Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fram - Breiðablik 1-1 | Blikar enn án sigurs Ingvi Þór Sæmundsson í Laugardal skrifar 22. maí 2014 10:31 Fram tapaði fyrir Val í síðustu umferð. vísir/valli Breiðablik er enn án sigurs í Pepsi-deild karla eftir 1-1 jafntefli við Fram á gervigrasvellinum í Laugardal í kvöld. Það var betri holning á liði Breiðabliks en í fyrri leikjum tímabilsins. Akefðin í leik liðsins var mun meiri en hún hefur verið og sóknarleikurinn var beittari og markvissari. Líkt og í síðasta leik gegn Fjölni stillti Ólafur Kristjánsson upp í 4-4-2 með þá Elvar Pál Sigurðsson og Árna Vilhjálmsson í framlínunni, en þeir voru mjög hreyfanlegir og voru duglegir að finna hvorn annan, sérstaklega í fyrri hálfleik. Páll Olgeir Þorsteinsson og Davíð Kristján Ólafsson voru sömuleiðis líflegir á sitt hvorum kantinum, en sá síðarnefndi fylgdi eftir góðri frammistöðu gegn Fjölni með flottum leik í kvöld. Þrátt fyrir góðan leik fundu Blikar ekki leiðina framhjá Ögmundi Kristinssyni sem átti frábæran leik í marki Fram. Hann varði í fjórgang vel í fyrri hálfleik og frammistaða hans var aðalástæðan fyrir því að staðan var jöfn þegar liðin gengu til búningsherbergja. Stuðningsmenn Fram þora varla að hugsa þá hugsun til enda ef félagið missir Ögmund út í atvinnumennsku um mitt sumar. Leikurinn jafnaðist í seinni hálfleik. Blikarnir voru þó áfram með undirtökin og Ögmundur þurfti að taka á honum stóra sínum þegar hann varði skot Páls Olgeirs eftir tæplega níu mínútna leik í seinni hálfleik. Smám saman tóku heimamenn við sér. Þeim gekk ágætlega að finna pláss milli miðju og varnar Blika og áttu hættulegar skyndisóknir. Arnþór Ari Atlason hefði átt að gera betur eftir klukkutíma leik þegar hann átti skot framhjá eftir skyndisókn, en hann hefði betur gefið á Björgólf Takefusa sem var í mun betri stöðu. Á 76. mínútu náðu Safamýrarpiltar forystunni. Aron Bjarnason komst þá einn í gegn hægra megin í vítateignum eftir stungusendingu frá Hauki Baldvinssyni, Gunnleifur Gunnleifsson varði skot hans, en Hafsteinn Briem var fylgdi á eftir og skoraði sitt þriðja mark í tveimur leikjum. Markið var eins og hnefahögg í andlitið fyrir gestina sem virtust vera búnir að missa leikinn frá sér þegar Finnur Orri Margeirsson átti skot sem small í hendi Jóhannesar Karls Guðjónssonar.Garðar Örn Hinriksson, góður dómari leiksins, benti umsvifalaust á punktinn og eftir nokkuð japl, jaml og fuður skoraði varamaðurinn Guðjón Pétur Lýðsson úr vítaspyrnunni og bjargaði einu stigi í hús fyrir Blika, sem var það minnsta sem þeir áttu skilið út úr leiknum. Eftir leikinn situr Breiðablik í 11. sæti með aðeins þrjú stig, en Fram er tveimur sætum ofar með fimm stig.Ögmundur:Það var nóg að gera í kvöld "Þetta var hörku leikur tveggja góðra liða," sagði Ögmundur Kristinsson, fyrirliði Fram að leik loknum. "Blikarnir hafa átt í erfiðleikum og við vissum að þeir myndu koma dýrvitlausir til leiks. Jafntefli var kannski sanngjörn niðurstaða." Fram náði forystunni á 76. mínútu og virtist vera að sigla sigrinum í höfn þegar Breiðablik fékk vítaspyrnu á lokamínútunni. Ögmundur sagði það sárt að hafa ekki náð að halda leikinn út: "Klukkan sýndi 90 mínútur þegar þeir fá þessa vítaspyrnu. Það hefði verið mjög sætt að taka þessi þrjú stig." Ögmundur hafði í nógu að snúast í kvöld, enda sóttu Blikar hart að marki Fram og fengu m.a. 15 hornspyrnur. "Það var nóg að gera í kvöld en það eru skemmtilegustu leikirnir. Það var örugglega fínt að horfa á þennan leik, góð skemmtun fyrir áhorfendur og gott veður." Framarar eru með fimm stig eftir fimm leiki, en Ögmundur kveðst nokkuð sæmilega sáttur með uppskeruna til þessa. "Þetta hefur gengið ágætlega. Við höfum verið að spila ágætlega fyrir utan seinni hálfleikinn gegn Val. Við erum komnir með fimm stig og höldum bara áfram að safna og sjáum svo hvað skeður."Ólafur: Telur ekkert að tengja "Fyrstu viðbrögð eru að reyna að taka það jákvæða út úr leiknum, sem var að hafa komið til baka og náð í eitt stig eftir að hafa lent undir," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Fram, eftir jafnteflið við Fram í kvöld. "En fyrirfram og miðað við hvernig leikurinn spilaðist, og þá sérstaklega fyrri hálfleikurinn, þá hefði ég að sjálfsögðu viljað fá þrjú stig. Við sköpuðum okkur aragrúa af færum og höfðum ákveðna yfirburði sem við nýttum okkur ekki. Eins og ég hef alltaf sagt, þá endurspegla úrslitin frammistöðuna og frammistaðan var ekki betri en til eins stigs í kvöld." Blikar sóttu mikið í leiknum og áttu mikið af hornspyrnum og fyrirgjöfum. "Það kom ekkert út úr þeim sem telur. Það telur lítið sem ekkert að fá fleiri hornspyrnur en andstæðingurinn. Við þurfum að breyta hornspyrnunum, fyrirgjöfunum og færunum í mörk og það eru þau sem telja." Annan leikinn í röð spilaði Ólafur með þá Elvar Pál Sigurðsson og Árna Vilhjálmsson í framlínunni, en hann var nokkuð sáttur með þeirra samstarf í kvöld. "Miðað við skoruð mörk gekk það ekki nógu vel, en þeir voru í færum og Árni hefði alveg getað sett mark í dag. Það telur hins vegar ekkert þótt þeir hafi náð að tengja vel saman í kvöld. Það telur ekkert að tengja, við þurfum að skora mörk. Þeirra frammistaða saman var, eins og í síðasta leik, ágæt, en það telur bara svo lítið þegar við vinnum ekki leiki." Blikar eru aðeins með þrjú stig eftir fimm leiki og sitja í fallsæti. Ólafur segir stöðuna ekki góða. "Þetta er rýr uppskera og rýrari en við gerðum okkur vonir um, en kannski í samræmi við spilamennskuna," sagði Ólafur að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira
Breiðablik er enn án sigurs í Pepsi-deild karla eftir 1-1 jafntefli við Fram á gervigrasvellinum í Laugardal í kvöld. Það var betri holning á liði Breiðabliks en í fyrri leikjum tímabilsins. Akefðin í leik liðsins var mun meiri en hún hefur verið og sóknarleikurinn var beittari og markvissari. Líkt og í síðasta leik gegn Fjölni stillti Ólafur Kristjánsson upp í 4-4-2 með þá Elvar Pál Sigurðsson og Árna Vilhjálmsson í framlínunni, en þeir voru mjög hreyfanlegir og voru duglegir að finna hvorn annan, sérstaklega í fyrri hálfleik. Páll Olgeir Þorsteinsson og Davíð Kristján Ólafsson voru sömuleiðis líflegir á sitt hvorum kantinum, en sá síðarnefndi fylgdi eftir góðri frammistöðu gegn Fjölni með flottum leik í kvöld. Þrátt fyrir góðan leik fundu Blikar ekki leiðina framhjá Ögmundi Kristinssyni sem átti frábæran leik í marki Fram. Hann varði í fjórgang vel í fyrri hálfleik og frammistaða hans var aðalástæðan fyrir því að staðan var jöfn þegar liðin gengu til búningsherbergja. Stuðningsmenn Fram þora varla að hugsa þá hugsun til enda ef félagið missir Ögmund út í atvinnumennsku um mitt sumar. Leikurinn jafnaðist í seinni hálfleik. Blikarnir voru þó áfram með undirtökin og Ögmundur þurfti að taka á honum stóra sínum þegar hann varði skot Páls Olgeirs eftir tæplega níu mínútna leik í seinni hálfleik. Smám saman tóku heimamenn við sér. Þeim gekk ágætlega að finna pláss milli miðju og varnar Blika og áttu hættulegar skyndisóknir. Arnþór Ari Atlason hefði átt að gera betur eftir klukkutíma leik þegar hann átti skot framhjá eftir skyndisókn, en hann hefði betur gefið á Björgólf Takefusa sem var í mun betri stöðu. Á 76. mínútu náðu Safamýrarpiltar forystunni. Aron Bjarnason komst þá einn í gegn hægra megin í vítateignum eftir stungusendingu frá Hauki Baldvinssyni, Gunnleifur Gunnleifsson varði skot hans, en Hafsteinn Briem var fylgdi á eftir og skoraði sitt þriðja mark í tveimur leikjum. Markið var eins og hnefahögg í andlitið fyrir gestina sem virtust vera búnir að missa leikinn frá sér þegar Finnur Orri Margeirsson átti skot sem small í hendi Jóhannesar Karls Guðjónssonar.Garðar Örn Hinriksson, góður dómari leiksins, benti umsvifalaust á punktinn og eftir nokkuð japl, jaml og fuður skoraði varamaðurinn Guðjón Pétur Lýðsson úr vítaspyrnunni og bjargaði einu stigi í hús fyrir Blika, sem var það minnsta sem þeir áttu skilið út úr leiknum. Eftir leikinn situr Breiðablik í 11. sæti með aðeins þrjú stig, en Fram er tveimur sætum ofar með fimm stig.Ögmundur:Það var nóg að gera í kvöld "Þetta var hörku leikur tveggja góðra liða," sagði Ögmundur Kristinsson, fyrirliði Fram að leik loknum. "Blikarnir hafa átt í erfiðleikum og við vissum að þeir myndu koma dýrvitlausir til leiks. Jafntefli var kannski sanngjörn niðurstaða." Fram náði forystunni á 76. mínútu og virtist vera að sigla sigrinum í höfn þegar Breiðablik fékk vítaspyrnu á lokamínútunni. Ögmundur sagði það sárt að hafa ekki náð að halda leikinn út: "Klukkan sýndi 90 mínútur þegar þeir fá þessa vítaspyrnu. Það hefði verið mjög sætt að taka þessi þrjú stig." Ögmundur hafði í nógu að snúast í kvöld, enda sóttu Blikar hart að marki Fram og fengu m.a. 15 hornspyrnur. "Það var nóg að gera í kvöld en það eru skemmtilegustu leikirnir. Það var örugglega fínt að horfa á þennan leik, góð skemmtun fyrir áhorfendur og gott veður." Framarar eru með fimm stig eftir fimm leiki, en Ögmundur kveðst nokkuð sæmilega sáttur með uppskeruna til þessa. "Þetta hefur gengið ágætlega. Við höfum verið að spila ágætlega fyrir utan seinni hálfleikinn gegn Val. Við erum komnir með fimm stig og höldum bara áfram að safna og sjáum svo hvað skeður."Ólafur: Telur ekkert að tengja "Fyrstu viðbrögð eru að reyna að taka það jákvæða út úr leiknum, sem var að hafa komið til baka og náð í eitt stig eftir að hafa lent undir," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Fram, eftir jafnteflið við Fram í kvöld. "En fyrirfram og miðað við hvernig leikurinn spilaðist, og þá sérstaklega fyrri hálfleikurinn, þá hefði ég að sjálfsögðu viljað fá þrjú stig. Við sköpuðum okkur aragrúa af færum og höfðum ákveðna yfirburði sem við nýttum okkur ekki. Eins og ég hef alltaf sagt, þá endurspegla úrslitin frammistöðuna og frammistaðan var ekki betri en til eins stigs í kvöld." Blikar sóttu mikið í leiknum og áttu mikið af hornspyrnum og fyrirgjöfum. "Það kom ekkert út úr þeim sem telur. Það telur lítið sem ekkert að fá fleiri hornspyrnur en andstæðingurinn. Við þurfum að breyta hornspyrnunum, fyrirgjöfunum og færunum í mörk og það eru þau sem telja." Annan leikinn í röð spilaði Ólafur með þá Elvar Pál Sigurðsson og Árna Vilhjálmsson í framlínunni, en hann var nokkuð sáttur með þeirra samstarf í kvöld. "Miðað við skoruð mörk gekk það ekki nógu vel, en þeir voru í færum og Árni hefði alveg getað sett mark í dag. Það telur hins vegar ekkert þótt þeir hafi náð að tengja vel saman í kvöld. Það telur ekkert að tengja, við þurfum að skora mörk. Þeirra frammistaða saman var, eins og í síðasta leik, ágæt, en það telur bara svo lítið þegar við vinnum ekki leiki." Blikar eru aðeins með þrjú stig eftir fimm leiki og sitja í fallsæti. Ólafur segir stöðuna ekki góða. "Þetta er rýr uppskera og rýrari en við gerðum okkur vonir um, en kannski í samræmi við spilamennskuna," sagði Ólafur að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira