Það kemur allt saman með meiri þroska í liðinu og það er á leiðinni hjá okkur. Við erum samt stoltir af leik okkar, að gefa FH svona leik við getum verið stoltir af því.“ Kristján segist vera sáttur með stigasöfnunina en liðið hans er komið með 10 stig eftir fimm umferðir. „Já við erum sáttir með stigasöfnunina, frammistaða liðsins hefur verið góð og við erum búnir að láta marga leikmenn spila. Ég held að við séum komnir með 18 leikmenn núna sem hafa spilað fyrir okkur. Nú setjumst við bara niður og skoðum framhaldið miðað við stöðuna.“ „Við erum í efri hlutanum núna og það var stefnan fyrir mót að koma okkur út úr þessu fall baxi sem Keflavík hefur verið í seinustu árin og það stendur ennþá. Við tökum bara skref upp á við, hvar við endum svo, bakarinn telur í lok október.“ Kristján var spurður út í atvikið sem kostaði það að Einar Orri Einarsson var rekinn út af. „Í fyrsta lagi átti að vera beint rautt á Hólmar og það er enginn afgangur af því. Mér fannst það mjög döpur dómgæsla að það hafi ekki orðið. Síðan ögra þeir Einari, að sjálfsögðu, hann var með áminningu og þeir ná honum í aðra áminningu og það er ekki gott. Einar þarf að fara að hugsa sinn gang og átta sig á því að menn eru að ögra honum og reyna að lokka hann út af. Þetta var rétt annað gult spjald en þetta var algjör óþarfi.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Tvö rauð spjöld fóru á loft er Keflavík gerði 1-1 jafntefli við FH í lokaleik kvöldsins í Pepsi-deild karla. Hinn ungi Elías Már Ómarsson kom heimamönnum yfir strax á þriðju mínútu leiksins og lengi vel stefndi í sigur heimamanna, sérstaklega eftir að Pétur Viðarsson fór af velli með sitt annað gula spjald. En varamaðurinn Atli Viðar Björnsson var eins og svo oft áður hetja FH og jafnaði metin fyrir Hafnfirðinga sjö mínútum fyrir leikslok. Stuttu síðar misstu svo Keflvíkingar sótillan Einar Orra Einarsson út af, einnig vegna tveggja áminninga. Leikurinn byrjaði fjörlega með marki Elíasar Más. Sindri Snær Magnússon framkvæmdi aukaspyrnu frá vinstri kanti og gaf hann góða fyrirgjöf inn í teiginn. Boltinn sigldi yfir flesta leikmenn liðanna en Elías var réttur maður á réttum staði inn í markteignum og náði hann að ýta boltanum yfir línuna af um meters færi. Næstu mínúturnar voru fjörlegar, bæði lið fengu færi og skapaðist oft usli fyrir framan mörk liðanna. Hættunni var þó oftast bægt frá án þess að bætt væri við mörkum. Um miðjan hálfleikinn róaðist leikurinn og FH var meira með boltann en vörn heimamanna var vel skipulögð og komust gestirnir lítt áleiðis. Leikar æstust svo aftur seinustu mínúturnar og fékk Atli Guðnason til að mynda tvö mjög góð færi en Jonas Sandqvist, markvörður heimamanna var vel á verði og varði frá honum í bæði skiptin. Róbert Örn Óskarsson, markvörður gestanna var einnig vel með á nótunum í fyrri hálfleik og allavega í tvígang greip hann vel inn í þegar virtist að Keflvíkingar væru að sleppa í gegn um vörn FH-inga. Flautað var til hálfleiks og heimamenn fóru inn í klefa með 1-0 forystu í farteskinu og voru vel að henni komnir. Gestirnir úr Hafnarfirðinum mættu mikið grimmari en heimamenn út í seinni hálfleikinn. Þeir náðu samt ekki að skapa sér nema eitt færi auk þess að fá hornspyrnur og aukaspyrnur á álitlegum stöðum. Leikurinn breyttist hins vegar á 55. mínútu þegar Pétur Viðarsson fékk seinna gula spjaldið sitt. Bojan Ljubicic var þá á fleygiferð upp kantinn og spyrnti hann boltanum vinstra megin við Pétur og ætlaði hann að hlaupa framhjá honum hægra megin en Pétur keyrði öxlinni inn í Bojan og stöðvaði þar með upphlaupið hjá honum og fékk verðskuldað seinna gula spjald. Þá róuðust FH-ingar örlítið, skiljanlega og féllu aðeins aftar á völlinn. Keflvíkingar reyndu að halda boltanum innan liðsins en það tókst ekki sem skildi og náðu þeir ekki að skapa sér nein færi sem hægt er að nefna. Heimir Guðjónsson gerði tvöfalda skiptingu um miðbik hálfleiksins og voru það tveir sóknarþenkjandi menn sem komu inn á, Atli Viðar Björnsson og Ólafur Páll Snorrason. Skiptingin gerði sitt gagn en þegar um sjö mínútur voru eftir af leiknum gaf Ingimundur Níels Óskarsson boltann fyrir inn á markteig heimamanna þar sem Atli Viðar stakk sér fram fyrir varnarmann og þrumaði boltanum upp í þaknetið og staðan jöfn 1-1. Annað umdeilt atvik átti sér stað þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum en þá braut Hólmar Örn Rúnarsson á Einari Orra Einarssyni, leikmanni Keflavíkur og vildu margir fá rauða spjaldið á Hólmar. Hann fékk þó bara gult spjald en Einar Orri brást illa við tæklingunni og sýndi ógnandi tilburði við leikmann FH og uppskar að launum annað gult spjald sem þýddi að hann fékk rautt og þurfti að yfirgefa völlinn. Heilt yfir var það sanngjörn niðurstaða að liðin skiptu með sér stigunum í leik sem var nokkuð fjörugur. FH nær að halda efsta sætinu með 11 stig og Keflvíkingar ná að halda því þriðja með 10 stig þegar fimm umferðir hafa verið leiknar.Atli Viðar: Það er gaman að spila hérna og þá gengur oftast betur hjá manni „Fyrstu viðbrögð eru pínulítið svekkelsi með að vera ekki betri en þetta í dag. Ég held að við getum prísað okkur sæla með að komast héðan með eitt stig“, sagði Atli Viðar Björnsson sem bjargaði stigi fyrir FH-inga á móti Keflavík fyrr í kvöld. Þetta er annar leikurinn í röð sem Atli Viðar kemur inn á og skorar mark fyrir FH og sagðist hann vera nokkuð sáttur með sitt framlag til liðsins. „Ég er að einhverju leyti sáttur með mína frammistöðu en samt sem áður förum við heim bara með eitt stig. Maður getur ekki verið allt of hress með sjálfan sig né liðið. Þetta féll ekki alveg fyrir okkur né með okkur og þetta er eitthvað sem við þurfum að fara yfir og sjá hvað við getum lagað fyrir næsta leik.“ Hann segist ekki vera ósáttur við það að vera ekki í byrjunarliðinu í kvöld enda nýkominn úr meiðslum. „Ég vil auðvitað spila fótbolta en það er bara þannig að ég missti úr í byrjun móts og maður verður bara að gefa sér tíma til að komast inn í þetta. Ég er rólegur ennþá en mig langar að fara að spila meira“, en Atli Viðar er rétt svo kominn með klukkustund af spilatíma í byrjun Íslandsmótsins. Atli Viðar skoraði fimm mörk á móti Keflavík í fyrra og bætti við einu í safnið á móti Keflvíkingum í kvöld og var spurður hvað það væri við Keflavík sem léti hann skora svo mikið á móti þeim. „Þetta bara féll fyrir mig í dag en það er gaman að spila hérna og þá gengur oftast betur hjá manni“.Kristján Guðmundsson: Við erum stoltir af leik okkar Þjálfari Keflavíkur var ekki sáttur með niðurstöðuna í kvöld en hann taldi lið sitt hafa spilað vel. „Það skiptir ekki máli hvenær maður fær á sig mörk það er alltaf svekkjandi. Við spilum þennan leik vel og vorum komnir í forystu og það er svekkjandi að missa hana niður. 1-0 yfir og manni fleiri getur verið hættuleg staða þegar menn þekkja hana ekki nógu vel og vera rólegri og skipulagðari. Það kemur allt saman með meiri þroska í liðinu og það er á leiðinni hjá okkur. Við erum samt stoltir af leik okkar, að gefa FH svona leik við getum verið stoltir af því.“ Kristján segist vera sáttur með stigasöfnunina en liðið hans er komið með 10 stig eftir fimm umferðir. „Já við erum sáttir með stigasöfnunina, frammistaða liðsins hefur verið góð og við erum búnir að láta marga leikmenn spila. Ég held að við séum komnir með 18 leikmenn núna sem hafa spilað fyrir okkur. Nú setjumst við bara niður og skoðum framhaldið miðað við stöðuna.“ „Við erum í efri hlutanum núna og það var stefnan fyrir mót að koma okkur út úr þessu fall baxi sem Keflavík hefur verið í seinustu árin og það stendur ennþá. Við tökum bara skref upp á við, hvar við endum svo, bakarinn telur í lok október.“ Kristján var spurður út í atvikið sem kostaði það að Einar Orri Einarsson var rekinn út af. „Í fyrsta lagi átti að vera beint rautt á Hólmar og það er enginn afgangur af því. Mér fannst það mjög döpur dómgæsla að það hafi ekki orðið. Síðan ögra þeir Einari, að sjálfsögðu, hann var með áminningu og þeir ná honum í aðra áminningu og það er ekki gott. Einar þarf að fara að hugsa sinn gang og átta sig á því að menn eru að ögra honum og reyna að lokka hann út af. Þetta var rétt annað gult spjald en þetta var algjör óþarfi.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira