Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Valur 1-1 | Valur náði jafntefli í Garðabæ Guðmundur Marinó Ingvarsson á Samsung-vellinum skrifar 22. maí 2014 10:33 Haukur Páll og Garðar Jó eigast við. Vísir/Stefán Valur náði í 1-1 jafntefli gegn Stjörnunni á Samsung vellinum í Garðabæ í kvöld í Pepsí deild karla í fótbolta. Kolbeinn Kárason jafnaði metin á annarri mínútu uppbótartíma. Valur byrjaði leikinn mikið betur og sótti án afláts. Það var samt Stjarnan sem komst yfir á 20. mínútu þegar Arnar Már Björgvinsson skoraði. Markið kom gegn gangi leiksins og það var eins og það slægi Val út af laginu og sóknarþungi liðsins var ekki samur á eftir. Arnar Már þurfti skömmu eftir markið að fara meiddur af leikvelli en Valur þurfti að gera þrjár breytingar í leiknum vegna meiðsla, eina í fyrri hálfleik og aðra snemma í seinni hálfleik. Það riðlaði leik liðsins enn frekar. Stjarnan fékk færi til að gera út um leikinn þegar Valur færði lið sitt framar í seinni hálfleik í leit að jöfnunarmarki en Stjarnan nýtti ekki færin. Fyrir það refsaði Valur og náði að lokum í verðskuldað stig. Stjarnan er með ellefu stig eftir fimm leiki en Valur er í fimmta sæti með 8 stig. Magnús: Get ekki annað en verið sáttur„Það riðlar leiknum að þurfa að skipta vegna meiðsla en mér fannst við vera búnir að spila mjög vel fram að því,“ sagði Magnús Gylfason þjálfari Vals um meiðslavandræði Vals í leiknum í dag. „Við hikstuðum aðeins eftir að þeir skora og þegar við þurfum að skipta en heilt yfir fannst mér við spila góðan fótbolta í dag," sagði Magnús. „Við fengum einhver fjögur, fimm dauðafæri en hefðum mátt vera aðeins ákveðnari á síðasta fjórðung," sagði Magnús. „Við erum búnir að spila tvo grasleiki og komum svo á þetta. Ég held að fyrstu meiðslin séu afleiðing af gervigrasinu,“ sagði Magnús sem vildi þó ekki kenna aðstæðum um meiðslin í dag. „Þetta virðist vera alvarlegt með Patrick (Pedersen), hann er kominn upp á sjúkrahús en ég vona að hitt sé smávægilegt," sagði Magnús. „Mér fannst við heilt yfir spila vel í dag og ég hefði viljað sigur. Við vorum auðvitað farnir að opna okkur ansi mikið í seinni hálfleik og senda menn fram og þeir fengu mjög góð færi til að klára þetta í 2-0 og þess vegna get ég ekki annað en verið sáttur við jafntefli," sagði Magnús. „Það vantaði aðeins meiri einbeitingu aftast hjá okkur í markinu þeirra og öðru færi sem þeir fengu í fyrri hálfleik. Þetta er hlutir sem gerast. Við viljum spila boltanum og halda honum aftast og þá geta gerst svona mistök. Við fyrirgefum það í dag,“ sagði Magnús. Daníel: Eins og maður hafi tapað„Ég held að allir væru ósáttir við að fá svona mark á sig í lokin, sérstaklega þegar þetta var nánast komið í höfn. Þá er grautfúlt að fá þetta mark á sig,“ sagði Daníel Laxdal fyrirliði Stjörnunnar. „Valsmenn komu ákveðnir til leiks og það lá svolítið á okkur en mér fannst við ráða vel við það. Við hefðum líka getað sett annað markið á þá." „Það er þægilegt að vera 1-0 yfir en við áttum að stjórna leiknum betur. Við náðum að halda alveg þangað til í lokin. Það er eins og maður hafi tapað,“ sagði Daníel mjög súr og svekktur. „Mér fannst við hafa átt að klára þetta. Þetta er kannski ekki einbeitingarleysi en þeir voru heppnir að skora þarna í lokin miðað við að við vorum búnir að standast þessa árás frá þeim allan leikinn," sagði Daníel. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Hannes í leyfi Körfubolti Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira
Valur náði í 1-1 jafntefli gegn Stjörnunni á Samsung vellinum í Garðabæ í kvöld í Pepsí deild karla í fótbolta. Kolbeinn Kárason jafnaði metin á annarri mínútu uppbótartíma. Valur byrjaði leikinn mikið betur og sótti án afláts. Það var samt Stjarnan sem komst yfir á 20. mínútu þegar Arnar Már Björgvinsson skoraði. Markið kom gegn gangi leiksins og það var eins og það slægi Val út af laginu og sóknarþungi liðsins var ekki samur á eftir. Arnar Már þurfti skömmu eftir markið að fara meiddur af leikvelli en Valur þurfti að gera þrjár breytingar í leiknum vegna meiðsla, eina í fyrri hálfleik og aðra snemma í seinni hálfleik. Það riðlaði leik liðsins enn frekar. Stjarnan fékk færi til að gera út um leikinn þegar Valur færði lið sitt framar í seinni hálfleik í leit að jöfnunarmarki en Stjarnan nýtti ekki færin. Fyrir það refsaði Valur og náði að lokum í verðskuldað stig. Stjarnan er með ellefu stig eftir fimm leiki en Valur er í fimmta sæti með 8 stig. Magnús: Get ekki annað en verið sáttur„Það riðlar leiknum að þurfa að skipta vegna meiðsla en mér fannst við vera búnir að spila mjög vel fram að því,“ sagði Magnús Gylfason þjálfari Vals um meiðslavandræði Vals í leiknum í dag. „Við hikstuðum aðeins eftir að þeir skora og þegar við þurfum að skipta en heilt yfir fannst mér við spila góðan fótbolta í dag," sagði Magnús. „Við fengum einhver fjögur, fimm dauðafæri en hefðum mátt vera aðeins ákveðnari á síðasta fjórðung," sagði Magnús. „Við erum búnir að spila tvo grasleiki og komum svo á þetta. Ég held að fyrstu meiðslin séu afleiðing af gervigrasinu,“ sagði Magnús sem vildi þó ekki kenna aðstæðum um meiðslin í dag. „Þetta virðist vera alvarlegt með Patrick (Pedersen), hann er kominn upp á sjúkrahús en ég vona að hitt sé smávægilegt," sagði Magnús. „Mér fannst við heilt yfir spila vel í dag og ég hefði viljað sigur. Við vorum auðvitað farnir að opna okkur ansi mikið í seinni hálfleik og senda menn fram og þeir fengu mjög góð færi til að klára þetta í 2-0 og þess vegna get ég ekki annað en verið sáttur við jafntefli," sagði Magnús. „Það vantaði aðeins meiri einbeitingu aftast hjá okkur í markinu þeirra og öðru færi sem þeir fengu í fyrri hálfleik. Þetta er hlutir sem gerast. Við viljum spila boltanum og halda honum aftast og þá geta gerst svona mistök. Við fyrirgefum það í dag,“ sagði Magnús. Daníel: Eins og maður hafi tapað„Ég held að allir væru ósáttir við að fá svona mark á sig í lokin, sérstaklega þegar þetta var nánast komið í höfn. Þá er grautfúlt að fá þetta mark á sig,“ sagði Daníel Laxdal fyrirliði Stjörnunnar. „Valsmenn komu ákveðnir til leiks og það lá svolítið á okkur en mér fannst við ráða vel við það. Við hefðum líka getað sett annað markið á þá." „Það er þægilegt að vera 1-0 yfir en við áttum að stjórna leiknum betur. Við náðum að halda alveg þangað til í lokin. Það er eins og maður hafi tapað,“ sagði Daníel mjög súr og svekktur. „Mér fannst við hafa átt að klára þetta. Þetta er kannski ekki einbeitingarleysi en þeir voru heppnir að skora þarna í lokin miðað við að við vorum búnir að standast þessa árás frá þeim allan leikinn," sagði Daníel.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Hannes í leyfi Körfubolti Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira