Lífið

Iceland Airwaves í fyrsta sæti á lista Buzzfeed

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Af Airwaves
Af Airwaves Vísir/Valli
Vefurinn Buzzfeed tók saman í dag lista yfir „tónlistarhátíðir sem láta þig vilja ferðast.“

Hin íslenska tónlistarhátíð Iceland Airwaves er þar efst á blaði, en þar segir um hátíðina:

„Hátíðin er haldin að hausti hvert ár frá árinu 1999. Hátíðin er þekkt sem stökkpallur fyrir einhverja frægustu tónlistarmenn Íslands, en á hátíðinni má einnig hlýða á útlenda listamenn. Iceland Airwaves stendur yfir í eina langa helgi, þá trylltustu sem þú getur búist við að eiga svo nálægt Norðurslóðum.

Lítið er um tónleika að degi til sem gerir gestum hátíðarinnar kleift að kíkja á jökla og eldfjöll, fossa og hið fræga Bláa Lón.“

Á listanum er að finna tónlistarhátíðir víða um álfur. Á eftir Iceland Airwaves á listanum er Outside Lands Music & Arts Festival í San Francisco í Bandaríkjunum og númer þrjú  er Lake of Stars Malawi Arts Festival, í Mangochi í Malaví í Afríku.

Auk þessara má finna á listanum tónlistarhátíðir í Japan, Sviss, Kanada, Austurríki, Noregi, á Flórída og í Eistlandi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×